Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 64
 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Doktorsverkefnið mitt heitir Tengsl loftslags- og jöklabreyt- inga suðaustan í Vatnajökli, fyrr, nú og á komandi árum,“ segir Hrafnhildur Hannesdóttir jarðfræðingur. Hún er ein þeirra sem nýlega hlutu styrki úr Kvískerjasjóði er var stofn- aður 2003 til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum til að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningu í Austur-Skaftafellssýslu. Síðasta sumri kveðst Hrafnhildur hafa varið í göngur á og umhverfis tíu skaftfellska skriðjökla, frá Morsárjökli í vestri til Lambatungnajökuls í austri. „Ég lagðist á vini og kunningja og þeir eyddu dögum af sumarfríum sínum til að labba með mér. Þetta er örðugt svæði að komast um þannig að ég var háð því að fá fólk sem hafði einhverja reynslu af að ganga á jöklum. En við vorum mjög heppin með veður.“ Hrafnhildur byrjaði formlegt doktorsnám í jarðfræði síð- asta haust. Hún fékk líka styrk úr Kvískerjasjóði í fyrra og hóf rannsóknir í fyrrasumar. „Fyrsti hlutinn fólst í að skoða hversu stórir þessir tíu skriðjöklar voru í lok litlu ísaldar um aldamótin 1900. Jöklarnir hafa haft mikil áhrif á líf fólksins á þessu svæði því árnar sem úr þeim renna hafa flæmst um haga og slægjulönd og jafnvel lagt bæi í eyði. Heimildir um breytingar jöklanna eru því til bæði frá íbúum á svæðinu, frá erlendum ferðamönnum og íslenskum náttúrufræðingum. Ég tengi þær við þau ummerki sem ég sé og kortlegg þá jökul- garða sem sýna hæstu stöðu. Til eru líka kort frá 1904 sem Danir gerðu og þau nýtast vel til samanburðar við merkin sem sjást í náttúrunni,“ segir Hrafnhildur sem stundar rann- sóknir með hópi við Jarðvísindastofnun. „Ég leita að sjálf- sögðu ráða þeirra sem hafa áður stundað rannsóknir á svæð- inu og aðalleiðbeinandi minn er Helgi Björnsson jöklafræð- ingur. Hrafnhildur segir Rannsóknasjóð Háskóla Íslands styrkja verkefnið til þriggja ára og sömuleiðis Vegagerðina. „Ætlunin er að rekja breytingarnar á jöklunum aftur í tímann til að spá fyrir um hvernig þeir muni haga sér í framtíðinni. Það skiptir máli fyrir Vegagerðina að vita hvað í vændum er því árnar breytast eftir hegðun jöklanna,“ útskýrir hún og bendir á að könnun á viðbrögðum jökla við loftslagsbreyting- um sé mikilvæg í hnattrænu tilliti. En hver eru næstu skref hjá henni? „Það voru ansi margir tugir kílómetra gengnir síð- asta sumar og aftur verður lagt upp í vor.“ gun@frettabladid.is HRAFNHILDUR HANNESDÓTTIR: FÉKK STYRK ÚR KVÍSKERJASJÓÐI Spáir fyrir um framtíð jökla JÖKLARANNSÓKNIR „Hvergi á landinu býr fólk í jafnmiklu návígi við jökla og í Austur-Skaftafellssýslu,“ segir Hrafnhildur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIRGINIA WOOLF LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1941, 59 ÁRA AÐ ALDRI. „Sérhvert leyndarmál í sál rit- höfundar, sérhver upplifun í lífi hans og sérhver velmót- uð hugsun sést skrifuð stórum stöfum í verkum hans.“ Virginia Woolf var breskur rithöf- undur, gagnrýnandi og femín- isti. Hún telst í hópi áhrifamestu skáldsagnahöfunda á 20. öld. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þórður Þórðarson Skarðsbraut 5, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akraness. Halla Þorsteinsdóttir Anna Þórðardóttir Kristján Sveinsson Gíslný Bára Þórðardóttir Halldór Júlíusson Þóra Þórðardóttir Helgi Helgason Rósa Þórðardóttir Sigurður Hauksson og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Kristinsdóttir Skarðshlíð 6d, Akureyri, andaðist hinn 19. mars á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 4. apríl kl. 13.30. Kristinn Ásgeirsson Þórunn Ingólfsdóttir Aðalheiður Björk Ásgeirsdóttir Jóhann Hauksson Harpa Dögg Kristinsdóttir Eiríkur Stefán Ásgeirsson Elvar Örn Kristinsson Tina Paic Ásgeir Jóhannsson Jóhann Ari Jóhannsson Anna Sæunn Ólafsdóttir Ásgeir Bjarni Eiríksson 90 ára afmæli 90 ára afmæli þann 30. mars 2008. Ragnar Björnsson fæddur í Veturhúsum á Jökuldalsheiði frostaveturinn mikla 1918, fyrrveran- di matsveinn, Breiðvangi 28, Hafnar- fi rði, verður 90 ára næstkomandi sunnudag. Hann tekur á móti gestum í sal Flensborgarskóla á afmælisdaginn milli kl. 16 og 18. Gjafi r og blóm eru vinsamlega afþökkuð en söfnunarbaukur Karlakórsins Þrasta mun verða á staðnum. Ástkær uppeldismóðir mín, tengdamóðir og amma, Jenný Clausen Ward andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 21. mars sl. Jarðarförin fer fram í Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn 31. mars kl. 13.00. Eva Lísa Ward Crawford Peter Crawford Stefán Laurence Stefánsson Sigríður Jenný Svansdóttir Patrick Herbert Svansson og aðrir aðstandendur. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurður Ingi Guðjónsson Neðri Þverá, Fljótshlíð, verður jarðsunginn frá Hlíðarendakirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Kristín Aradóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Árni Stefánsson fv. hótelstjóri, Höfn í Hornafirði, sem lést að morgni páskadags, 23. mars, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Þeim sem vija minnast hans er bent á Hafnarkirkju. Svava Sverrisdóttir Hjördís Árnadóttir Sigurbjörg Árnadóttir Kristín Þóra Kristjánsdóttir Gísli Sverrir Árnason Guðrún Baldursdóttir Guðlaug Árnadóttir Hólmgrímur Elís Bragason Gauti Árnason Ragnheiður Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðni Karlsson, Sólvöllum, Eyrarbakka, áður til heimilis að Egilsbraut 9 Þorlákshöfn, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. mars. Hann verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, laugar- daginn 29. mars kl. 14.00. Guðrún Guðnadóttir Jón Dagbjartsson Helga Guðnadóttir Sæmundur Gunnarsson Þorsteinn Guðnason Lovísa R. Sigurðardóttir Katrín Guðnadóttir Sigurður Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, Jóhannes Sævar Jóhannesson frá Vestmannaeyjum, Suðurtúni 19, Álftanesi, lést fimmtudaginn 20. mars sl. Útförin auglýst síðar. Ágústa G.M. Ágústsdóttir Svava Jóhannesdóttir Alda Lára Jóhannesdóttir Halldór Klemenzson Jóhanna María, Þórunn Ágústa, Ella og Anna Lillý Þórunn Alda Björnsdóttir og systkini hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Sigurður Sveinn Másson síðast til heimilis í Vilnius í Litháen, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag 28. mars kl. 13.00. Vaida, Samúel Másson og fjölskylda Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir Silfurteigi 5, Reykjavík Jón Guðmann Jónsson Halldóra Elín Magnúsdóttir Guðmundur Sæmundsson Valdís Magnúsdóttir Unnsteinn Hermannsson Sólveig Fanný Magnúsdóttir Hallgrímur H. Gröndal og aðrir aðstandendur. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrefna Magnúsdóttir Fremri Hundadal, Dalasýslu, lést á heimili sínu þann 25. mars síðastliðinn. Snæbjörg R. Bjartmarsdóttir Ólafur Ragnarsson Kristján H. Bjartmarsson Halldóra Guðmundsdóttir Jónína Þ. Bjartmarsdóttir Benjamín G. Bjartmarsson Ólöf A. Steingrímsdóttir Fanney H. Bjartmarsdóttir Bert Y. Sjögren Hrefna S. Bjartmarsdóttir Aðalsteinn Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns og vinar, föður, bróður, tengdaföður og afa, Kristins Ingibergs Sigurðssonar Þórufelli 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Landspítalans í Fossvogi og krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut. Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir Sigsteinn Sigurðsson Halla Pálsdóttir Sigríður Sara Sigurðardóttir Guðmundur Björnsson Herdís Elísabet Kristinsdóttir Sveinn Ingi Steinþórsson Helena Kristinsdóttir Sverrir Kári Karlsson barnabörn og aðrir aðstandendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.