Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 11

Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 11
FÖSTUDAGUR 28. mars 2008 11 VIKA 8 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Á fimmtudaginn var ég að vinna fram til klukkan fjögur en fór svo með samstarfs- fólki mínu út að borða. Við fórum á Rúbín. Það var frábært og við skemmtum okkur vel. Við fögnum fæðingu spámannsins um þetta leyti. Venjulega hittist þá fjölskyldan og borðar saman en fjölskylda mín er í Marokkó og konan mín er erlendis. Í fyrra var ég með fjölskyldu konunnar minnar. Við fengum páskaegg og þess háttar svo ég hef upplifað þessa íslensku páska.“ Rachid Benguella: PÁSKAR MEÐ SAMSTARFSFÓLKI „Íslenskir páskar virðast að mestu snúast um súkkulaði. Öll páskaeggin eru eins. Þau eru gerð úr undarlegu sætu og vaxkenndu íslensku súkku- laði og full af skrítnu sælgæti. Það besta við þau er málshættirnir. Eini munurinn á eggjunum, fyrir utan skreytingarnar, er að þau má fá í mismunandi stærðum. Ég get mér þess til að það hafi eitthvað að gera með félagsstöðu þess sem á eggið. Það er, því stærra egg, því meira elska foreldrar börn sín. Eða því stærra egg, því meira ertu metinn í vinnunni.“ Charlotte Ólöf Ferrier: MÁLSHÁTTURINN ER ÞAÐ BESTA • Öflug 170 hestafla dísilvél • Ný og glæsileg innrétting • Hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • 16" álfelgur • Vindskeið og þokuljós • Hraðastillir • Þakbogar • 3.500 kg dráttargeta ÚT UM ALLAR TRISSUR „Kia Sorento er jeppi sem fær mann til að vilja fara út um allar trissur. Einstaklega þægilegur bíll í akstri, kraftmikill og skemmtilegur. Og ekki spillir verðið“. KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi + Garmin GPS 250 W EURO með Ísla ndskorti + Dráttarbeisli + Vetrardekk GLÆSILEGUR AUKAPAKKI FYLGIR: Ó ! · 11 35 8 BANDARÍKIN, AP John McCain, verð- andi forsetaframbjóðandi rep- úblikana, hefur dregið skýr skil milli utanríkisstefnu sinnar og þeirrar sem ríkisstjórn George W. Bush hefur fylgt. Í ræðu á fjáröflunarfundi í Los Angeles í gær sagði McCain að Bandaríkjamenn yrðu að hætta að hundsa bandamenn sína, og leitast við að vera „góður og áreiðanlegur vinur“. Með þessu var McCain að bregðast við því sem fram hefur komið í viðhorfskönnunum um að hann sé talinn munu halda áfram að framfylgja óvinsælli stefnu flokksbróður síns Bush. „Hinn mikli máttur okkar þýðir ekki að við getum gert hvað sem okkur sýnist hvenær sem okkur sýnist, og við ættum heldur ekki að gera ráð fyrir því að við búum yfir allri þeirri þekkingu og inn- sæi sem þarf til að ná árangri,“ sagði McCain, sem er nýkominn úr ferð til Mið-Austurlanda og Evrópu. „Við verðum að hlusta á viðhorf og virða sameiginlegan vilja lýðræðislegra bandamanna okkar,“ sagði hann. McCain telur þó ábyrgðarlaust að kalla bandaríska herliðið fljótt heim frá Írak eins og mótherjar hans í Demókrataflokknum, Hill- ary Clinton og Barack Obama, hafa boðað að gera skuli. - aa JOHN MCCAIN Vill skapa fjarlægð á óvinsæla stefnu flokksbróður síns Bush. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Repúblikaninn McCain heitir breyttri utanríkisstefnu komist hann í Hvíta húsið: Vill að hlustað sé á bandamenn „Nú er það bara gamli góði hversdagsleik- inn eftir gott páskafrí með kærustunni,“ segir Filipe. „Hún var hérna yfir páskana og við fórum til Reykja- víkur og höfðum það gott. Henni þótti allt saman afar frábrugðið því sem hún á að venjast en hafði gaman af öllu. Við fórum til dæmis í sund og hafði hún aldrei farið í sundlaug undir berum himni. En nú er hún farin, einnig góð- viðrið sem var yfir páskana, Aldrei fór ég suður og svo skíðavikan afstaðin svo allt er komið í sinn gamla farveg. Mér er svo sem alveg sama þó að kuldaboli sé aftur farinn að bíta, ég er hvort sem er að fara til Portúgals í sumar.“ Filipe Figueiredo: ALLT VIÐ ÞAÐ SAMA Ofbeldisverkin sem framin voru í Breiðholti þegar ráðist var inn í heimahús og látið til skarar skríða með vopnum eru Alg- irdas ofarlega í huga. „Það verður að stöðva svona vitleysu með öllum tiltækum ráðum. Vissulega verður þetta til þess að sverta ímynd Pólverja hér á landi en það er líka mikilvægt fyrir fólk að hafa það í huga að það er fámennur hópur sem gerir svona og engin ástæða til að dæma alla landa þeirra.“ En sjálfur hefur hann í nógu að snúast. Eftir gott páskafrí er hann kominn á fullt aftur í vinnu og tölvunámið. Svo leikur hann fótbolta tvisvar í viku. Algirdas Slapikas: STOPPA VITLEYSUNA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.