Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 18

Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 18
18 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hús í niðurníðslu í miðborginni Þingholtsstræti 2-4 Hverfisgata 28 Laugavegur 19 Laugavegur 21 HÚS Í NIÐURNÍÐSLU VIÐ LAUGAVEG OG HVERFISGÖTU Ingólfsstræti Laugavegur H verfisgata Barónsstígur Vitastígur Frakkastígur Klapparst ígur LækjargataBankastræ ti Hverfisgata 32-34 Vatnsstígur Austurstræti 22 Byggt 1801 Laugavegur 4-6 Byggt 1890-1920 Laugavegur 33 Byggt 1921 Laugavegur 35 Byggt 1898 Laugavegur 46 Byggt 1905 Laugavegur 74 Byggt 1902 Byggt 1905 Byggt 1904- 1910 Byggt 1904 Byggt 1916 Klapparstígur 30 Byggt 1917 Borgarfulltrúi vill þvingunaraðgerðir til að eigendur húsa komi þeim í viðunandi horf. Skipulagssjóður seldi sum húsin til núverandi eigenda með það fyrir augum að þau yrðu rifin. Uppbygging á hús- um í eigu borgarinnar hefst í haust. SKIPULAGSMÁL „Mér finnst að það þurfi að hafa einhverjar þving- unaraðgerðir á eigendur þess- ara húsa,“ segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi um hús í niðurníðslu í miðborg Reykjavíkur. Vill hann að eig- endur sjái um að loka húsunum eða að borgin komi húsunum í ásættanlegt horf og sendi eig- endunum reikninginn. „Ég vil að við förum nákvæmlega yfir hvaða leiðir borgin hefur í þessu máli. Þetta er algerlega óþolandi fyrir borgaryfirvöld, að sjá þessi hús sem í sumum tilfellum voru í ágætu ástandi þegar þau voru keypt, grotna niður.“ Segir hann suma eigendur virðast ekki hreyfa litla fingur til að koma í veg fyrir að húsin eyðileggist. „Margir verktakar sem eru að byggja upp á mið- borgarsvæðinu standa sig með sóma í þessu. En það eru þarna nokkrir sem koma óorði á fjöld- ann.“ Gísli segir þetta ástand ekki geta haldið áfram. „Við verðum að leita leiða innan þeirra heim- ilda sem við höfum eða, ef það dugar ekki, að breyta þá reglun- um þannig að við höfum ríkari heimildir til að hafa þessa hluti í lagi.“ Segir hann verkefni borgar innar að kalla þessa aðila saman og finna lausn á málinu. „Umræðan hefur verið á mjög neikvæðum nótum undanfarið og hefur snúist um að menn séu að beita borgina þrýstingi,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri Festa fasteigna- félags. „Við teljum það ekki eiga við í okkar tilviki.“ Hún segir húsin við Hverfisgötu 32 og 34 vera hluta eigna sem keyptar voru af skipulagssjóði á sínum tíma og aldrei hafi annað staðið til en að þær yrðu rifnar. Leyfi til niðurrifs hafi ekki fengist því skipulagsráð hafi viljað fá form- lega kynningu á hvað eigi að koma í staðinn. Segir hún unnið að því í samráði við borgaryfir- völd. Þorvaldur Gissurarson, for- stjóri Þ.G. verktaka sem eiga húsið á Bergstaðastræti 20, segir málin ganga hægt hjá borginni. „Borgin mætti vera fljótari að afgreiða ýmis mál en það er bara kerfið eins og það er.“ Reykjavíkurborg á húsin á Laugavegi 4 og 6 og Austur- stræti 22 sem brann síðasta vetrardag í fyrra. Útlit er fyrir að vinna við þau hús hefjist ekki fyrr en í fyrsta lagi með haust- inu. „Það er verið að taka upp deili- skipulagið með það fyrir augum hvernig megi skipuleggja þarna með öðrum formerkjum en gert var á sínum tíma,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, um húsin við Laugaveg 4 og 6. Segir hún að auglýsa þurfi deiliskipulagið. „Þannig að við sjáum fyrir okkur að í haust verði þarna komið eitthvað almennilega af stað.“ Um uppbyggingu við Austur- stræti 22 segir Jóhannes Kjar- val, arkitekt á skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur- borgar, deiliskipulagstillögu að pósthússtrætisreitnum liggja fyrir og vera til endanlegrar úrvinnslu. „Ég geri ráð fyrir að eitthvað fari að gerast með haustinu.“ olav@frettabladid.is Þingmenn eru þessi dægrin að ganga frá vali á aðstoðarmönnum en ný lög heimila slíka ráðstöfun. Sumir hafa raunar þegar ráðið sína menn og eru þeir teknir til starfa. Fá allir þingmenn aðstoðarmenn? Nei. Aðeins þingmenn landsbyggðar- kjördæmanna þriggja, Norðvestur- kjördæmis, Norðausturkjördæmis og Suðurkjördæmis, fá aðstoðarmenn. Það er einkum í ljósi gríðarlegrar stærðar kjördæmanna sem ákveðið var að þingmenn þeirra fengju aðstoðarmenn. Þá fá formenn stjórnmálaflokka sem ekki eru ráðherrar aðstoðar- menn. Þegar hafa Guðjón Arnar Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon ráðið sér aðstoðarmenn. Eru aðstoðarmennirnir í fullu starfi? Aðstoðarmenn flokksformanna eru í fullu starfi en aðstoðarmenn þingmanna verða í þriðjungsstarfi. Hinir fyrrnefndu fá starfsaðstöðu hjá Alþingi en hinir síðar- nefndu verða úti í kjördæmunum. Á hvaða launum verða aðstoðarmennirnir? Aðstoðarmenn flokksformanna fá sömu laun og óbreyttir þingmenn, þ.e. 541.720 krónur á mánuði. Aðstoðarmenn þingmanna fá fjórðung þeirrar fjár- hæðar, um 135 þúsund krónur á mánuði. Tveir eða þrír þingmenn geta sameinast um aðstoðarmenn og hækka þá starfshlutfall og laun sem því nemur. Hvers vegna fá þingmenn aðstoðarmenn? Aðgerðin er liður í að bæta starfsaðstöðu Alþingis en auk þessara ráðstafana hefur til dæmis nefndasvið þingsins verið styrkt. Í umræðum um málið á þingi sagði Sturla Böðvarsson þingforseti að með þessum breytingum væru fyrstu skrefin stigin inn á nýja braut í starfi alþingismanna og Alþingis. Sagði hann varlega og sparlega farið af stað en að fyrirkomulaginu verði breytt eftir því sem reynslan kennir. FBL-GREINING: AÐSTOÐARMENN ÞINGMANNA Fyrstu skref á nýrri braut þingstarfanna KÓMOREYJAR, AP Ríkisstjórn Kómor- eyja hefur skorað á frönsk stjórn- völd að framselja uppreisnarfor- ingja, sem flúði í fyrradag frá eynni Anjouan til annarrar eyjar í eyjaklasanum sem enn er hluti af Frakklandi. Frönsk stjórnvöld segjast aftur á móti ætla að rétta sjálf yfir manninum og beiðni hans um pólitískt hæli væri í skoð- un. Kómoreyskir stjórnarhermenn ásamt liðsauka frá Afríkusam- bandinu hertóku Anjouan á mið- vikudag, en eyjan hafði verið á valdi uppreisnarmanna frá því í maí. Fyrir uppreisnarmönnum fór fyrrverandi liðsforingi úr her Kómoreyja, Mohamed Bacar. Hann áformaði að lýsa yfir sjálf- stæði Anjouan. - aa Kómoreyskur uppreisnarforingi: Krefjast framsals Bacars ÓÁNÆGJA Hermenn Afríkusambandsins og kómoreyska lögreglan kljást við mót mælendur sem krefjast framsals Bacars við franska sendiráðið í Moroni, höfuðborg Kómoreyja, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óviðunandi ástand húsa í miðborginni TILKYNNINGAR EKKI BORIST Í UM TVÖ ÁR „Það er búið að senda okkur tilkynningar í einhver skipti og það hefur verið brugðist við því eins og vera ber,“ segir Þorvaldur Gissurarson, for- stjóri Þ.G. verktaka sem eiga húsið á Bergstaðastræti 20. „Við erum búnir að eiga þetta hús lengi en ég hef ekki fengið tilkynningu frá borginni í um það bil tvö ár.“ Hann staðfestir að þeir bíði eftir heimild til að rífa húsið. „Umsóknir hjá byggingaryfirvöldum eru á því róli og við erum að bíða eftir afgreiðslu.“ Segir hann farið með þetta verkefni eins og önnur. „Ef eitthvað er athugavert, við fáum beiðnir eða óskir frá yfirvöldum eða fólki, þá bregðumst við við þeim og gerum það sem gera þarf.“ ATHUGASEMDUM SINNT SAMDÆGURS „Besta leiðin til að halda lífi í húsunum er að hafa þau í útleigu,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, tals maður Samson Properties. Segir hann allt húsnæði Samson Properties í miðborginni vera í útleigu. Þá sé húsum og lóðum reglubundið haldið við. Hann segir leigendur vera á staðnum og þá fylgjast með. „Ef þeir sjá eitthvað athuga- eða ámælisvert er því sinnt samdægurs.“ ÆTLA AÐ LOKA HÚSUNUM „Húsin verða gerð mannheld á þann hátt sem hægt er,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjár- málastjóri Festa fasteignafélags. „Gluggum og hurðum verður lokað og við förum að þeirra tilmælum í einu og öllu,“ segir hún og vísar til þess að slökkviliðsstjóri og byggingafulltrúi hafi átt fund með þeim hjá Festum þar sem farið var yfir hvað þyrfti til að gera húsin mannheld. FRÉTTASKÝRING OLAV VEIGAR DAVÍÐSSON olav@frettabladid.is Þetta er algerlega óþolandi fyrir borgar- yfirvöld, að sjá þessi hús sem í sumum tilfellum voru í ágætu ástandi þegar þau voru keypt, grotna niður. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON BORGARFULLTRÚI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.