Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 80
48 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Aron Einar Gunnarsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að þessi tæp- lega 19 ára gamli Eyfirðingur hafi aðeins verið að leika sinn þriðja landsleik í sigrinum gegn Slóvakíu í fyrrakvöld lítur hann nú þegar út fyrir að vera sá sem valdið hefur. „Það er náttúrlega frábært fyrir mig að vera að spila með þessum köllum í landsliðinu og ég er að læra mikið af þessari reynslu. Utan vallar er ég kannski enn sem komið er ekki mikið að tjá mig en þegar inn á völlinn er komið missi ég mig alveg og hika ekki við að öskra á menn og láta til mín taka,“ sagði Aron Einar, sem er verulega ánægður með að hafa fengið tækifærið og ætlar að nýta það til fulls. „Ég er mjög þakklátur Ólafi Jóhannessyni landsliðsþjálfara fyrir að hafa gefið mér tækifæri á að sanna mig. Mér gekk reyndar mjög vel í fyrsta landsleiknum mínum gegn Hvít-Rússum á Möltumótinu í byrjun febrúar og vissi það að ef ég spilaði vel í Færeyjaleiknum ætti ég góðan möguleika á að halda sæti mínu í liðinu. Mark- mið mitt núna er bara að halda mínu striki og gera mitt besta til að eigna mér þessa miðju stöðu, það er klárt mál,“ sagði Aron Einar. Hann er ekki jafn ánægður með stöðu mála hjá félagsliði sínu. „Ég er ekki sáttur við að fá ekki að spila og mun fara yfir mín mál næsta sumar ef ekkert gerist en ég á reyndar von á því að AZ Alkma- ar nýti sér ákvæði um að framlengja samning minn um eitt ár frá 1. apríl næstkomandi. Hvað sem því líður ætla ég bara að halda áfram að æfa á fullu og reyna að bæta mig sem leikmaður,“ sagði Aron Einar, sem var ekki langt frá því að velja handboltann fram yfir fótboltann á sínum tíma. „Ég var miklu betri í handbolta þegar ég var yngri og ætlaði að velja hann eins og bróðir minn Arnór sem spilar með Val, en ég þarf ekki að sjá eftir vali mínu núna,“ sagði Aron Einar léttur í bragði. ARON EINAR GUNNARSSON, AZ ALKMAAR: HEFUR SLEGIÐ RÆKILEGA Í GEGN MEÐ ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Ætla að eigna mér miðjustöðuna hjá landsliðinu HANDBOLTI Íslands- og bikarmeist- arar Vals fá gríðarlegan liðsstyrk í sumar þegar landsliðsmaðurinn Sigfús Sigurðsson snýr heim eftir áralanga atvinnumennsku í Þýska- landi og á Spáni. Sigfús átti ár eftir af samningi sínum við spænska félagið Ademar Leon, sem hefur samþykkt að leysa hann undan samningi strax í sumar svo hann komist til Íslands. Dagur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vals, staðfesti við Fréttablaðið að Sigfús væri laus til þess að koma heim en sagði ekki búið að ganga frá samningum við línumanninn sterka. „Þetta er langt komið og áhugi frá báðum aðilum. Þegar góðir Valsmenn vilja koma heim tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim,“ sagði Dagur. Sigfús segir að aðalástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að koma heim sé sonur hans sem hann sakni mikið. „Strákurinn er orðinn þrettán ára og ég er búinn að vera úti flest árin af hans ævi. Ég hef ekki séð eins mikið til hans, og ekki getað eytt eins miklum tíma með honum, og ég hefði viljað. Nú er kominn tími til að hann fái að njóta þess að vera með föður sínum,“ sagði Sig- fús við Fréttablaðið í gær. „Leon sýndi mínum málum mik- inn skilning. Það er ekki bara ein- tóm sæla að vera í atvinnu- mennsku þegar maður er ekki með fjölskyldu líkt og flestir aðrir. Þá er félagslífið af skornum skammti og manni leiðist stund- um. Það er mikil tilhlökkun í mér að koma heim,“ sagði Sigfús en hann segir aldrei hafa komið annað til greina en að fara í sitt gamla félag. „Valur hefur reynst mér vel í gegnum tíðina. Félagið stóð þétt við bakið á mér er ég gekk í gegn- um erfiða tíma og ætli það sé ekki kominn tími á að ég klóri þeim aðeins á bakinu núna,“ sagði Sig- fús léttur. Hann segir að hrikalega freist- andi tilboð þurfi að koma svo hann fresti heimförinni. „Það yrði helst að vera frá Lakers,“ sagði Sigfús, sem hefur ekki verið í eins vel á sig kominn líkamlega í mörg ár og segist eiga nóg eftir. „Miðað við ástandið á mér núna gæti ég spilað tíu ár í viðbót. Hvort ég nenni því er svo annað mál. Hnéð á mér er loksins orðið gott og í fyrsta skipti í mörg ár get ég æft án spelku. Ég er farinn að geta hlaupið mikið meira og það hafa lekið af mér um sjö kíló síðan á EM í janúar. Ég verð því vonandi í góðu ástandi til þess að hjálpa landsliðinu við að komast á Ólympíuleikana,“ sagði Sigfús. henry@frettabladid.is Rússajeppinn heim í Val Sigfús Sigurðsson mun að öllu óbreyttu spila með uppeldisfélagi sínu, Val, á næstu leiktíð. Ademar Leon hefur samþykkt að hleypa honum frá félaginu til Íslands án greiðslu. Sigfús hefur þegar gert heiðursmannasamkomulag við Val. AFTUR Á HLÍÐARENDA Rússajeppinn Sigfús Sigurðsson mun leika listir sínar á fjölum Vodafone-hallarinnar næsta vetur ef að líkum lætur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson mun ákveða eftir helgi hvaða liði hann leikur með á næstu leiktíð. Hann hefur komist að sam- komulagi við Flensburg um að rifta samningi sínum við félagið í sumar en þar hefur hann fengið ákaflega fá tækifæri. Rhein-Neckar Löwen, Wetzlar, Grosswallstadt og Melsungen hafa öll boðið Einari samning. Upphaflega ætlaði hann að ákveða sig fyrir helgi en hann sagði við Fréttablaðið í gær að hann myndi þurfa helgina til þess að klára sín mál. - hbg Einar Hólmgeirsson: Velur lið eftir helgina EINAR HÓLMGEIRSSON Segir erfitt að taka ákvörðun um næsta skref. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Michael Owen fór fögrum orðum um David Beckham, félaga sinn hjá enska landsliðinu, eftir að sá síðarnefndi lék sinn 100. landsleik fyrir England gegn Frakklandi í fyrrakvöld. „Beckham sýndi í þessum leik að hann hefur enn mjög margt fram að færa fyrir England og ég er sannfærður um að hann á eftir að spila fleiri leiki í framtíðinni. Hann er í góðu líkamlegu standi, er hungrað- ur og hefur frábæran hægri fót. Allir félagar hans í enska landsliðinu samgleðjast honum með að hafa náð þessum frábæra áfanga,“ sagði Owen í viðtali við BBC Sport. Owen sjálfur á ekki langt í 100 leikja markið en hann var að leika sinn 89. landsleik fyrir England gegn Frakklandi og er sjöundi leikjahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. - óþ Michael Owen, Newcastle: Beckham á enn nóg eftir > Birgir Leifur átta höggum frá toppnum Birgir Leifur Hafþórsson er í 63. sæti eftir fyrsta dag á meistaramóti Andalúsíu í golfi sem fram fer á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og lék Birgir Leifur á 73 höggum, sem þýðir að hann er átta höggum á eftir Lee Westwood frá Englandi sem er efstur eftir fyrstu 18 holurnar. Birgir Leifur hefur aðeins komist í gegn niðurskurðinn einu sinni af fjórum mótum sínum á þessu tímabili en það var í Suður- Afríku í desember. Af þeim sökum er Birgir Leifur aðeins í 256. sæti af 290 kylfingum á peningalista Evrópumótaraðarinnar. Það er því mikilvægt að okkar maður komist áfram í gegnum niðurskurðinn í dag en hann stóð sig vel á sama móti í fyrra og endaði þá í 34. sæti. HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið tapaði með eins marks mun fyrir Kína, 20-21, í fyrsta leik sínum á æfingamótinu í Portúgal eftir að hafa unnið fyrstu 27 mín- útur seinni háfleiksins 11-3. Kínverjar skoruðu sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok eftir að Ísland hafði verið með boltann þegar 25 sekúndur voru eftir. Íslenska liðið náði hins vegar ekki skoti á marki í loka- sókn- inni og kín- versku stelpurn- ar skoruðu úr hraðaupphlaupi. „Ég sagði það við stelpurnar eftir leik að þessi leikur tapaðist ekki í lokin heldur á mjög slæmum kafla á tíu síðustu mínútunum í fyrri hálf- leik þegar við misstum þær frá okkur,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari liðsins. „Það er svekkj- andi að tapa þessum leik, eftir að hafa verið 9-15 undir í hálfleik en komið til baka og átt svona frá- bæran seinni hálfleik. Ég og allur hópurinn er svolítið brotinn eftir að hafa klúðrað þessu í lokin en engu að síður var þessi leikur skref fram á við frá því í leiknum í gær,“ sagði Júlíus, sem var sérstaklega ánægður með inn- komu þeirra Sunnu Maríu Einars- dóttur og Þóreyjar Rósu Stefáns- dóttur sem spiluðu bara seinni hálfleik í gær. „Þessar stelpur voru virkilega góðar í seinni hálfleik og eiga heið- ur skilinn. Begga var líka frábær í markinu, liðið var að spila frábær- an varnarleik í seinni hálfleik og náði í kjölfarið að vinna seinni hálfleikinn glæsilega,“ sagði Júlí- us en stelpurnar eiga frí í dag en mæta síðan Portúgal á morgun. - óój Mörk Íslands skoruðu: Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Stella Sigurðardóttir 5, Rakel Dögg Bragadóttir 3/3, Rut Jónsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Sunna María Einarsdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1. Berglind Íris Hans- dóttir varði 19 skot. Íslenska kvennalandsliðið tapaði 20-21 fyrir Kína á æfingamótinu í Portúgal: Sorglegur endir á góðum leik ÞÓREY Skor- aði jafnmörg mörk og Kína í seinni hálfleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.