Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. mars 2008 11 VIKA 8 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Á fimmtudaginn var ég að vinna fram til klukkan fjögur en fór svo með samstarfs- fólki mínu út að borða. Við fórum á Rúbín. Það var frábært og við skemmtum okkur vel. Við fögnum fæðingu spámannsins um þetta leyti. Venjulega hittist þá fjölskyldan og borðar saman en fjölskylda mín er í Marokkó og konan mín er erlendis. Í fyrra var ég með fjölskyldu konunnar minnar. Við fengum páskaegg og þess háttar svo ég hef upplifað þessa íslensku páska.“ Rachid Benguella: PÁSKAR MEÐ SAMSTARFSFÓLKI „Íslenskir páskar virðast að mestu snúast um súkkulaði. Öll páskaeggin eru eins. Þau eru gerð úr undarlegu sætu og vaxkenndu íslensku súkku- laði og full af skrítnu sælgæti. Það besta við þau er málshættirnir. Eini munurinn á eggjunum, fyrir utan skreytingarnar, er að þau má fá í mismunandi stærðum. Ég get mér þess til að það hafi eitthvað að gera með félagsstöðu þess sem á eggið. Það er, því stærra egg, því meira elska foreldrar börn sín. Eða því stærra egg, því meira ertu metinn í vinnunni.“ Charlotte Ólöf Ferrier: MÁLSHÁTTURINN ER ÞAÐ BESTA • Öflug 170 hestafla dísilvél • Ný og glæsileg innrétting • Hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • 16" álfelgur • Vindskeið og þokuljós • Hraðastillir • Þakbogar • 3.500 kg dráttargeta ÚT UM ALLAR TRISSUR „Kia Sorento er jeppi sem fær mann til að vilja fara út um allar trissur. Einstaklega þægilegur bíll í akstri, kraftmikill og skemmtilegur. Og ekki spillir verðið“. KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi + Garmin GPS 250 W EURO með Ísla ndskorti + Dráttarbeisli + Vetrardekk GLÆSILEGUR AUKAPAKKI FYLGIR: Ó ! · 11 35 8 BANDARÍKIN, AP John McCain, verð- andi forsetaframbjóðandi rep- úblikana, hefur dregið skýr skil milli utanríkisstefnu sinnar og þeirrar sem ríkisstjórn George W. Bush hefur fylgt. Í ræðu á fjáröflunarfundi í Los Angeles í gær sagði McCain að Bandaríkjamenn yrðu að hætta að hundsa bandamenn sína, og leitast við að vera „góður og áreiðanlegur vinur“. Með þessu var McCain að bregðast við því sem fram hefur komið í viðhorfskönnunum um að hann sé talinn munu halda áfram að framfylgja óvinsælli stefnu flokksbróður síns Bush. „Hinn mikli máttur okkar þýðir ekki að við getum gert hvað sem okkur sýnist hvenær sem okkur sýnist, og við ættum heldur ekki að gera ráð fyrir því að við búum yfir allri þeirri þekkingu og inn- sæi sem þarf til að ná árangri,“ sagði McCain, sem er nýkominn úr ferð til Mið-Austurlanda og Evrópu. „Við verðum að hlusta á viðhorf og virða sameiginlegan vilja lýðræðislegra bandamanna okkar,“ sagði hann. McCain telur þó ábyrgðarlaust að kalla bandaríska herliðið fljótt heim frá Írak eins og mótherjar hans í Demókrataflokknum, Hill- ary Clinton og Barack Obama, hafa boðað að gera skuli. - aa JOHN MCCAIN Vill skapa fjarlægð á óvinsæla stefnu flokksbróður síns Bush. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Repúblikaninn McCain heitir breyttri utanríkisstefnu komist hann í Hvíta húsið: Vill að hlustað sé á bandamenn „Nú er það bara gamli góði hversdagsleik- inn eftir gott páskafrí með kærustunni,“ segir Filipe. „Hún var hérna yfir páskana og við fórum til Reykja- víkur og höfðum það gott. Henni þótti allt saman afar frábrugðið því sem hún á að venjast en hafði gaman af öllu. Við fórum til dæmis í sund og hafði hún aldrei farið í sundlaug undir berum himni. En nú er hún farin, einnig góð- viðrið sem var yfir páskana, Aldrei fór ég suður og svo skíðavikan afstaðin svo allt er komið í sinn gamla farveg. Mér er svo sem alveg sama þó að kuldaboli sé aftur farinn að bíta, ég er hvort sem er að fara til Portúgals í sumar.“ Filipe Figueiredo: ALLT VIÐ ÞAÐ SAMA Ofbeldisverkin sem framin voru í Breiðholti þegar ráðist var inn í heimahús og látið til skarar skríða með vopnum eru Alg- irdas ofarlega í huga. „Það verður að stöðva svona vitleysu með öllum tiltækum ráðum. Vissulega verður þetta til þess að sverta ímynd Pólverja hér á landi en það er líka mikilvægt fyrir fólk að hafa það í huga að það er fámennur hópur sem gerir svona og engin ástæða til að dæma alla landa þeirra.“ En sjálfur hefur hann í nógu að snúast. Eftir gott páskafrí er hann kominn á fullt aftur í vinnu og tölvunámið. Svo leikur hann fótbolta tvisvar í viku. Algirdas Slapikas: STOPPA VITLEYSUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.