Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 16
16 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Aðfaranótt sunnudagsins 30. mars verður klukkunni flýtt um eina klukkustund í þeim löndum á norðurhveli sem hafa hefð fyrir því að nota sumartíma. Það er gert til að lengur sé bjart á kvöldin að sumarlagi. Englendingurinn William Willett hóf árið 1907 að berjast fyrir því að klukkunni yrði flýtt á vorin og seinkað aftur á haustin, til að nýta sumarbirt- una betur. Þetta fyrirkomulag var hins vegar fyrst innleitt í Þýska- landi, hjá bandamönnum Þjóðverja og í hersetnum löndum á meginlandi Evrópu í miðri heimsstyrjöldinni fyrri, vorið 1916. Bretar, bandamenn þeirra og hlutlaus ríki Evrópu fylgdu fljótt í kjölfarið. Sumartími: Betri nýting dagsljóssins „Ég er að fara með myndina mína Duggholu- fólkið á kvikmyndahátíðir, hún verður á fjórum kvikmyndahátíðum núna í apríl. Myndin verður á opnunarhátíð barnamynda í Stokkhólmi og Kristiansand. Einnig fer hún á barna- kvikmyndahátíðir í Taívan og Toronto,“ segir Ari Kristinsson kvikmyndagerðar- maður. Á ensku heitir myndin No Network. Myndin, sem gerð var í fyrra, fjallar um Kalla, tólf ára strák sem alinn er upp af einstæðri móður í úthverfi Reykjavíkur. Hann eyðir mestum tíma sínum í netheimum, í tölvunni og við sjónvarpið. Þegar Kalli er sendur vestur á firði til að eyða jólunum með föður sínum breytast sýndarævintýri netheima í alvöru ævintýri. Sýndarheimar Kalla eru ekki bara á skjánum eða í sveitinni því alls staðar eru verur á reiki sem erfitt er að festa hönd á. Mjög vel hefur gengið að selja myndina erlendis, að sögn Ara, sem hlakkar mikið til að fylgja mynd sinni eftir á kvikmyndahátíðum. Fram undan hjá Ara er að framleiða litla barnamynd fyrir sjónvarpið sem verður stuttmynd eða um fimmtán mínútur að lengd. „Ég er líka að fara með No Network á hátíðir í sumar og síðan ætla ég að hefja undirbúning að handritum að lengri myndum,“ segir Ari um verkefnin sem eru fram undan. Fjölskyldufyrirtæki Ara, Taka.is, hefur unnið að þróun kvikmynda og var Duggholufólkið fyrsta frumsýnda verk þess. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ARI KRISTINSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Duggholufólkið gerir víðreist Hvor hefur betra þol? „Halda þeir að ég gefist upp?“ ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON, RITSTJÓRI VISIR.IS, UM AÐGERÐIR ÞÓRHALLS GUNNARSSONAR, DAG- SKRÁRSTJÓRA SJÓNVARPS HJÁ RÚV, OG LÖGMANNS HANS TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ LAUN ÞÓRHALLS VERÐI GERÐ OPINBER. FRÉTTABLAÐIÐ 27. MARS Þensla í skólamálum „Nú þegar eru komnar fleiri umsóknir hjá okkur en voru komnar á sama tíma í fyrra.“ ÁGÚST EINARSSON, REKTOR HÁSKÓLANS Á BIFRÖST, EN SVO VIRÐIST SEM KREPPUTALIÐ HVETJI FÓLK TIL NÁMS. 24 stundir 27. mars. „Þegar fólk verður fyrir svona áfalli eins og þegar Vilhjálmur dó er einfaldlega sett lok á pottinn en þetta var til þess að feykja því loki af,“ segir Magnús Kjartans- son. Honum brá heldur betur í brún, þegar hann var að stilla upp græjum og undirbúa sig fyrir tón- leikahald, þegar Tony Cook upp- tökumaður kom aðvífandi en hann hafði tekið upp fjölda laga með þeim Vilhjálmi hér á árum áður. Bað hann Magnús um að koma með sér stundarkorn út í bíl, en þegar þangað var komið setti hann tónlistar græjurnar í gang og úr hátölurunum ómaði rödd Vilhjálms sem söng eigin texta við lag Magnúsar. Það hefur aldrei hljómað í eyrum almenn- ings og jafnframt var talið að þessi upptaka væri fyrir löngu týnd og tröllum gefin. Hvað verður um lagið? „Það léku um mig blendnar til- finningar en ég sogaðist hrein- lega þrjátíu ár aftur í tímann. Lagið var tekið upp í vikunni áður en hann lést og ég hafði ekki heyrt það síðan þá.“ Þeir tónlistar menn sem léku með þeim tvímenn- ingum voru Pálmi Gunnarsson, sem lék á bassa, og trommu- leikarinn Sigurður Karlsson. Þegar spurt er um titil lagsins verður fátt um svör. „Það var ekk- ert farið að ræða það einu sinni,“ segir hann. Tony Cook bjó um áratug hér á landi og tók upp mikið af efni með íslensku tónlistarmönnum. Magnús veit ekki hvernig upptak- an með Vilhjálmi komst í leitirnar en afleiðingar eru aug ljósar. „Þetta varð til þess að ég ákvað að nú yrði að fara yfir upp- tökurnar hans Vilhjálms, færa þær yfir á tölvutækt form og hver veit nema eitthvað annað finnist. Og svo er það náttúrlega sú spurn- ing hvort almenningur fái að heyra þetta lag en það er afar vel sungið. Þetta er fjölrásaupptaka, sem býður upp á talsvert marga möguleika. Það þýðir meðal ann- ars að hægt er að halda söngnum en leika önnur hljóðfæri upp á nýtt.“ Þjóðin sleppir ekki hendinni af Vil- hjálmi Þrjátíu ár eru liðin síðan Vil- hjálmur lést í bílslysi í Lúxem- borg, en hann starfaði fyrir Arnar- flug þar í landi. „Það vildi nú þannig til að ég var með Vilhjálm lifandi í eyrunum, enda við hljóð- vinnu, þegar Ómar Valdimarsson, þá blaðamaður, hringdi í mig og tjáði mér lát Vilhjálms. Hann var afskaplega góður sam- starfsmaður enda listamaður fram í fingurgóma. Margir tónlistar- menn mættu taka sér til fyrir- myndar hvernig hann nálgaðist viðfangsefnið. Hann lét alla til- gerð lönd og leið og spáði lítið í þær kvaðir sem tíska og tíðarandi leggja oft á menn. Enda virðist hann óháður straumum, stefnum og tíma og eflaust er það þess vegna sem Íslendingar hafa enn ekki sleppt af honum hendinni. Það sannaðist rækilega þegar hann var meðal þeirra söluhæstu um síðustu jól. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar maður hefur svona upptökur undir höndum; það þarf að gera þeim þannig skil að það sé sanngjarnt gagnvart öllu þessu fólki. Það sama má segja um per- sónuna en hann var svo marg- slunginn að það er erfitt að lýsa honum stuttlega. Það er þó óhætt að segja að hann var mikill pælari og afar vel lesinn. Það var líka mikið fjör í kringum hann og yfir- leitt nóg að gera en hann átti líka sínar slæmu stundir eins og allir menn.“ Í dag eru liðin þrjátíu ár frá frá- falli Vilhjálms og verða af því til- efni minningarhljómleikar í Saln- um um þessa helgi. „En svo eru Sena, Concert, fjöl- skylda Vilhjálms og aðrir sem stóðu honum nærri að undirbúa nokkuð sem ég get ekki sagt betur frá núna en það mun hvort sem er líta dagsins ljós 11. apríl, á afmælis- degi Vilhjálms.“ jse@frettabladid.is Upptökur með Vilhjálmi finnast VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Upptökur sem Vilhjálmur Vilhjálmsson, einn ástsælasti söngvari landsins, gerði viku fyrir andlát sitt fyrir þrjátíu árum fundust fyrir skömmu. Lagið hefur aldrei heyrst á öldum ljósvakans. Þetta hreyfði vissulega við Magnúsi Kjartanssyni, samstarfsmanni og vini Vilhjálms. ■ Kínverski herinn réðst inn í Tíbet árið 1950 og árið eftir innlimuðu kínversk stjórnvöld landið formlega í Kína. Tíbet- búar hafa þó aldrei viðurkennt hernámið og útlagastjórn hefur verið starfandi allar götur síðan á Indlandi. Leiðtogi útlagastjórn- arinnar er Dalai Lama. Kínversk stjórnvöld segja að 2,4 milljónir Tíbeta búi í „sjálfstjórnarhéraðinu Tíbet“, en alls búi meira en fimm milljónir Tíbeta í Kína, bæði í héraðinu sjálfu og nágrannahér- uðum. Tíbetar hafa síðustu vikur hert mjög mótmæli sín gegn Kína í tilefni af Ólympíuleikun- um, sem Kínverjar halda í sumar. TÍBET HERNUMIÐ Í HÁLFA ÖLD MAGNÚS KJARTANSSON Í HLJÓÐVERINU Fundur- inn hefur heldur betur hreyft við Magnúsi, sem nú er að fara yfir aðrar upptökur Vilhjálms. Hver veit nema eitthvað annað finnist sem áður var talið týnt og tröllum gefið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.