Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 40
E ins og landsmenn hafa tekið eftir gengur Inga Lind ekki einsömul. Í lok maí er von á fimmta erfingjanum sem er beðið með mikilli eftirvænt- ingu. „Það eru sex ár síðan ég gerði þetta síðast og ég finn alveg muninn. Ég hélt að ég væri í rosa- lega góðu formi því ég er búin að vera svo mikið í ræktinni en þessi meðganga er búin að vera erfiðust af þeim öllum. Fyrstu fjóra mán- uðina var ég meira og minna frá vinnu því ég var með svo mikla ógleði,“ segir Inga Lind sem geng- ur með stelpu undir belti. Fyrir á hún þrjár stelpur og einn strák. „Ég var ekki svo heppin að fá að ganga með elstu stelpuna, en það er kannski líka ágætt því þá hefði ég þurft að gera það þegar ég var 16 ára,“ segir hún og hlær en mað- urinn hennar, Árni Hauksson, átti hana áður en þau kynntust. Þegar hún minnist á stjúpdóttur sína lifnar yfir henni. „Hún er svo frá- bær, fyrirmynd hinna barnanna minna og ofsalega góð vinkona mín,“ segir hún og viðurkenn- ir að hún æfi sig á henni að vera unglingamamma. „Mér finnst svo fyndið að vera með 16 ára ungling á heimilinu því mér finnst ég hafa verið 16 ára í fyrra.“ Hún játar að stundum finnist henni spaugilegt að hugsa til þess að vera með öll börnin á heimilinu þegar hún eigi sjálf eftir að ákveða hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður stór. Þegar unglingsárin berast í tal segir Inga Lind að hún hafi verið dæmigerður unglingur. „Ég var með gleraugu og spang ir. Ég fékk allt sem hægt var að fá, teygjur og beisli, sem gerði það að verk- um að ég var alltaf með sprungn- ar varir.“ Þótt hún segi frá þessu á kómískan hátt var þetta síst af öllu auðvelt því hún datt á andlit- ið þegar hún var tíu ára sem gerði það að verkum að önnur fram- tönnin gekk til baka upp í góm- inn, í gegnum neðri vörina, og til þess að laga tennurnar þurfti að draga þær niður með spöngum. „Ég skil ekkert í fólki sem segist ekki þola tannlækna því ég á þeim starf mitt að þakka, og raunar svo margt annað líka. Ég myndi ekki vinna í sjónvarpi ef það væru ekki til góðir tannlæknar á Íslandi. Þetta var margra ára vesen og er eiginlega enn þá. Þegar ég losn- aði við teinana varð ég kannski svolítið meiri gella,“ segir hún og rifjar það upp að aðalklæðn- aðurinn hafi verið Levi‘s-galla- buxur, hettupeysa og kaðla peysa yfir hana. Síðan hafi hún haft hárið í tagli og verið í strigaskóm meðan hún hjólaði um Garðabæ þveran og endilangan. „Á þessum tíma hafði ég engar áhyggjur af fötum eða snyrtidóti, það kom allt seinna,“ segir hún og viðurkenn- ir að henni finnist óskaplega leið- inlegt að velja sér föt til að klæð- ast í sjónvarpinu og hún hafi ekki lært að mála sig fyrr en hún byrj- aði á skjánum. „Ætli ég sæti ekki í hettupeysunni í settinu ef ég fengi ekki stundum hjálp,“ segir hún og brosir. Kunni ekki að skipta á Það er ekki algengt að konur um þrítugt eigi fjögur börn og gangi með fimmta barnið. Aðspurð hvort hana hafi vantað fimmta barnið inn á heimilið segir hún að fólk ráði þessu ekki. „Ef ég gæti svarað því af hverju maður eign- ast börn þá væri ég sennilega búin að leysa lífsgátuna. Maður ræður þessu ekki nema að vissu marki, en það var eins og það vantaði eitt barn í viðbót,“ segir hún en í þessum töluðu orðum eru iðnað- armenn að smíða fleiri skápa svo það muni ekki væsa um örverpið. Í dag er yngsta barnið á heimilinu sex ára. Hún segir að líklega hafi hún verið farin að hafa það aðeins of gott því þegar síðasta holl var lítið var hún með þrjú börn undir fimm ára. „Ég hafði aldrei skipt á ungbarni fyrr en ég eignaðist barn sjálf og það þurfti að kenna mér það uppi á spítala,“ segir hún og hlær. Þegar hún rifjar upp hvern- ig hafi verið að vera með þrjú börn undir fimm ára viðurkennir Inga Lind að það hafi verið erfitt. Þegar hún er spurð að því hvern- ig hún hafi komist í gegnum það tímabil segist hún varla muna það. „Ég veit það ekki, sumt er enn þá í móðu og ég man ekkert. Það var erfitt en á sama tíma skemmtilegt. Ætli það vaki ekki fyrir mér núna að vera með eitt krútt sem ég get einbeitt mér að því ég var á tíma- bili með tvö börn á bleiu og eitt að byrja í skóla. Það voru til dæmis átök að fara í búðina að kaupa í matinn. Ég fór alltaf í Fjarðar- kaup, og geri raunar enn, því þeir eru með extra stórar kerrur sem er hægt að koma þremur börn- um í. Eftir svona ferðir þurfti ég að hvíla mig því ég var alveg búin á því og reyndi því að gera þetta ekki oftar en einu sinni í viku,“ segir hún og brosir. Þriðja starfið er vanmetið Talið berst að húsmóðurstörfum. Það kemur í ljós að í raun er hún gamaldags húsmóðir í sér. Hún tekur til dæmis slátur, steikir kleinur og býr til flatkökur þegar sá gállinn er á henni. Vegna vinn- unnar er hún þó sjaldnast heima á kvöldin og þá sér eiginmaður- inn um að fæða ungana. „Ég hef reynt að virkja manninn minn í eldamennskunni og hef gefið honum alls kyns matreiðslubækur en það er reyndar eiginlega alltaf spaghettí bolognese þegar ég kem heim,“ segir hún og bætir því við að ef hjón ætli að vinna bæði úti verði þau að taka það með í reikn- inginn að einhver annar verði að vinna þriðja starfið sem er heimil- ið. „Hérna áður fyrr var það full- gilt starf að vera húsmóðir og konur gjarnan titlaðar sem slíkar í símaskránni. Enda er fullt starf að sjá um heimilið og hugsa um börn- in.“ Til þess að hún geti unnið úti fær hún hjálp við að þrífa og svo er hún með barnapíu í vinnu sem skutlar börnunum í aukatíma, sell- ótíma, fimleika og fótbolta. „Það verður að vera þannig því ann- ars gæti álagið orðið allt of mikið og reynt um of á hjónabandið.“ Finnst þér það ekkert dýru verði keypt að vinna úti? „Þetta er bara reikningsdæmi. Til dæmis held ég að ég myndi samt setja barn- ið mitt til dagmömmu eða leik- skóla þótt ég væri heimavinnandi. Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona í Íslandi í dag, mun brátt hverfa af skjánum til að taka þátt í mikilvægasta hlutverki lífs- ins, að fæða barn. Í viðtali við Mörtu Maríu Jónasdóttur segir hún frá því hvernig hún syndir áfram án þess að gera nein plön heldur grípur daginn þegar rétta tækifærið gefst. Nýtur sín best í annríkinu Besti tími dagsins: Klukkan hálfátta á morgnana þegar allir eru nývaknaðir að borða morgunmat og lesa blöðin. Líka hálfátta á kvöldin þegar útsendingu Ís- lands í dag er lokið og ég á leiðinni heim í faðm fjölskyldunnar. Morgunmaturinn: Cheerios eða hafragrautur að hætti húsbóndans. Diskurinn í spilaranum: Einhver með hörundsdökkri söngkonu en eiginmað- urinn hlustar eingöngu á slíka tónlist. Ég man aldrei hvað þær heita þessar gellur. Bíllinn minn er … alveg nógu stór fyrir sjö manna fjölskyldu. Líkamsræktin: Já, hún. Hún fer á fullt eftir fæðingu í vor og þá verður það ör- ugglega mömmuleikfimi hjá Lóló. Hvað kætir þig? Börnin mín og litlu gjafirnar sem þau færa mér á hverjum degi. Líka góður matur. Uppáhaldsmaturinn: Allt sem Áslaug vinkona mín eldar. Ef þú værir ekki sjónvarpskona, hvað þá? Blaðamaður. Eða bóndi. Inga Lind Karlsdóttir er komin í leyfi frá Íslandi í dag. Nú bíður hún spennt eftir að fimmta barnið komi í heiminn. M Y N D /V A LL I 8 • FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.