Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 22
22 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR Pantaðu ókeypis fjármálaráðgjöf í síma 440 4000 og sjáðu hvað við getum gert betur fyrir þig. Það er góð tilhugsun að hafa fjármálin á hreinu. Nú þegar hafa þúsundir nýtt sér ókeypis fjármálaráðgjöf Glitnis og látið yfirfara og endurskipuleggja fjármálin. „Það eitt að setjast niður og fara yfir stöðuna var góð tilfinning.“ Íris Jónsdóttir AF FJÁRMÁLUNUM Í GÓÐU LAGI GOTT AÐ VITAHVÍTA H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 0 3 3 0 taekni@frettabladid.is Blizzard í mál við höfund hjálparforrits Tölvuleikjaframleiðandinn Blizzard vill að not- endur í fjölspilunarleiknum sínum, World of Warcraft, vinni vinnunna sína sjálfir. Fyrirtækið hefur höfðað mál á hendur höfundi forrits sem gerir ýmsar aðgerð- ir í leiknum sjálfvirkar, eins og til dæmis að berjast og safna verðmætum. Þannig geta spilarar notið ávaxta erfiðisins án þess að þurfa að erfiða sjálfir. Forsvarsmenn Blizzard segja að forritið brjóti gegn reglum leiksins og vilja banna höfundinum að selja það á netinu. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Arizona í Bandaríkjunum á næstunni. Vefur BBC opnaður Kínverjum Íbúar Kína geta nú loksins lesið fréttir á BBC-vefnum. Kínversk yfirvöld hafa lengi vel lokað fyrir aðgang að ýmsum „óæskilegum“ vefsíðum, þar á meðal BBC, en nú virðist sem opnað hafi verið fyrir fréttasíðuna. Kínverjar geta þó aðeins lesið enska hluta síðunnar því sá kínverski er enn harðlæstur. Handrit Shakespeare á netið Handrit eins frægasta skálds allra tíma, William Shakespeare, eru á leiðinni á netið. Bodleian-bókasafnið í Oxford í Englandi og Folger Shakespeare bóka- safnið í Washington í Bandaríkjunum ætla í sameiningu að koma öllum 75 útgáfum af handritum hans sem gefin voru út fyrir 1641 á internetið. Unnið hefur verið að því að skanna þau inn undanfarin ár, og nú á að leyfa almenn- ingi að njóta þeirra. iPhone með 3G á leiðinni? Fulltrúi greiningarfyrirtækisins Gartner sagði í viðtali við tímaritið iPod Observer að Apple hafi pantað tíu milljón stykki af 3G iPhone símum frá Asíu. 3G tæknin býður upp á margfalt hraðari netsamskipti í símann en forveri hennar, EDGE, og er vöntun á þessari tækni sagður einn helsti löstur núverandi iPhone síma. Þessar fregnir flokkast þó aðeins undir orðróm, því Apple hefur ekki enn staðfest að 3G útgáfa af símanum vinsæla sé yfir höfuð á leiðinni. Take Two neitar yfirtökutilboði EA – aftur Tölvuleikjaframleiðandinn Take Two, sem er frægastur fyrir Grand Theft Auto leikina, ætlar ekki að selja sig tölvuleikjarisanum Electronic Arts. Stjórn fyrrnefnda fyrirtækisins hefur enn á ný hafnað yfirtökutilboði EA í fyrirtækið, en gefur í skyn að fyrirtæk- ið gæti haft áhuga á einhvers konar samvinnu við risann. Skutla í geimnum Japanskir vísindamenn ætla að kasta pappírsskutlu í geimnum og fylgjast með för hennar aftur til jarðar. Þeir vonast til þess að með því sé hægt að læra meira um það hvernig best sé að hanna farartæki sem koma á miklum hraða inn í lofthjúp jarðar úr geimnum. Sérfræðingar í origami-listinni hafa brotið saman sérstaklega harðgera skutlu í þetta verkefni. Hún er um sjö sentimetra löng, hefur fimm sentimetra vænghaf og þolir allt að 230 gráðu hita á sjöföldum hljóðhraða. TÆKNIHEIMURINN Skýrslutæknifélag Íslands fagnar fertugs- afmæli sínu í ár. Afmælisveislan verður á Hilton Nordica hótelinu á morgun. Svana Helen Björnsdóttir, formaður afmælisnefndar innar, segir hlutverk félags- ins vera óbreytt þótt upplýsingatækninni hafi fleygt fram á fjórum áratugum. „Þetta byrjaði allt þegar fyrsta tölvan var keypt til landsins fyrir rúmum fjörutíu árum,“ segir hún. „Þetta voru rosalegir hlunkar sem menn skildu ekki alveg hvernig virkuðu nema að úr þessu komu skýrslur. Þar sem orðið tölva var ekki til á þessum tíma voru þetta kallaðar skýrsluvélar.“ Svana segir að í kjölfarið hafi Skýrslu- tæknifélagið verið stofnað. Tilgangurinn með félaginu var að það yrði umræðuvettvangur um þessa nýju tækni og hvernig væri hægt að nýta hana. Fyrir tilstuðlan þess hafi tölvunarfræðibraut verið sett á fót í Háskóla Íslands, og orðið tölva verið búið til í orðanefnd félagsins. Innan félagsins eru einnig nefndir og hópar á borð við UT-konur, sem stuðla að því að stúlkur velji sér raungreinar í framhalds- og háskólum, faghóp um fjarskipti, faghóp um upplýsingaöryggismál og öldungadeild sem varðveitir sögu upplýsingatækni á Íslandi. „Það verður að segjast að hlutverk félagsins er ennþá það sama, að hjálpa fólki að skilja þessa tækni,“ segir Svana. „Það er ögrandi verkefni á fjörutíu ára afmælinu að halda félaginu síungu og virku í takt við þróun tækninnar. Upp- lýsingatæknin breytist svo hratt að maður þarf að hafa sig allan við til að fylgja henni.“ En heldur hún að hlut- verkið eigi eftir að breytast á næstu árum? „Ég held það sé klárt að hlutverk félagsins verður mikilægara í framtíðinni því upplýs- ingatækni er orðinn svo stór hluti af okkar lífi. Það verður mikil þörf á að útskýra þessa tækni og kynna gildi hennar fyrir fólki.“ TÆKNISPJALL: SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS FERTUGT Í ÁR Hjálpa fólki að skilja upplýsingatæknina betur Vefurinn: How to Clean Anything Þarftu að þrífa einhvern hlut en veist ekki hvernig er best að gera það? Finndu leið- beiningar hér. www.howtocleananything.com Eftir sextán daga og tíu milljón kílómetra ferðalag lenti geimferjan Endeavour á jörðinni í fyrrakvöld. Í ferðinni settu geimfararnir meðal annars saman kanad- ískt risavélmenni, sóttu einn geimfara í geimstöð og skildu annan eftir. Ferjan þurfti að fara einn auka- hring um jörðina áður en hún gat lent vegna skýja. Geimferjan Endeavour lauk sex- tán daga löngu ferðalagi sínu í fyrrakvöld þegar hún lenti heilu og höldnu í Kennedy-geimstöðinni í Bandaríkjunum. Mikil fagnaðar- læti voru við flugbrautina þegar ferjan lenti, enda lengsta ferðalag til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar hingað til. Tilgangur ferðarinnar var að byggja frekar við geimstöðina, sem var fyrst sett saman í geimn- um árið 1998. Geimfararnir um borð aðstoðuðu meðal annars áhöfn geimstöðvarinnar við að setja upp japanska rannsóknar- stofu, settu saman risastórt kanad- ískt vélmenni að nafni Dextre og prófuðu nýja aðferð til að gera við geimferjuna. Ferjan var einnig notuð undir farþegaflutninga. Bandaríkja- maðurinn Garrett E. Reisman var skilinn eftir um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem hann mun dvelja næstu sjö vikurnar við rannsóknir. Í hans sæti settist hinn franski Léopold Eyharts, sem fór heim eftir sex vikna dvöl í stöð- inni. „Við fengum ótrúlega mikið út úr þessari ferð,“ sagði Dominic Gorie, yfirmaður áhafnar Endeavour, eftir lendinguna í fyrradag. „Þetta var spennandi frá upphafi til enda.“ Lendingin fór fram að kvöldi til, sem er mjög óvenjulegt. Upphaf- lega átti ferjan að lenda rétt fyrir sólarlag en aðeins nokkrum mín- útum fyrir áætlaðan lendingar- tíma varð skýjað og hætta þurfti við. Á meðan áhöfnin flaug einn aukahring í kringum jörðina létti til og ferjan fékk grænt ljós á lendingu. salvar@frettabladid.is Lenti í svartamyrkri eftir sextán daga í geimnum MJÚK LENDING Ferjan átti upphaflega að lenda rétt fyrir sólarlag, en vegna skýja seinkaði lendingunni um nokkra stund. Á meðan flaug hún einn hring í kringum jörðina. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.