Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 86
54 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. létu 6. óreiða 8. ferð 9. heyskapa- ramboð 11. íþróttafélag 12. deyfa 14. einkennis 16. tvíhljóði 17. gagn 18. suss 20. búsmali 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. smæl 3. borðaði 4. sýklalyf 5. dýra- hljóð 7. ráðning 10. fálæti 13. vöntun 15. baklaf á flík 16. í viðbót 19. gylta. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. rú, 8. túr, 9. orf, 11. kr, 12. slæva, 14. aðals, 16. au, 17. nyt, 18. uss, 20. fé, 21. knús. LÓÐRÉTT: . bros, 3. át, 4. fúkalyf, 5. urr, 7. úrlausn, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. auk, 19. sú. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Tveggja. 2 Að skíra dóttur hans að föð- urnum forspurðum. 3 Spessi. Útvarpsþátturinn A til J snýr aftur í kvöld af fullum þunga eftir páskafrí og truflun af Gettu betur. Þátturinn er í umsjón leikaranna Jóa G og Atla Þórs og hefur verið á dagskrá Rásar 2 í vetur. Auk gamanmála hafa gestir mætt í þáttinn og gefið hluti úr eigu sinni til góðgerðarmála að eigin vali. Í kvöld er komið að sjálfum Björgvini Halldórssyni sem ætlar að gefa forláta hvítan hatt. „Ég er mikill hattakarl og er reyndar mikið fyrir havaískyrt- ur líka,“ segir Björgvin. „Þetta er svona panamahattur sem Svala kom með fyrir mig eftir eina af sínum mörgu ferðum með Steed Lord. Ég á nokkra svona hatta og nota þá þegar ég er í hitabelt- inu. Ég hef oft verið með hattinn á giggum og valdi að gefa hann einfaldlega af því hann er mjög flottur. Ég vona auðvitað að það fáist sem mest fyrir hann – helst að einhver kaupi hann á raðgreiðslum – enda fer peningurinn í gott málefni, krabbameinssjúk börn.“ Uppboð stjarnanna hefur skilað hátt í milljón til góðgerðarmála. Gjöf Bubba, gítar og gullplata, skilaði mestu og seldist á 230.000 krónur, en Ómar Ragnarsson kemur næstur; húfa með áletruninni „Ég elska frúna“ og Daihatsu-smábíll seldust á 170.000 krónur samtals. Aðrar uppboðsvörur hafa meðal annars verið tambúrína frá Siggu Beinteins, sjóngleraugu Jóns Gnarrs, Rolling Stones-bolur frá Sveppa og áritaðar treyjur frá Snorra Steini og Guðjóni Val. Alls konar fólk hefur hreppt hlutina en tónlistaráhugamaður sem ekki vill láta nafns síns getið hefur oftast boðið best í tónlistartengda dótið. Hann virðist vera að koma sér upp poppminjasafni og hefur að sögn smíðað sérstakan glerskáp utan um gítarinn hans Bubba. - glh Hattur Björgvins boðinn upp PANAMA-HATTURINN GÓÐI Björgvin vonar að hann seljist á raðgreiðsl- um. „Ég hlusta nú lítið á tónlist í vinnunni, það eru yfirleitt bara fréttirnar sem ég næ í daglegu amstri. Það er þá mest Rás 2 sem verður fyrir valinu.“ Gunnlaugur Jónasson, hótelstjóri á Hótel Egilsstöðum. „Já, það er mikill áhugi og margir hafa skráð sig. Við tökum ekki fleiri inn en 25 manns og umsókn- arfrestur er til 31. mars,“ segir Eva Þengilsdóttir þróunarstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Þann 7. apríl hefst nám sem hlýtur að teljast með því flottara sem í boði hefur verið á Íslandi. Ekki er á hvers manns færi að stunda AMP- nám við HR sem einkum er ætlað er æðstu stjórnendum, forstjórum og framkvæmdastjórum. Kostar námið 1,9 milljónir á þátttakanda, kennt er í 20 daga en námið varir frá byrjun til enda í sex mánuði. Sem þýðir að hver þátttakandi borgar hundrað þúsund krónur fyrir kennsludaginn sem slíkan. Enda er aðbúnaður allur er eins og best verður á kosið. Öll námsgögn, hótel og fæði er innifalið. Námið er í lotum og lýkur með vikudvöl í Barcelona í september. Aðalsteinn Leifsson lektor er forstöðumaður MBA-náms HR, og segir hann þetta síður en svo dýr- asta námið sem þekkist á Íslandi. Þannig kostar MBA-nám við skól- ann 2,6 milljónir en það teygir sig yfir lengra tímabil. Og jafnvel þótt miðað sé við kennslustundina sem slíka má finna dýrara nám. En Aðalsteinn er fyrst og fremst stoltur af því að geta boðið upp á AMP-námið sem er í raun flutt hingað til lands af Háskóla Reykja- víkur. Ytra kosti þetta sama nám vel á fjórðu milljón. „Ellefu framúrskarandi erlendir prófessorar koma að náminu og eru með þeim fremstu á sínu sviði í heiminum. Flestir eru frá IESE, en jafnframt frá London Business School, Richard Ivey School of Business og NASA,“ segir Eva. Hún nefnir sem dæmi úr fríðum flokki fyrirlesara og kennara sjálfan Matt Melis sem starfar hjá NASA og vakti athygli þegar hann stjórnaði rannsókn á Columbia-slysinu árið 2003 þegar sjö geimfarar fórust þegar Discovery fórst. Eva telur ljóst að mikils virði sé fyrir íslenskt atvinnulíf að hafa aðgang að slíku námi. HR er í sam- starfi við IESE, viðskiptaháskóla í Barcelona, sem Financial Times hefur fimm undanfarin ár kjörið sem þann besta sem býður fram nám fyrir stjórnendur. Markhópur í námið eru reyndir stjórnendur og Eva, sem stýrir þessu tiltekna verkefni, hefur notað frumlegar aðferðir til að vekja athygli á þessu einstaka námi. Hún starfaði sem flugfreyja á árum áður og leitaði ekki eftir vatninu yfir lækinn. HR gekk til samninga við Icelandair og hefur því verið svo komið fyrir að glæsi- legum bæklingi, þar sem náminu er lýst, hefur verið dreift í vasa sæta á Saga Class. jakob@frettabladid.is EVA ÞENGILSDÓTTIR: PRÓFESSORAR Í FREMSTU RÖÐ Á LEIÐINNI Finna nemendur á Saga Class EVA ÞENGILSDÓTTIR Mikils virði fyrir íslenskt atvinnulíf að hafa aðgang að AMP-nám- inu sem ætlað er reyndum stjórnendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Þetta er skemmtilegt hobbí sem varð að veruleika. Ég ákvað að gera eina plötu og sjá hvað gerð- ist,“ segir Hlynur Ben, sem gaf fyrir skömmu út sína fyrstu sóló- plötu, Telling Tales. Hlynur hélt útgáfutónleika á Gauknum í síðasta mánuði sem heppnuðust einkar vel og ætlar hann að halda aðra slíka í heima- bæ sínum Neskaupstað 5. apríl. „Það er Sú Ellen, Einar Ágúst og svo ég,“ segir hann og hlær. „Ég hef alltaf verið að spila þar rosa- lega mikið, með alls konar hljóm- sveitum, og þeir hafa alltaf sýnt mér mikið umburðarlyndi þar.“ Þekktasta hljómsveit Hlyns til þessa er vafalítið Gleðisveit Ing- ólfs sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Hljómsveit Íslands á Skjá einum fyrir fimm árum. „Ég var svo heppinn að vera í því ævintýri öllu. Maður var náttúrulega bara krakki en þetta var mjög skemmtilegt. Ég eignaðist góða vini út úr þessu, sem eru strákarnir sem urðu síðar hljómsveitin Wulfgang. Þetta var alveg þess virði en maður myndi kannski ekki gera þetta aftur svona,“ segir hann. „Maður öðlaðist mikla virðingu fyrir þessum hörkurum sem hafa stundað þessa dansspilamennsku því ég bjóst ekki við að þetta væri svona mikið mál. Allir sem eru að spila eitthvað ættu að taka einn svona sumarrúnt og sjá hvað þeir endast.“ Hlynur ætlar sjálfur að láta það vera að ferðast um landið í sumar. „Ég verð að spila eitthvað hér og þar en ætla ekki að taka sveitaballahringinn. Þetta er kannski ekki dansvænasta músík sem þú finnur. Ég get þá bara sungið Rangur maður við önnur tilefni.“ - fb Sólóferill í kjölfar Gleðisveitar Ingólfs AF SKJÁNUM Í SÓLÓFERIL Tónlistarmað- urinn Hlynur Ben hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Hann vakti athygli í sjónvarpsþáttunum Hljómsveit Íslands fyrir fimm árum. Breytingar urðu á niðurstöðum vikulegrar áhorfskönnunar Capac- ent Gallup þegar sjónvarpsáhorfið yfir páskana var kynnt í gær. Topp 20 listinn yfir vinsælustu þætti landsins á öllum stöðvum var hvergi sjáanlegur en þess í stað var einungis hægt að kynna sér hverjir væru vinsælustu sjónvarpsþættirnir á hverri stöð fyrir sig. RÚV hefur hingað til einokað þann lista og átt nítján af tuttugu vinsælustu þáttunum en samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins gengu stjórn- endur einkastöðvanna hart fram að þessu yrði breytt og fengu í gegn með meirihlutaákvörðun. Enda leit listinn ekkert sérstaklega vel út fyrir Pálma Guðmundsson og hans fólk á Stöð 2 og Sigríði Margréti Oddsdóttur og hennar fólk á Skjá einum. Johnny King er á leið suður frá Akureyri og hefur í fórum sínum þrjú splunkuný og frábær kántrílög sem hann hyggst afhenda Magn- úsi Einarssyni útvarpsmanni til athugunar og jafnvel spilunar. Johnny, og/eða Kúrekar norðursins, eru langt komnir með vinnslu nýrr- ar kántríplötu sem heitir „Outlaws” og mun ríkja mikil eftirvænting vegna hennar hér sem og víða um heim. Til að mynda í Noregi. Rapparinn Erpur Eyvindarson er sáttur við þær viðtökur sem hann hefur fékk í erlendu pressunni vegna frammistöðu Rottweiler- hunda á Ísafirði yfir páskana. NME, sem Erpur hefur lesið stíft síðan hann var unglingur, fór lofsamleg- um orðum um Rottweiler sem og Ultra Mega Teknóbandið Stefán. En Erpur og co fá einnig gusurnar, til dæmis frá hipphopparanum Poetrix sem í Kastljósi nefndi Rottweiler sem tónlistarmenn sem virðast ekki hafa neina tilfinningu, dýpt eða þunga og í textagerð sinni náð nýjum vídd- um í tilgangsleysi. - fgg/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.