Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 42
 28. MARS 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fermingar Hér ganga þeir sr. Halldór og Daníel til kirkjunnar úr skrúðhúsinu í gamla bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Víða í sveitum landsins er beð- ið með fermingar þar til kemur fram á vorið og náttúran er vöknuð af vetrardvalanum. Hvítasunnan hefur jafnan þótt há- tíðlegur tími fyrir ungmennin til að staðfesta skírnina. Hinn græni litur myndar þá fagran bakgrunn við athöfnina, gróðurilmur er í lofti og fuglasöngur í mó. Meðfylgjandi myndir tók Gunn- ar V. Andrésson ljósmyndari í fyrravor í Skógakirkju undir Eyja- fjöllum. Þar var sérstök stund er Daníel Kolbeinsson frá Selkoti ját- aði sína trú við altarið hjá sr. Hall- dóri Gunnarssyni, presti í Holti. Skyldfólk og sveitungar fylgdust með, sungu og báðu Daníel bless- unar. Síðan gengu allir út í sólskin- ið. - gun Ferming í gróandanum Anton Björn fermist í dýrindis smóking af klæðskeranum afa sínum, Guðbirni Jóns- syni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þingvellir eru hátíðlegur stað- ur til að fermast á. Það mun Anton Björn Sigmarsson verða einn um að upplifa hinn 27. apríl á þessu vori. Anton Björn á heima á Seltjarn- arnesi en með því að fermast í Þingvallakirkju kveðst hann halda í hefð sem skapast hafi í fjölskyldunni. „Foreldrar mínir giftu sig í Þingvallakirkju, systir mín var bæði skírð þar og fermd og ég var skírður þar líka,“ segir hann. Það verður að teljast vel við hæfi að tjá sína kristnu trú á þeim stað á Íslandi sem kristni var lögtekin en veit Anton Björn hver var ástæðan fyrir því að foreldrar hans fóru upphaflega að leita til Þingvalla með kirkju- legar athafnir? „Já, ástæðan var sú að sr. Heimir Steinsson Þing- vallaprestur var persónulegur vinur fjölskyldunnar. Hann lést rétt áður en systir mín fermdist en sr. Sigurður Grétar Helgason, prestur á Seltjarnarnesi, hljóp þá í skarðið. Hann ætlar líka að ferma mig,“ svarar Anton Björn skilmerkilega. Hann hefur geng- ið til spurninga í Seltjarnarnes- kirkju í vetur og sótt þar messur en er nemandi í Landakotsskóla og segir flest skólasystkini sín þegar hafa fermst í Dómkirkj- unni. Það er fleira sögulegt við ferm- inguna hans Antons Björns. Fötin sem hann valdi eru líka óvenju- leg. „Ég fermist í smóking sem afi minn saumaði og átti. Hann hét Guðbjörn Jónsson og var klæðskeri og fótboltamaður í KR. Fötin passa alveg 100 prósent á mig svo ég er heppinn með það,“ segir hann ánægjulega. Hann kveðst verða í kyrtli við athöfnina eins og venja sé en í smókingnum undir og svo í veislunni. „Ég fékk líka önnur jakkaföt til að eiga því það eru fleiri í ættinni sem vilja nota jakkann hans afa,“ útskýrir hann. Skyldi hann kannski ætla að halda veisluna í Valhöll? „Nei, svo flott verður það nú ekki,“ svar- ar hann brosandi. „Þetta verð- ur samt dálítið stór veisla og hún verður í KR-salnum.“ Í lokin er Anton Björn spurður hvort hann hlakki ekki til ferm- ingarinnar. „Jú,“ svarar hann glaðlega. „Ég er alltaf að verða spenntari og spenntari.“ - gun Játar trúna á Þingvöllum Í flestum fermingum liggja gestabækur frammi sem seinna geyma dýrmætar minningar. Í þær skrifa fermingargest- ir nöfn sín og jafnvel orðsend- ingar og heilræði til ferming- arbarnsins. Eins má líma í þær myndir, skeyti og annað sem tilheyrir fermingardeginum. Margir kaupa hefðbundn- ar bækur og láta jafnvel letra nafn fermingarbarnsins á þær. Aðrir vilja hafa bækurn- ar skreyttar í anda fermingar- barnsins eða í því litaþema sem er valið. Þá getur verið gaman að gera eigin bækur og má finna spennandi efnivið í fönd- urverslunum. - ve Dýrmætar minningar Gestabækur úr Garðheimum með vösum fyrir skeyti og myndir. Með áletrun kostar hver bók 3.480 krónur. Bleik bók með silfruðu skrauti. Fæst í Litir og föndur. Verð 2.500 krónur. Tilvalin gestabók fyrir fermingar- börn sem spila fótbolta. Litir og föndur. Verð 2.390 krónur. Það er um margt að hugsa í messum. „Viltu leitast við af fremsta megni að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífs þíns?“ Anna María design. Töff silfurhringur fyrir stráka. Verð 9.500 krónur. Glóandi glingur Litlir pinklar með skartgripum leynast yfirleitt á gjafaborði fermingarbarna. Þeir gleðja augað og sumir endast ævilangt. Stelpur fá ef- laust meira af glingri en þó eru til flottir hlutir handa ungum herrum. Jón og Óskar. 14 karata gullkross með lituðum sirkon-steinum. Verð 9.200 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.