Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 34
Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR fréttir „Ólafur Darri mun fara með hlut- verk Bödda í bíómyndinni Rok- land,“ segir Marteinn Þórsson leikstjóri. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar og Böddi er aðalpers- óna bókarinnar. „Við höfum verið með áheyrnarprufur síðan í ágúst í fyrra og þetta var mjög erfið ákvörðun. Við vorum þó að lokum sannfærðir um að Ólafur Darri væri rétti maðurinn í hlutverkið á þeim forsendum að hann léttist um þrjátíu kíló,“ segir Marteinn en Ólafur vinnur nú hörðum hönd- um að því að létta sig. Ólafur Darri þykir einn fremsti leikari þjóðar- innar. Hann hefur verið áberandi í íslenskri kvikmyndagerð og leik- húsi um langt árabil og því verð- ur spennandi að sjá hann takast á við hlutverk Bödda á hvíta tjald- inu. Böddi er fyrrverandi kenn- ari við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra, hann býr í kjall- araíbúð í húsi aldraðrar móður sinnar, skrifar meinyrta pistla og fer á skrautleg fyllirí svo fátt eitt sé nefnt. „Við stefnum að því að hefja tökur í sumar,“ segir Mart- einn um kvikmyndina sem Pega- sus framleiðir. „Tökurnar verða í tveimur hlutum, þar sem við þurf- um að hafa bæði sumar- og vetrar- tökur,“ bætir hann við. Það blasir því við að Ólafur Darri hefur ekki langan tíma til þess að grenna sig. „Elma Lísa Gunnarsdótt- ir fer með hlutverk Döggu, barnsmóður Bödda, og Stef- án Hallur Stefánsson leikur hinn kvensama Viðar, bróð- ur Bödda.“ Skipan í önnur hlutverk er ekki alveg komin á hreint eins og er. Rokland er önnur mynd Marteins sem hann leikstýrir í fullri lengd en fyrsta mynd hans, One Point O, hlaut mikið lof gagnrýnenda og tilnefningar og verðlaun á kvik- myndahátíðum úti um allan heim. bergthora@365.is Ólafur Darri fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Rokland Léttir sig um 30 kíló „Í kvöld er ég að frumsýna verkið Stjörnustríð með leikfélagi Mennta- skólans við Sund í Austurbæ en ég leikstýri verkinu. Á laugardags- kvöldinu sýni ég síðan í Jesus Christ Superstar. Það má því segja að helgin fari að mestu í vinnu en þannig er að vera leikari. Ég er ný- kominn frá Berlín úr fríi þannig að ég get ekki kvartað.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Orri Huginn Ágústsson, leikari og leikstjóri E in ástsælasta sjónvarpskona lands- ins, Vala Matt, er mætt aftur á skjá- inn eftir hlé. Það má segja að hún sé aftur komin heim því frægðarsól henn- ar byrjaði að rísa þegar hún stjórnaði þætt- inum 19:19 sem er forveri þáttarins Ísland í dag. „Ég verð með innslög í þættinum sem verða mjög fjölbreytt. Miðpunkturinn verður matur og þá mun ég fjalla um allt mögulegt sem tengist honum,“ sagði Vala sem var í óða önn að klippa fyrsta innslagið þegar Föstu- dagur náði tali af henni. Í innslögunum mun hún heimsækja fólk og forvitnast um uppá- haldsrétti þess, fara á veitingastaði og skoða frumlega og spennandi hluti. Þegar Vala er spurð að því hvort matar áhuginn sé orð- inn meiri en áhugi á húsgögnum og hönnun segir hún svo eiginlega vera. „Þegar maður er búinn að fjalla um húsgögn og heimili í sjö ár samfleytt kemur þörf fyrir að breyta til og skoða aðra hluti. Matur hefur alltaf verið ein af mínum ástríðum. Þegar ég fer til út- landa finnst mér skipta mestu máli að finna góða veitingastaði.“ Matar- og veitingastaða- áhuginn er þó ekki nýr af nálinni því þegar Vala útskrifaðist úr arkitektanáminu í Kaup- mannahöfn var hennar fyrsta verkefni að hanna Hressingarskálann en það verkefni notaði hún sem lokaverkefni í skólanum og fékk góða einkunn fyrir. „Prófessornum mínum fannst góð hugmynd að nota Hress- ingarskálann í lokaverkefnið og í framhald- inu af því fór ég að stúdera veitingastaði og kaffihús ofan í kjölinn. Ég var svo heppin að þáverandi kærastinn minn, Ellert B. Schram, bauð mér til Parísar til þess að stúdera veit- inga- og kaffihús í heila viku. Upp frá þessu verkefni hefur matur og allt sem honum við kemur alltaf verið stórt áhugamál hjá mér. Ég hlakka til að vinna þetta efni fyrir Ísland í dag því þar er stór hópur af besta sjónvarps- fólki landsins,“ segir Vala full tilhlökkunar. martamaria@365.is VALA MATT MÆTIR AFTUR Á SKJÁINN Komin í Ísland í dag Vala Matt sjónvarpskona er alsæl með nýja samstarfsfólkið sitt. MYND/STEFÁN V ið flytjum af landi brott í haust, spurningin er bara hvert. Staðsetningin er ekki alveg komin á hreint en Jó- hanna, konan mín, útskrifast úr viðskiptafræði í vor frá Háskól- anum í Reykjavík og hyggur á framhaldsnám erlendis,“ upplýs- ir Guðjón Bergmann, fyrirles- ari, rithöfundur, þáttastjórnandi og jógakennari með meiru. Guð- jón hefur haft í mörgu að snúast síðan þau hjónin lokuðu Jógamið- stöðinni í Ármúla árið 2006. Hann hefur haldið námskeið og fyrir- lestra við miklar vinsældir undir titlinum „Þú ert það sem þú hugs- ar“, skrifað bækur og greinar og byrjaði í vetur með viðtalsþátt á sjónvarpstöðinni INN. „Við tókum ákvörðun um það að loka Jóga- miðstöðinni á sínum tíma til þess að geta flutt út þegar konan mín hefði lokið náminu. Ég ákvað þá að prófa hvort ég gæti lifað af því að halda námskeið og fyrirlestra. Það hefur gengið vonum framar.“ Guðjón á eftir að halda einhver námskeið áður en fjölskyldan yf- irgefur landið í haust og því ætti enginn að örvænta. Búferlaflutn- ingarnir eru þó ekki það eina sem er í spilunum hjá hjónakornun- um því lítill erfingi er á leiðinni í heiminn. „Jóhanna væntir sín í lok júní. Planið er að ég verði heima með barnið á meðan Jóhanna verð- ur í skólanum. Þannig fæ ég tæki- færi til að sjá um að hún hafi næði til að sinna náminu,“ svarar Guð- jón spurður hvað hann ætli sér að gera þar ytra en fyrir eiga þau saman soninn Daníel Loga á sjötta aldursári. „Ef það væri ég sem gengi með barnið þá væri eng- inn að velta því fyrir sér hvað ég ætlaði að hafa fyrir stafni,“ segir Guðjón að lokum og hlakkar mikið til að takast á við það sem fram undan er. bergthora@frettabladid.is Búferlaflutningar og barn á leiðinni Guðjón Bergmann Elma Lísa Gunnars- dóttir leikur barns- móður Bödda. Stefán Hallur fer með hlutverk hins kvensama bróður Bödda. Marteinn Þórsson, leikstjóri Roklands. Ólafur Darri á mikið átak fyrir höndum. Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadótt- ir varð léttari í síð- ustu viku þegar henni og eiginmanni hennar, Matthí- asi Kristjáns- syni, fædd- ist stúlkubarn. Snæfríður hefur síðustu ár farið allra sinna ferða á vespu og ekki tekið í mál að fjár- festa í bif- reið. Nú verð- ur forvitnilegt að vita hvort hún sé búin að láta útbúa kerru aftan í vespuna eða hvort hún þurfi kannski að skipta vespunni út fyrir fjölskyldubíl. Og meira af barneignum. Berg- ur Ebbi Benediksson, lögmaður og Sprengjuhallarmaður, á von á barni með unnustu sinni, Rán Ingvars- dóttur, lögmanni Barnaheilla. Þess má geta að Rán er tvíburasyst- ir Rúnar Ingvarsdóttur, fréttamanns á RÚV. Mun vera mikill spenningur á heimilinu fyrir fjölguninni og segja þeir sem til þekkja að barnið verði klárlega mikill stuðbolti ef barnið verður eitthvað líkt foreldrunum. 2 • FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.