Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 82
50 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR HVER MÁ EKKI KLIKKA? Keflavík-Þór Akureyri Ágúst: Bobby Walker, Keflavík Bragi: Bobby Walker, Keflavík Brynjar Karl: Ritaraborðið KR-ÍR Ágúst: Joshua Helm, KR Bragi: Avi Fogel, KR Brynjar Karl: Hreggviður Magnúss., ÍR Grindavík-Skallagrímur Ágúst: Páll Axel Vilbergsson, Grindavík Bragi: Páll Axel Vilbergsson, Grindavík Brynjar Karl: Páll Axel, Grindavík Njarðvík-Snæfell Ágúst: Justin Shouse, Snæfelli Bragi: Brenton Birmingham, Njarðvík Brynjar Karl: Damon Bailey, Njarðvík Hver sá leikmaður er sem er mikil- vægastur fyrir sitt lið í einvíginu. HVER SLÆR Í GEGN? Keflavík-Þór Akureyri Ágúst: Magnús Þór Gunnars., Keflavík Bragi: Óðinn Ásgeirsson, Þór Brynjar Karl: Cedric Isom, Þór KR-ÍR Ágúst: Darri Hilmarsson, KR Bragi: Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR Brynjar Karl: Fannar Ólafsson, KR Grindavík-Skallagrímur Ágúst: Þorleifur Ólafsson, Grindavík Bragi: Páll Axel Vilbergsson, Grindavík Brynjar Karl: Páll Axel, Grindavík Njarðvík-Snæfell Ágúst: Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Bragi: Hlynur Bæringsson, Snæfelli Brynjar: Brenton Birmingham, Njarðv. KÖRFUBOLTI Það er mikil spenna í loftinu fyrir úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla sem hefst í kvöld með leikjum Keflavíkur og Þórs í Toyota-höllinni í Keflavík og leiks Grindavíkur og Skalla- gríms í Röstinni í Grindavík. Efstu liðin hafa verið að hiksta á lokasprettinum á sama tíma og mörg heitustu liðin að undanförnu eru ekki með heimavallarrétt í fyrstu umferð og það gæti þýtt jöfn og spennandi einvígi fram undan. Robert Reed hefur breytt miklu Deildarmeistarar Keflavíkur unnu alla leiki sína fyrir áramót en hafa tapað fjórum leikjum á þessu ári. Í mörgum þessara tapleikja hefur liðið verið að opinbera sína veik- leika sem enginn virtist finna fyrir áramót. Keflvíkingar mæta Þórsurum en liðið vann báða inn- byrðisleiki lið- anna nokkuð sannfærandi, með 14 stigum í Keflavík og með 16 stigum fyrir norðan. Þeir eiga hins vegar enn eftir að mæta Þórslið- inu með Robert Reed innanborðs en Þór er með 71 prósenta sigurhlutfall meðan liðið var aðeins með 33 pró- senta sigurhlutfall fyrir komu hans. Alveg eins og í fyrra KR og ÍR háðu magnað ein- vígi í átta liða úrslitunum í fyrra þar sem ÍR unnu fyrsta leikinn í DHL-Höll- inni en KR-ingar komu til baka og unnu tvo leiki í röð. Liðin eru í sama sæti og með sama sigurhlut- fall og í fyrra og líkt og þá hafa ÍR-ingar verið að móta liðið sitt fram eftir vetri og virðast eins og í fyrra vera að koma upp á rétt- um tíma. ÍR hefur tapað fjóra af fimm leikjum sínum á þessu ári með fjórum stigum eða minna og unnið hina sex. Það er skemmst að minnast þess að ÍR vann KR með 4 stigum í Seljaskóla í síðasta mán- uði en tapaði aftur á móti fyrri leiknum með 31 stigi í í nóvember. Mesta breyting á milli leikjanna var örugglega innkoma Nate Brown sem var ekki með í fyrri leiknum en var með 21 stig, 10 stoðsendingar, 9 fráköst og 7 stolna bolta í sigrinum í Seljaskóla. Verra að vera með heima- vallarrétt Grindvíkingar og Skallagrímsmenn mætast nú þriðja árið í röð í átta liða úrslit- um og í bæði skiptin hefur heimavallar- rétturinn ekki dugað. Grindavík var með heimavallarréttinn 2006 en Skallagrímur vann þá 2-0 og í fyrra var Skalla- grímur með heimavallar- réttinn en Grindavík vann 2-1. Það er ein tölfræði sem Borgnesingar vilja örugg- lega breyta sem fyrst en hún er sú að þeir eru búnir að tapa þremur heimaleikjum í röð í úrslitakeppninni í Fjósinu. Þekkja hvort annað vel Njarðvík og Snæfell ættu að vera farin að þekkja hvort annað vel eftir að hafa mæst í deild, bikar og fyrirtækjabikar í vetur en það hefur breytt miklu að Frið- rik Stefánsson verður ekki með. Það munar mikið um Friðrik eins og sást þegar Snæfellingar unnu Njarðvíkinga í undanúrslit- um Powerade-bikarsins í haust. Njarðvík hefur farið áfram í undan- úrslit átta sinnum á síðustu níu árum en í öll skiptin með Friðrik Stefánsson í miðri vörninni sinni. Snæfellingar hafa farið illa með Njarðvíkinga á þessu ári því þeir slógu þá út með sannfærandi hætti úr bikarnum í Ljónagryfjunni og unnu síðan nokkuð öruggan sigur í Hólminum í deildinni í upphafi ársins. Bæði lið hafa verið að spila vel. Njarðvíkurliðið hefur unnið fimm leiki í röð og Snæfellingar voru búnir að vinna 9 leiki í röð í deild og bikar þegar þeir töpuðu í síð- asta leik gegn Þór. Fréttablaðið fékk þá Ágúst Björgvinsson, þjálfara Hamars, Braga Magnússon, þjálfara Stjörn- unnar, og Brynjar Karl Sigurðs- son, þjálfara FSu, til að spá fyrir um einvígin í átta liða úrslitunum. Brynjar Karl býst við óvæntum úrslitum hjá efstu liðunum og spá hans er þvert á við hinar spárnar í þremur af fjórum einvígum. ooj@frettabladid.is Fjögur spennandi einvígi framundan Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld. Góður árangur liðanna í 5. til 8. sæti að undan- förnu bendir til að allt geti gerst í fyrstu umferð en flestir spá Keflavík, KR, Grindavík og Snæfelli áfram. SÁ STÓRI Fannar Ólafsson, fékk að lyfta Íslandsbikarnum síðasta vor en KR-ingar fá harða keppni um titilinn í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR HVERNIG FARA EINVÍGIN? Keflavík-Þór Akureyri Ágúst: 2-0 fyrir Keflavík Bragi: 2-0 fyrir Keflavík Brynjar Karl: 0-2 fyrir Þór Ak. KR-ÍR Ágúst: 2-0 fyrir KR Bragi: 2-1 fyrir KR Brynjar Karl: 0-2 fyrir ÍR Grindavík-Skallagrímur Ágúst: 2-0 fyrir Grindavík Bragi: 2-0 fyrir Grindavík Brynjar Karl: 2-0 fyrir Grindavík Njarðvík-Snæfell Ágúst: 1-2 fyrir Snæfell Bragi: 1-2 fyrir Snæfell Brynjar Karl: 2-1 fyrir Njarðvík KÖRFUBOLTI Fjórir af átta þjálfur- um í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hafa gert lið að Íslandsmeisturum. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur, er á eftir sínum fimmta Íslandsmeistaratitli, Frið- rik Ragnarsson hefur tvisvar gert lið að Íslandsmeisturum og þeir Benedikt Guðmundsson hafa þjálfað Íslandsmeistaralið einu sinni hvor. Geof Kotila, þjálfari Snæfells, hefur líka gert lið að meisturum en undir hans stjórn urðu bæði Horsens IC og Bakken Bears danskir meistarar. Þeir Ken Webb, þjálfari Skalla- gríms, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs Akureyri, eru að fara með lið í úrslitakeppni í fyrsta sinn en Webb hefur þó reynslu af úrslitakeppni erlendis. Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, hefur farið tvisvar með lið í úrslitakeppni en tapað í átta liða úrslitum í bæði skiptin. Jón Arnar hefur síðan eins og allir nema Hrafn, Webb og Teitur gert lið að bikarmeisturum. - óój Þjálfarar liðanna í átta liða úrslitunum: Fjórir hafa gert lið að meisturum G C I G R O U P A LM A N N AT E N G S L *Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.citroen.is Fullkomnari fullkomnun Sjáðu Citroën Berlingo í dag Dæmi um staðalbúnað í Citroën: · Meiri burðargeta: 800 kg · Hliðarhurðir beggja vegna með lokunarvörn · 180 gráðu opnun á afturhurðum · Topplúga fyrir lengri hluti · Hiti í sætum · Rafdrifnar rúður · Geislaspilari með útvarpi og fjarstýringu við stýri · Fjarstýrð samlæsing · Fellanlegt framsæti farþega með borði og geymsluhólfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.