Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 72
40 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Fjórtánda plata R.E.M., Accelerate, kemur út á mánudaginn. Eins og nafnið vísar í er tónlistin á henni hraðari og hressilegri en á síðustu plötum. Trausti Júlíusson tékkaði á R.E.M. Fyrir rúmum áratug virtist ekkert geta stöðvað bandarísku hljómsveitina R.E.M. Hún sendi frá sér hverja metsöluplötuna á eftir annarri, spilaði á stórum leikvöngum og var nefnd í sömu andrá og U2 sem ein af stærstu hljómsveitum heims. Síðan hefur margt breyst. Trommuleikarinn Bill Berry sagði skilið við sveitina í október 1997 og plöturnar sem R.E.M. hefur sent frá sér síðan, Up (1998), Reveal (2001) og Around the World (2004) hafa hvorki náð að sannfæra gagnrýnendur né plötu- kaupendur. Sérstaklega þótti sú síðastnefnda vond og þó að margar minni sveitir myndu glaðar sætta sig við að selja tvær milljónir eintaka úti um allan heim þá er það frekar lélegt fyrir R.E.M. Automatic for the People fór í sextán milljón eintökum … Indí-gítarrokktímabilið R.E.M. var stofnuð í Athens í Georgíuríki árið 1980 af Michael Stipe söngvara, Peter Buck gítarleikara, Mike Mills bassaleikara og trommuleikaranum Bill Berry. Fyrstu árin var hún virt og vel metin indí- gítarrokksveit sem spilaði mikið á tónleikum og sendi frá sér plötur sem fengu frábæra dóma og seldust þokkalega. Fyrsta platan, Murmur, kom út 1983 og var valin plata ársins af tímaritinu Rolling Stone. Reckoning (1984), Fables of the Reconstruct- ion (1985), Lifes Rich Pageant (1986) og Document (1987) þóttu líka góðar og þegar hér var komið sögu sagði sveitin skilið við IRS-fyrirtækið sem gaf út fyrstu fimm plöturnar og samdi við útgáfurisann Warner. Og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru hvað vinsældir og plötusölu varðar. Platan hans Peter Buck Eins og áður segir þótti síðasta R.E.M.-plata, Around the World, afspyrnu slöpp. Þeir Michael Stipe, Mike Mills og Peter Buck voru allir staðráðnir í því að gera betur næst og ákváðu að vinna nýju plötuna allt öðruvísi en þá síðustu. Í staðinn fyrir að hanga í stúdíói mánuðum saman og vona að eitthvað gerðist var platan tekin upp hratt á fjórum stöðum (Vancou- ver, Athens, Dublin og London) og sveitin prufu- keyrði nokkur laganna á tónleikum í Dublin síðasta sumar. Upptökum stjórnaði Írinn Jacknife Lee sem meðal annars hefur unnið með Block Party og U2. Accelerate er afturhvarf til gítarrokksins sem sveitin spilaði um miðjan níunda áratuginn. Hún er stundum kölluð platan hans Peter Buck, en gítar leikar inn var sérstaklega ósáttur við Around the World. Nú eða aldrei Meðlimir R.E.M. hafa að eigin sögn ekki miklar áhyggjur af því hvort nýja platan eigi eftir að seljast mikið, en þeir gera þó ráð fyrir að hún slái síðustu plötu við. Þeir eru hins vegar á því að það sé mikilvægt fyrir sveitina að gera góða plötu. Það er nú eða aldrei. Og þeir eru allir mjög sáttir við útkomuna. Það sama má segja um nokkra af helstu tónlistarmiðlunum. Tímaritin Q, Mojo og Rolling Stone gefa Accelerate öll fjórar stjörnur af fimm mögulegum. David Fricke, sem skrifar dóminn í Rolling Stone, segir Accelerate eina af bestu plötum R.E.M. frá upphafi. Hún minni helst á Lifes Rich Pageant og Document. Hann segir gítarana allsráð- andi, „eins og maður sé með EP-plötuna Chronic Town með R.E.M. og Never Mind the Bollocks með Sex Pistols í spilaranum á sama tíma“. Hljómar ekki illa … Activism er þriðja plata Þóris Georgs Jónssonar eða My Sum- mer as a Salvation Soldier eins og hann kallar sig. I Believe In This kom út 2004 og Anarchists Are Hopeless Romantics 2005. Þórir hefur þegar skapað sér sinn eigin stíl sem er lágstemmt sambland af indí-rokki og trúbadoratónlist. Það sem einkennir tónlistina er per- sónulegir og manneskjulegir text- ar og söngstíll Þóris sem hljómar svolítið eins og hann sé alltaf dapur og hikandi. Activism kemur bæði út hér á landi og í Evrópu, en Þórir hefur spilað töluvert erlendis og er þegar þetta er skrifað á stuttri tónleikaferð um Bandaríkin. Activism sver sig í ætt við fyrri plöturnar. Tónlistin er á köflum mjög hæg og stundum, eins og í Hey Mom, Track 6 og Closing Time, er eins og Þórir vilji láta hvern tón njóta sín. Lögin eru að vísu mishæg og platan er brotin hressilega upp með lagi númer sjö, How Are You?, sem er þrælfínn rokkari með flottum og hráum hljómi, en svo róast allt niður aftur í næsta lagi á eftir, The Sun, og róleg heitin haldast út plötuna. Á Activism eru 12 lög og nokkur þeirra eru frábær þar á meðal Jesus Christ, I’ll Try, Hey Mom, How Are You og The Sun. Það er margt vel gert á Activism. Bak- raddirnar í We’ll Talk eru til dæmis flottar og það sama má segja um slide-gítarleikinn í Jesus Christ og intróið í I’ll Try svo dæmi séu tekin. Að mínu mati mætti Þórir að ósekju vera djarfari í að brjóta upp þessa ofurhægu stemningu sem reynir stundum á þolinmæðina þó að hún sé líka heillandi. Það er bara svo skrambi gaman þegar hann poppar og rokkar þetta svolítið upp. Á heildina litið stendur Activism ágætlega fyrir sínu. Þórir er ekki allra, en þeir sem voru hrifnir af fyrri plötunum tveimur ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa. Trausti Júlíusson Rólegt og persónulegt TÓNLIST Activism My Summer as a Salvation Soldier ★★★ Þessi þriðja plata My Summer as a Salvation Soldier sver sig í ætt við fyrri plöturnar tvær. Tónlistin er hæggengt sambland af indí-rokki og trúbadora- tónlist með persónulegum textum. R.E.M. Tónlistin á Accelerate er afturhvarf í gítarrokkið og þykir minna á R.E.M.–plötur frá níunda áratugnum eins og Lifes Rich Pageant og Document. > Plata vikunnar Sálin hans Jóns míns - Vatna- skil 1988-2008 ★★★★ „Vatnaskil 1988–2008 er vel heppnað heildarsafn af útgefnu efni Sálarinnar hans Jóns míns. Vel unnið og glæsilegt.“ TJ Nýtt myndband Bjarkar Guðmundsdóttir við lagið Wanderlust verður frumsýnt í tví- vídd á heimasíðunni Yahoo.com 31. mars. Lagið kemur út á smáskífu 14. apríl og mun myndbandið fylgja skífunni á DVD-mynd- diski, þar sem það verður í þrívídd. Fyrr í mánuðinum var myndbandið sýnt í þrívídd í New York við góðar undirtektir. Fyrirtækið Encyclopedia Pictures, sem stýrt er af leikstjórunum Isaiah Saxon og Sean Hellfritsch, bjó til hið sjö mínútna langa myndband. Framleiðslan tók níu mán- uði og bíða því margir spenntir eftir afrakstrinum. Í myndbandinu fer Björk í dularfullan leiðangur niður á og fær á leið sinni hjálp frá sérstæðum uxum. Frumsýnt á Yahoo WANDERLUST Björk Guðmundsdóttir á leið sinni niður ána í myndbandinu við lagið Wanderlust. > Í SPILARANUM The Raconteurs - Consolers of the Lonely Gnarls Barkley - The Odd Couple Destroyer - Trouble In Dreams Peter Moren - The Last Tycoon The Long Blondes - Couples THE RACONTEURS THE LONG BLONDES Nú eða aldrei fyrir R.E.M. Öll sú mikla umræða undanfarið um menningarleg fyrirbæri á borð við Bandið hans Bubba er forvitnileg þó að hún hafi hvorki verið gagnleg né á neitt sérstaklega háu plani. Þegar þættir á borð við Idol og Bandið hans Bubba ber á góma finnst mér þó oft og tíðum fólk ekki almenni- lega átta sig á því um hvað þeir snúast. Hæfileikar spila eingöngu litla rullu í heildarmyndinni en skemmtanagildið spilar þá langstærstu. Í raun hefur hæfileikaleysi oft gert meira fyrir slíkar sjónvarpshæfi- leikakeppnir en hæfileikar. Ótrúlegt en satt þá hefur bandaríska Idolið alltaf haldið sínu sjónvarpsáhorfi og jafnvel bætt við það. Samt eru flestir sammála um að söngvararnir í þættinum séu litlu betri nú en þeir voru í upphafi og í raun verri. Staðreyndin er líka sú að Clay Aiken, Carrie Underwood og Kelly Clarkson eru þau einu sem hafa náð að selja almennilega af plötum og haldið dampi (fyrir utan Chris Daughtry sem stofnaði rokkhljómsveit og hefur hún gert það gott). Hinar „stjörnurnar“ hafa síðan valdið miklum vonbrigðum með plötusölu. Sannast hefur að lítið mál er að finna söngvara sem geta sungið bærilega, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, en listrænir og skapandi hæfileikar virðast af skornum skammti. Staðreynd þessi hefur sérstaklega endurspeglast hérlendis. Jú, mjög fínir söngvarar hafa „sannað sig“ viku eftir viku í sjónvarpinu, flytjandi mínútulöng karókílög, en þegar kemur að því að setja saman hljómsveit, búa til sín eigin lög og skapa tónlist hefur útkoman verið heldur bágborin. Tónlistarsenan á Íslandi er einfaldlega þannig að hæfileikaríkir einstaklingar geta auðveldlega komið hæfileikum sínum á framfæri. Ef þeir á annað borð geta sungið og samið tónlist komast þeir fljótt upp á yfirborðið. Hæfileikaríkt tónlistarfólk á Íslandi þarf einfaldlega ekki á hæfileikakeppnum að halda sem snúast um að syngja lög annarra. Nú hef ég ekki séð nema hálfan þátt af Bandinu hans Bubba en ég þori nokkurn veginn að fullyrða að þátturinn snúist í kringum hefð- bundna skemmtanaformúlu. Á meðan þessi formúla virkar, og út á hana er svo sem lítið að setja, helst líf í hæfileikakeppninni. Verst að hæfileikar keppendanna sjálfra halda litlu lífi í þáttunum. Örlög Bandsins hans Bubba virðast því stefna í átt að sömu örlögum og Supernova-tónlistarafskræmið en við skulum samt vona að svo verði ekki. Hæfileikalausar hæfileikakeppnir Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.