Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Fréttir af gengi krónunnar og yfirvofandi kreppu eru þreyt- andi til lengdar. Það var því kær- komin tilbreyting þegar fréttist að mannabein hefðu fundist á víða- vangi í Kjósinni á páskadag. Slíkar fréttir kunna Íslendingar að meta og litlir Arnaldar fóru á flug og bjuggu til krassandi sakamálasög- ur í kringum beinafundinn. Líkt og með fjöðrina sem varð að heilu hænsnabúi breyttist sagan af haus- kúpubrotinu mann fram af manni og blogg fram af bloggi. Brotið var fljótlega orðið að heilli höfuðkúpu ef ekki hálfri beinagrind. FYRST þegar ég heyrði af þessum fundi varð mér hugsað til jarðn- eskra leifa Jónasar Hallgríms sonar sem liggja bæði á Þingvöllum og í Kaupmannahöfn (fyrir utan einn lærlegg sem kann að hafa orðið eftir í Öxnadalnum). Sagan af beina- máli Jónasar er svo ótrúleg að það rétt hvarflaði að mér að brot úr höfuðkúpu hans hefði getað slæðst með einhverju dóti upp að Meðal- fellsvatni og dagað þar uppi sem öskubakki í hjólhýsi. Það þóttu mér heldur grimm örlög fyrir skelina sem eitt sinn hýsti huga óskabarns þjóðarinnar. SEM betur fer bendir ekkert til þess að beinið sé úr Jónasi. Ein- hverjir segja að það komi frá útlöndum og aðrir að það sé úr manni sem lést á Kleppi fyrir ára- tugum síðan og gaf líffæri sín í þágu vísindanna. Líklega grunlaus um að brot úr höfuðkúpunni yrði notað sem skál undir bréfaklemm- ur á skrifborði læknisins og síðar öskubakki – eins vísindalegt og það nú er. „MÉR er sama hvar ég lendi þegar ég dey“ syngja ölvaðir Íslendingar á þorrablótum og sjálf hef ég tekið hástöfum undir. Það var áður en ég heyrði af höfuðkúpuöskubakkanum í Kjósinni og las um það í blöðunum að mannabein gengju kaupum og sölum á netinu. Mig hryllir við til- hugsuninni um að einhver kaupi höfuðkúpuna mína þegar ég er hætt að nota hana og geri úr henni blóma- pott eða sælgætisskál. Það má víst kaupa hauskúpur á eBay á 600 doll- ara. Hafni mínar líkamsleifar þar vona ég í það minnsta að gengið verði hagstætt. Maður má ekki selja sig of ódýrt. EINHVERS staðar las ég að kirkj- unnar menn væru farnir að endur- skoða ímynd helvítis sem ekki þykir lengur í takt við tímann. Sagan af beinafundinum við Meðal- fellsvatn gæti ef til vill nýst við þá ímyndarsköpun. Að minnsta kosti get ég ekki hugsað mér verra hlut- skipti eftir dauðann en að enda sem öskubakki í hjólhýsi. Helvíti í öskubakka Í dag er föstudagurinn 28. mars, 88. dagur ársins. 6.59 13.33 20.08 6.41 13.17 19.55 ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Töfralandið Tyrkland verður stöðugt vinsælli áfangastaður fyrir ævintýraþyrsta Íslend- inga sem vilja hafa það náðugt á fallegum ströndum, leika sér í sjónum eða kynnast dulúðarfullri menningarsögu landsins. Eyjan Marmaris er paradís Miðjarðarhafsins yfir sumartímann og smábærinn Içmeler hefur slegið í gegn með fegurð sinni og þjónustu við ferðamenn. Gist er á fyrsta flokks hótel- um, loftið er hreint og stöðugur andvari frá sjónum kælir sólunnendur í hitanum. Komdu til Tyrklands og sjáðu sólina í nýju ljósi. Grand Azur - Marmaris Faber - Içmeler Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verðdæmi: 96.865,- með hálfu fæði Eitt besta hótelið í Marmaris, klassískt, virðulegt og vandað. Stendur alveg við ströndina í skemmtilegum sundlaugagarði með vatnsrennibraut og þremur tennisvöllum. Faber er einstaklega skemmtilegt íbúðahótel í Içmeler með ljúfu starfsfólki og góðum anda. Stutt í alla helstu þjónustu. Fallegur garður með góðri sundlaug. Verðdæmi: 62.200,- Verð á mann m.v. 2 með tvö börn í 2 vikur 25. ágúst Verð á mann m.v. 2 fullorðna 75.500,- Verð á mann m.v. 2 fullorðna í vikuferð 25.ágúst Ódýrustu sætin bókast fyrst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.