Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 26
26 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 E nn herðist hnúturinn um háls skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Þau eru bandingi á palli með snöru um hálsinn sem játar kjökrandi að hann hafi ekkert gert og geti ekkert gert. Fjárplógsmenn sem sönkuðu að sér gömlum íbúðarhúsum frá fyrri hluta tuttugustu aldar, þess fullvissir að undanlátssemi skipulagsyfirvalda væri söm við sig, húsin mætti rífa og á þröngum lóðunum byggja út fyrir lóðarmörk, sitja nú uppi með eignir sem þeir koma ekki í lóg. Spennan er farin úr ofneyslunni, fjármagns- kreppan lamar stórar áætlanir um nýbyggingar í hverfunum frá Kvos að Rauðará. Eftir standa yfirgefin og skemmd hús sem eru komin á gátskrá slökkviliðsins sem hefur nú tekið á sig nýtt hlutverk sem Minjavernd Reykjavíkur reyndist ekki hafa dug til að annast. Nú rætist sú spá að fyrirhyggjuleysi skipulagsyfirvalda komi öllum hlutaðeigandi í koll: miðborgin er líkust bruna- hverfum Belfast með sóðaskikum sem minna mest á Lower East Side í New York: Hrein torg, fögur borg. Snyrtipinnar sem fyrir fáum misserum sögðu það sitt fyrsta verk að taka til á götum og torgum halda sig til hlés. Og í þessu ástandi grípa eigendur húsanna sem allir ganga undir skammstöfunum og eru andlitslausir til gamalla bragða úr borgarsögu Evrópu: þeir búa til eldsmat í þröngum hverfum. Vörumerki þeirra er eyðilegging og ekki er skeytt um nágrenni. Byggingarfulltrúinn og slökkvistjórinn hafa að vísu ráð, reglugerðir, lagaskyldu til að bregðast við, en bera við skorti á mannskap og klögunarrétti eigenda sem hafa sér að hlífiskildi stórgallaðar deiliskipulagsdruslur. Hvers verður ábyrgðin ef eldar kvikna í sæmilegum vindi að norðan? Embættismanna sem sátu of lengi aðgerðalausir, stjórnmálamannanna sem eru í felum eða hústökufyrirtækjanna sem skilja húsin eftir opin fyrir vágestum og vindum? Hér hefur ekki enn sprottið upp hreyfing hústökufólks sem víða í stærri borgum og bæjum vestanhafs og austan settist að í húseignum sem svona var komið fyrir. Hér náði hún ekki lengra en þegar hópur fólks tók sig til og málaði Bernhöfts- torfuna. Hennar örlög réðust ekki fyrr en kveikt hafði verið í henni. Hvað þarf til nú? Á Laugavegi, Hverfisgötu, Bergstaða- stræti og Frakkastíg eru hús sem þarf að loka áður en ráðið er hver framtíð þeirra verður. Þurfa borgarar í Reykjavík að ganga fram með tæki og tól og vinna verkið fyrir eigendur og embættismenn? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagsfræðingur hefur bent á fyrirmyndir að heilfriðuðum hverfum beggja vegna Atlantshafsins. Hann líkir ástandinu hér við þann tíma í austan- tjaldslöndum þegar eldri borgarhlutar voru eyðilagðir eftir heimsstyrjöldina og byggðir upp að nýju af makalausu smekk- leysi, telur okkar stöðu reyndar verri. Það eru þokkaleg eftir- mæli fyrir skipulagsstjórn stjórnmálaflokkanna í Reykjavík á liðnum áratugum. Þarf að senda nefnd austur fyrir járntjald í smá kennslu? Það er krafa borgarbúa að þeir einstaklingar sem kosnir voru til ábyrgðar eða ráðnir til vinnu taki á þessu máli – saman – allir – þegar í stað. Enn syrtir í álinn í miðborg Reykjavíkur. Brennum borgina PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Árni efins Árni Mathiesen hefur svarað ellefu spurningum umboðsmanns Alþingis vegna skipunar Þorsteins Davíðs- sonar í embætti héraðsdómara. Árni byrjar á að taka fram að spurning- arnar séu með því yfirbragði að engu líkara sé en að umboðsmaður sé búinn að taka ákvörðun og að svör sín og andmælaréttur séu að engu höfð. Það er vandlifað að vera settur dómsmálaráðherra. Allir sem nálægt þessu máli koma eru vanhæfir. Nema Árni, auðvitað. Mótsagnir Í svari við þriðju spurningu kemur fram að umsögn dómnefndarinnar, sem lagði mat á hæfni umsækjenda, hafi verið gölluð; hún hafi verið ógagnsæ, framsetningu ábótavant auk þess sem innra ósamræmis hafi gætt við mat á starfsreynslu umsækjenda og lítið gert úr starfi Þorsteins Davíðs- sonar sem aðstoðarmanns ráðherra. Í fimmtu spurningu segir Árni hins vegar að óþarft hafi verið að sækjast eftir nýrri umsögn, þrátt fyrir að sú sem lá fyrir hafi að hans mati verið meingölluð og óskýr. Nú segir Árni að umsögn nefndarinnar hafi legið fyrir en mat sitt hafi einfaldlega verið annað. Var það eitthvað í þessum dúr þegar Árni talaði um „innra ósamræmi“? Opinber persóna Í sjötta svari bendir Árni á að dóm- nefndin hafi talið æskilegt að umsækj- andi treysti sér til að hafa samskipti við fjölmiðla. Hann segir það eiga við um Þorstein, þar sem starfi aðstoðar manns ráðherra fylgi samskipti við fjölmiðla og oft opinber athygli. Þessi staðhæfing kemur blaða mönnum spánskt fyrir sjónir, enda báru tilraunir til að ná sambandi við manninn sjaldan árangur. Þyrftu menn að ná í ráð- herra hafði aðstoðar- maðurinn sjaldnast milligöngu heldur var þeim sagt að senda tölvupóst. bergsteinn@frettabladid.is SPOTTIÐ Af loftslagskólnun UMRÆÐAN Loftslagsmál Harðæri er hafið, eignir að rýrna í verði, afraksturinn að minnka af erfiðinu. Vetrarhörkur í Ameríku, uppskeran rýrari og eldunarolían dýrari, greiðsluerfiðleikar og bankar á útsölu og hlutabréfin falla. Óbrigðull boðberi harðæris í aldanna rás sýnir nú enn einu sinni sitt ófrýna fés: Hækkandi verð á matvöru. Aðrar nauðsynjar og vöruteg- undir fylgja með; olían, hráefnin, gullið. Mönnum virðist alltaf koma þetta jafn mikið á óvart þó ekki sé í fyrsta sinn sem góðæri tekur enda. Í Kína hefur verið kaldasti vetur í heila öld og uppskeruútlitið slæmt. Búfjárfellir í tugþúsundavís og mannfellir í þúsundavís af kulda í Asíu. Kuldi á suðlægum breiddargráðum og í Vesturheimi. Hafið þið, lesendur góðir, heyrt að síðustu misserin hefur orðið hraðasta kólnun loftslags frá upphafi mælinga og meir en vegur upp alla hlýnun 20. aldar? Hafið þið heyrt að sú uggvænlega staða er komin upp að sólin er í lægð og gefur minni orku en áður? Og sem verra er, útlitið um að hlýni fljótt er ekki sérlega gott eftir helstu sólarmerkjum að dæma. Nei, það er ekki mikið verið að hampa þessum fréttum. Þær passa ekki inn í síbyljandi áróðurinn um hlýnun loftslags sem hefur verið ærandi í nærri tvo áratugi. Skjárinn færir okkur stöðugt voveiflegar fréttir: Stórflóð og stórviðri eru orðin tíðari (þeim fjölgar frekar þegar kólnar), þurrkar leggjast yfir stór landsvæði (sveiflur eins og áður). Golfstraumurinn er að beygja af leið (stærðargráðuskekkja). Norðurskautsísinn er að hverfa (sveiflur) og ísbirnir að deyja út (þeim fjölgar), Suðurskautsísinn er að brotna og bráðna (hann þykknar og þar kólnar). Síðustu ár voru þau hlýjustu síðan mælingar hófust (það var 1930-40). Hlýnunin er að útrýma dýrategundum og breiða út sjúkdóma (rangfærslur), mikil sjávarborðshækkun (engin breyting mælanleg). Það er ekki eingöngu við fjölmiðlana að sakast í þessu áróðursfári um hlýnun jarðar. Í fyrra sendi milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyting- ar frá sér skýrslu með enn einni hrak- spánni um yfirvofandi ofhitnun, rökstudda með lélegum vísindum og skoðunum erindreka sem ekki eru vísindamenn. Nýlega sendi önnur Samein- uðu þjóða-nefndin frá sér yfirlýsingu um að þrjátíu jöklar væru að bráðna en ekkert var sagt frá því að fleiri eru að vaxa. Fyrir stuttu veitti Nóbelsnefndin í Ósló milliríkjanefndinni friðarverðlaunin þrátt fyrir að hún hafi notað falsanir og rangfærslur til að reka áróður fyrir Kýótó-samningnum, líklega versta hneyksli í sögu Nóbelsnefndarinnar. Hvað getur áróðurinn um loftslagshlýnunina hald- ið lengi áfram? Er ekki best að hætta við Kýótó- samninginn nú þegar menn vita að hann mun ekki hafa mælanleg áhrif á loftslag en er skaðlegur lífsgæðum jarðarbúa? Nei, greinilega ekki, nú er málið komið í tísku, almenningur trúir áróðrinum, vísindin eru útrædd! (Við Íslendingar könnumst við vinnubrögðin úr Alþjóða hvalveiðiráðinu). Forkólfar Kýótó-samningsins eru að undirbúa framlengingu hans og ætlast til að Ísland taki þátt. En nú þegar raunveruleikinn er að koma betur í ljós hljóta menn að yfirgefa þetta hringleikahús falsáróðursins sem „loftslagssamningarnir“ eru, spurningin er hvort við höfum kjark til þess. Höfundur er verkfræðingur. FRIÐRIK DANÍELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.