Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN Íraksstríðið Þegar fimm ár eru liðin frá innrás- inni í Írak er hægt að telja saman kostn- aðinn af stríði ann- ars vegar og ávinn- inginn af friði hins vegar. Þetta gerir nóbelsverðlaunahaf- inn Stiglitz í nýrri bók ásamt meðhöfundi sínum Bilmes. Töl- urnar eru langt handan við það sem venjulegur maður getur skilið. Þrjár milljónir milljóna dollara eru miklir peningar; hljóma eins og fregnir frá fjar- lægum sólkerfum. Þetta fjarlæga sólkerfi er samt plánetan Jörð og stríðið er bara háð í einum skika þeirrar sömu jarðar. Stríðið hefur nú verið háð í nær 1.900 daga. Tíu daga stríðsrekstur kostar jafn mikið og eins árs framlög Bandaríkjamanna til Afríku. Það hefði verið hægt að tvö- falda framlögin til Afríku í nær 200 ár fyrir hlut Bandaríkja- manna í stríðinu. Þá er ótalinn hlutur annarra ríkja, sem Stig- litz og Bilmes meta til jafn- virðis. Þar bera Bretar megin- þunga. Að mati hagfræðingsins væri hægt að veita 530 milljónum barna heilsugæslu í eitt ár fyrir einn þriðja af heildarkostnaði Bandaríkjanna eins og hann stendur í dag. Eru þó ótaldir vextir af lánum sem tekin hafa verið til að fjármagna þessa herför, en hún er öll tekin út á krít fyrir komandi kynslóðir. Þetta er munurinn á kostnaðin- um við stríð og ávinningnum af friði. Eins og hann er mældur í peningum. Gegn betri vitund Fyrir rúmu ári skrifaði Tony Blair, þáverandi forsætisráð- herra Breta, grein í tímaritið Foreign Affairs sem átti að rétt- læta stríðin í Afganistan og Írak. Tilefnið var fjögur ár frá upp- hafi stríðsins sem nú er fimm ára, löngu eftir að lýst var yfir sigri. Í greininni segir Blair stríðin snúast um baráttuna milli „okkar gilda“ og „þeirra gilda“. Þeir eru hryðjuverka- mennirnir sem vaða uppi í heim- inum. Í greiningu á röksemdafærslu Blairs sem ég birti á vef mínum – stefanjon.is – benti ég á ýmsa veikleika í rökum Blairs, en helstan þann að hann trúir í raun ekki á þá leið sem hann þó sjálf- ur kaus að fara í félagsskap við Bush. Hann hefur nefnilega rétt fyrir sér í meginatriðinu. Bar- áttan fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindum má ekki tapast. Og leiðin til þess er einmitt ekki sú sem hann fór, heldur hin sem hann bendir á: Að sýna í verki að „okkar leið“ sé betri en „þeirra“. Blair segir: „Ef við trúum á réttlæti, hvernig getum við liðið að 30.000 börn deyi dag- lega, þegar við vitum að hægt er að koma í veg fyrir það?“ Og með því að koma á friði í Palestínu væri hægt að sýna fram á í reynd að ólík trúar- brögð og ólíkir menn- ingarheimar geta búið í sátt. Það væri að mati Blairs sýni- kennsla í því að „okkar gildi“ duga best. Í Afríku þarf að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum og stríði með því að auka aðstoð, segir hann. Og alþjóðlegt samkomu- leg um verslun þarf að hjálpa Þriðja heiminum til bjargálna, með því til dæmis, að verndar- stefna Evrópu verði aflögð. Aðgerðir gegn loftslagsbreyt- ingum eru líka hluti af þeirri „hnattrænu íhlutun“ sem Tony Blair boðar og trúir á. Í þeim efnum dugar ekkert nema það „hnattræna bandalag“ sem hann kallar eftir. Réttilega varar hann við því að einangrunarhyggja verði ofan á í Vesturheimi. Þar eru hann og mannúðarsamtökin bresku Oxfam sammála. Í einni skýrslu Oxfam er ein- mitt rakið hvernig aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak kunni að leiða af sér pólitískt bakslag. Aðgerðarleysi á öllum þeim sviðum sem Blair vill taka á af „stórhug“ verði í raun niður- staðan af stríðinu. Það væri þá tap af þeim toga sem heims- byggðin þyldi illa og gerði kostn- aðinn af stríðinu enn meiri en hagfræðingar geta mælt. Hinn sanni kostnaður „Hinn sanni kostnaður stríðs- ins“, eins og Stiglitz og Bilmes kalla bókina, felur í sér eftirfar- andi fróðleik: 16 milljarðar dollara: mánað- ar stríðsrekstur í Írak. 138 dalir: Mánaðarlegur kostnaður á hvert heimili í Bandaríkjunum. 25 milljarðar dollara: kostnað- ur Bandaríkjanna á ári vegna hækkunar á olíuverði, sem rekja má til stríðsins. 5 milljarðar: 10 daga stríð. Milljón milljónir: Vextir sem greiðast af stríðslánum næstu 10 ár. 3%: Meðaltekjutap í 13 Afríku- löndum vegna hærra olíuverðs sem rekja má til stríðsins, þetta tekjufall eitt nægir til að þurrka upp þróunaraðstoð í álfunni á einu ári. En þetta er bara reiknilíkan. Mannlegar hörmungar eru ekki taldar með. Og því til viðbótar kemur svo áfallið fyrir „okkar gildi“. Hvað segir stríðið og kostnað- urinn af því um gildismat „okkar“ sem trúum á friðsam- legar lausnir, mannréttindi og lýðræði? Allt hefur þetta verið fótum troðið af „okkur“ sjálfum í fimm ár og talning stendur yfir enn. Höfundur starfar fyrir Þróunar- samvinnustofnun í Namibíu. 30 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Umhverfismál Það er stríð í land-inu; stríð um með- ferð og nýtingu nátt- úru landsins. Fagra Ísland var yfirskrift umhverfis- og auð- lindastefnu Samfylk- ingar í síðustu kosn- ingum. Hvar er það nú – allt gleymt og grafið? Það er arfavont, álíka vont og að vita hina 93 ára gömlu valkyrju, Jóhönnu, vinkonu mína í Haga, búa við það óöryggi og ótta sem ríkir á bökk- um Þjórsár. Landsvirkjun er nú með áætlanir um að koma fyrir himinháum uppistöðulónum með viðeigandi tækjum og tólum niðri í sveitinni til að mjólka meira fé úr Þjórsánni. Reynt er að réttlæta gjörðina með því að allt sé það í þágu góðra málefna eins og netþjónabús á Suðurnesjum. Yfirvarp þetta breytir auðvitað engu um hug fólks til þess að aðliggjandi sveit- um verði rústað, það undirstrikar einungis loddaraskap ráðamanna Landsvirkjunar, sem ætla sér að færa allt „virkjanagumsið” niður í byggð, án tilskilinna leyfa. Þeir fara með landið eins og þeir eigi það. Sumir kikna undan stöðugum þrýstingi, ögrunum, ósannindum og viðvarandi ógnunum af hálfu útsendara Landsvirkjunar, en hjá Landsvirkjun virðist fara fyrir sjálfskipaður hópur eins konar lénsherra sem höndlar með ár og vötn sem sína einkaeign í stöðugri leit að meira gulli. Það er voðaleg tilhugsun að Landsvirkjun víli ekki fyrir sér að færa óskapnaðinn sem fylgir virkjunum niður á tún og engi sveita í byggð. Uppistöðulónin eiga að verða himinhá steypuker (á hæð við Hallgrímskirkjuturn) sem rísa munu við túnfætur helstu býla. Svo er ósvífnin mikil að því er haldið fram í ritum Landsvirkj- unar að lónin verði að mestu í ánni og því litlu af landi fórnað. Senni- legt. Til að bíta höfuðið af skömm- inni er því svo haldið fram að unnt verði að ríða með fjóra til reiðar meðfram óskapnaðinum! Er þetta ekki hámark ribbaldaháttar lands- manna frá upphafi Íslands- byggðar? Ætli þetta geti ekki orðið upphafið að endalokum sveita- búskapar í landinu? Ég veit að fólkið í sveitunum við Þjórsá er uggandi þótt baráttuþrekið sé óbugað. Gleymum því ekki að gjörningur af þessu tagi væri for- dæmisgefandi og óafturkræfur og þá ekki síst ófyrirgefanlegur. Viljum við fá virkjanadraslið allt niður í byggð um allt land? Óskandi væri að nú stæðum við landsmenn saman og segðum einum rómi: Nú er nóg komið, hingað og ekki lengra! Það ríkir í raun ófriðarástand í landinu, eilítið annars eðlis en í Afganistan en ófriður samt. Ætla þau sem hafa þessi mál á hendi að láta þetta yfir sig og okkur ganga og lufsast áfram í pilsfaldi frekju- frelsis og yfirgangs Landsvirkj- unar eða ætla þau að rísa upp og segja stopp? Skýr svör óskast sem fyrst. Höfundur er kennari. Hvar er nú „Fagra Ísland“? ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR Stríð og friður STEFÁN JÓN HAFSTEIN UMRÆÐAN Háskólasamfélagið Stúdentar á Íslandi eru stór og margleitur samfélagshópur. Í Háskóla Íslands einum saman eru yfir 10.000 nemendur, sem þýðir að ef við, sem stundum þar nám, myndum taka okkur saman og flytja á einn stað væri þar komið eitt af stærri bæjar- félögum landsins. Í þessu bæjar- félagi væri að sjálfsögðu íþrótta- félag eins og í öllum almennilegum bæjum, segjum að það heiti UMF Stúdent og öll börn í bænum klæðist rauðum og gulum litum félagsins þegar þau eru úti í fót- bolta og fallinni spýtu. Eins og tíðkast er mikil hverfisremba í gangi í bænum og íbúarnir afskaplega montnir af því að vera Háskóla-ingar og mæta á flesta íþróttaviðburði, þorrablót og taka þátt í að kjósa sér bæjarstjóra – því það er jú gott að búa í Háskóla- bæ! En Háskóli Íslands er ekki bæjar félag. Og væri hann bæjar- félag væru sennilega fáir veif- andi rauðum og gulum fánum UMF Stúdents sé miðað við núverandi anda meðal stúdenta. Það ríkir því miður ekki mikil samkennd meðal okkar stúdenta. Við mætum í fyrirlestra og sitj- um svo hvert í okkar horni með skilrúm á milli okkar, niðursokk- in í bækur eða vafrandi á vefn- um. Þess vegna þarf að minna á að við sem stundum nám við Háskóla Íslands erum stór hópur sem á margt sameiginlegt. Ég á bágt með að ímynda mér að margir stúdentar séu ánægð- ir með kjör sín, að þeir séu ánægðir með að þurfa að sætta sig við að fá útborguð laun tvisvar á ári – sem eru ekki einu sinni laun heldur lán. Eða að þeir stúdentar sem þurfa að mæta í tíma um helgar séu sáttir við það – svo fátt eitt sé nefnt. Flestir bera hins vegar harm sinn í hljóði og líta svo á að svona sé stúdenta- lífið á Íslandi, við því sé fátt hægt að gera. Það er hins vegar ekki rétt. Saman geta stúdentar myndað öflugt þrýstiafl með háværa rödd úti í samfélaginu sem krefst þess að hlutur þeirra sé réttur, innan veggja Háskólans sem og utan þeirra. Hlutverk Stúdentaráðs Háskóla Íslands er einmitt að virkja þessa rödd og vera hinn sýnilegi talsmaður stúdenta- hreyfingarinnar. Innan Stúdentaráðs og nefnda þess vinna tugir einstaklinga að því dags daglega að bæta hag nemenda á alla mögulega vegu, allt frá því að berjast fyrir hærri námslánum til þess að fá fleiri lampa í tilteknar byggingar. En Stúdentaráð er máttlaust hafi það ekki sterkt bakland og umboð stúdenta til að vinna í sína þágu. Töluverður hluti stúd- enta veit vart af til- vist Stúdentaráðs eða telur það vera gagns- laust þar sem stúdent- ar vita ekki af því starfi sem þar fer fram. Þessu viljum við sem sitjum í Stúd- entaráði breyta. Það skiptir ekki máli hvort fólk er í grunnnámi eða doktors- námi, hvort það er mikið uppi í skóla eða ekki neitt – allir hafa tiltekin réttindi sem Stúdentaráð á að upplýsa þá um. Ef stúdent grunar að verið sé að brjóta á þeim réttindum eða hefur ein- hverjar spurningar er það svo hlutverk skrifstofu Stúdentaráðs að aðstoða hann og á sama hátt er það skylda stúdentsins að styðja við bakið á Stúdentaráði. Bitur sannleikurinn er því miður sá að þrátt fyrir að gott sé að búa í Háskólabæ er það einnig sá bær þar sem fátækt er langvar- andi vandamál og íbúar eiga við alvarlegt vinnualkavandamál að stríða – og því verður ekki breytt nema allir séu virkir samfélags- þegnar og leggi hönd á plóg. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er formaður alþjóðanefndar SHÍ. Áfram UMF Stúdent? BERGÞÓRA SNÆBJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.