Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 24

Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 24
24 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 948 5.026 +0,07% Velta: 16.872 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,35 +0,69% ... Bakkavör 40,50 +0,62% ... Eimskipafélagið 25,90 -1,33% ... Exista 10,81 +0,37% ... FL Group 6,66 +0,00% ... Glitnir 17,65 +0,86% ... Icelandair 24,60 +1,65% ... Kaupþing 780,00 -1,14% ... Landsbank- inn 29,70 +1,02% ... Marel 92,50 +0,54% ... SPRON 4,32 -1,14% ... Straumur-Burðarás 11,66 +1,04% ... Teymi 4,28 +1,91% ... Össur 92,00 +1,66% MESTA HÆKKUN ATL. PETROLEUM +10,98% EIK BANKI +2,54% 365 +2,38% MESTA LÆKKUN ICELANDIC GR. -16,07% EIMSKIPAFÉL. -1,33% SPRON -1,14% Breska verslanakeðjan Laura Ashley jók við hlut sinn í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros í vikubyrjun og situr nú á 5,96 pró- senta hlut. Baugur er stærsti hluthafi herrafataverslunarinnar með tæpan 29 prósenta hlut og lagði fram óformleg yfirtökutilboð í úti- standandi hluti Moss Bros í enda síðasta mánaðar upp á 42 pens á hlut. Yfirtakan hefur mætt talsverðri mótstöðu nokkurra rótgróinna hluthafa í herrafataverslunni enda tilboðið lágt. Breskir fjölmiðlar segja ekki útilokað að aðrir fjár- festar leggi fram móttilboð í hana. Breska dagblaðið Times segir í gær menn hafa jafnvel spáð því að Laura Ashley, sem hefur nú keypt hluti í keðjunni fimm sinnum í þessum mánuði, muni bjóða í verslunina á móti Baugi. Er vísað til þess að fyrirtækið greiddi 46 pens á hlut fyrir bréfin sem er tíu prósentum hærra en tilboð Baugs hljóðar upp á. Talsmaður Lauru Ashley vísar því hins vegar á bug og segir kaupin góðan fjárfesting- arkost. - jab Í MOSS BROS FÖTUM Verslanakeðjan Laura Ashley hefur aukið hratt við hlut sinn í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros. Laura Ashley bætir á sig karlaklæðumAlls voru felldar niður 111 af 179 áskriftum í hlutafjárútboði Skipta sem fram fór dagana 10. til 13. mars. Þar af voru 38 áskriftir felldar niður í fyrradag þegar voru síðustu forvöð að greiða fyrir þær, klukkan fjögur síðdegis 26. mars. Afföll í hópi fjárfesta skýrast af því að sama dag og Skipti voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands, 19. mars, lagði Exista, stærsti hluthafi félagsins fram yfirtökutilboð í allt hlutafé þess á útboðsgenginu 6,64 krónur á hlut. Samdægurs tilkynnti Kaupþing að ákveðið hefði verið að innheimta ekki áskriftir sem fengust í hluta- fjárútboðinu og fella niður þær sem ekki yrðu greiddar fyrir loka- frest. Að teknu tilliti til þeirra sem féllu frá kaupum í útboðinu á Kaupþing 1.980.100.660 hluti í Skiptum, eða 26,87 prósent. - óká Hundrað og ell- efu hættir við „Ekki kæmi á óvart að verðbólgan setji nýtt met á næsta ársfjórð- ungi en við búumst við að verð- bólgukúfur sé framundan sem á rætur sínar aðallega að rekja til lækkandi gengis krónunnar undan- farnar vikur,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Glitnis í gær. Bankinn fjallaði um stjórn pen- ingamála og verðbólguhorfur í til- efni af sjö ára afmæli peninga- málastefnu Seðlabankans, en hann tók upp verðbólgumarkmið 27. mars 2001 um leið og krónunni var hleypt á frjálst flot. Hún varð um leið minnsti flotgjaldmiðill í heimi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans miðar við að halda tólf mánaða verðbólgu sem næst 2,5 prósent- um. Greiningardeild bankans bendir á að treglega hafi gengið hjá Seðla- bankanum að halda markmiði. „Á þessum tímamótum hafa stýri- vextir hér á landi aldrei verið hærri og standa nú í fimmtán pró- sentum og eru hvergi hærri í hag- kerfum með þróaðan fjármála- markað að Tyrklandi undanskildu þar sem vextir eru 15,25 prósent. Undanfarin sjö ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið að meðaltali níu prósent,“ segir í umfjöllun Glitnis, um leið og bent er á að verðbólgumarkmiði hafi ekki verið náð í nema um fimmtungi tímans síðan það var tekið upp, í átján mánuði af 84. „Verðbólgan hefur undanfarin sjö ár verið að meðaltali 4,7 prósent, sem sagt hart nær tvöfalt verðbólgumark- miðið“. - óká Verðbólgumet í vændum Peningamálastefna Seðlabanka Íslands sjö ára. Á VAXTAÁKVÖRÐUNARFUNDI Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, stinga saman nefjum á fundi í fyrra. Sjö ár eru síðan hér var tekið upp flotgengi krónu og verðbólgumarkmið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sérstök útgáfa Seðlabanka Íslands á ríkisbréfum í gær upp á 7,15 milljarða króna er sögð liðka lítillega til á svo- kölluðum vaxtaskiptamark- aði. Tregða á þeim markaði hefur stuðlað að falli krón- unnar upp á síðkastið. Horft er til frekari aðgerða bank- ans í næstu viku með útgáfu sérstakra „innstæðubréfa“ upp á allt að 50 milljarða króna. Tilboðum upp á 7,15 milljarða króna var í gær tekið í útboði Seðlabanka Íslands á skuldabréfum í flokki ríkis bréfa (RIKB 08 1212). Útboðið er viðbót við áður birta áætlun Seðlabankans og hluti af viðbrögð- um stjórnvalda til að létta á þrýst- ingi á markaði með vaxtaskipta- samninga. Óskað var eftir kauptilboðum í allt að 10 milljarða og bárust, sam- kvæmt upplýsingum Lánasýslu ríkisins, 25 gild tilboð upp á 9.950 milljónir króna að nafnverði. „Til- boðum var tekið fyrir 7.150 millj- ónir króna að nafnverði á 15,11 prósenta meðalávöxtunarkröfu,“ segir í tilkynningu Lánasýsl- unnar. „Ég á ekki von á að þetta leysi vandræðin á vaxtaskiptamarkaðn- um, til þess þarf hærri fjárhæðir,“ segir Hjördís D. Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur Greiningar Glitnis. „En þetta léttir aðeins á.“ Hjördís segir einnig horft til þess að útgáfa svonefndra inn- stæðubréfa upp á allt að 50 millj- arða króna, sem að öllum líkindum fari fram á miðvikudag í næstu viku, hafi jákvæð áhrif. „Það eru bréf til viku í senn, rafrænt skráð og framseljanleg. Það þýðir að erlendir fjárfestar geta keypt bréfin og fengið vaxtamuninn með því að eiga viðskiptin í gegnum íslensku bankana.“ Hjördís segir að þótt rúmir sjö milljarðar séu ekki ýkja há upphæð í tengslum við dagsveltu á gjald- eyrismarkaði þar sem nýlegt veltu- met sé upp á 120 milljarða króna, þá sé upphæðin dágóð viðbót við áður auglýsta útgáfuáætlun Seðla- bankans. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings, segir lykilinn að því að leysa vanda krónunnar felist í betra aðgengi íslensku bankanna að erlendum gjaldeyri. Þar segir hann skipta mestu að aðstæður á erlend- um mörkuðum batni og aðgengi fjármálafyrirtækja að fjármagni aukist á ný. Það ferli telur hann hins vegar geta tekið nokkurn tíma, þótt jákvæðar fréttir af fjármögnun íslensku bankanna gætu líka flýtt fyrir ferlinu. Hina leiðina til að auka aðgengi bankanna að erlendum gjaldeyri segir Þórhallur vera að Seðlabank- inn bjóði bönkunum gjaldeyris- skiptasamninga líkt og Seðlabank- ar hafi gert víða annars staðar. En til að af því gæti orðið þyrfti að auka aðgengi Seðlabankans að gjaldeyri, svo sem með auknum varaforða. Hann segir aðgerðir Seðlabankans nú raunar geta bætt aðgengi bankanna að gjaldeyri með óbeinum hætti, en það sé sennilega í frekar litlum mæli. olikr@frettabladid.is GJALDEYRIR Aðgerðir Seðlabankans með útgáfu ríkis- og innistæðubréfa eru sagðar með óbeinum hætti geta bætt aðgengi bankanna að gjaldeyri og liðkað til á vaxta- skiptamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðgerð sem liðkar fyrir en dugar ekki ein og sér BREYTTAR REGLUR Síðastliðinn þriðjudag tilkynnt Seðlabankinn um breytingar sem búist er við að liðki nokkuð fyrir við- skiptum á fjármála mörkuðum. 1. Skuldbindingar erlendra útibúa bankanna mynda ekki grunn bind- ingar. Breytingin er í samræmi við reglur Seðlabanka Evrópu. 2. Ákveðið hefur verið að nægilegt sé að sértryggð skuldabréf hafi tiltekið láns hæfismat en fallið frá því skilyrði að útgefandi slíkra bréfa hafi láns hæfismat. 3. Áformað er gefa út sérstök inn- stæðubréf Seðlabankans, rafrænt skráð og framseljanleg. Í fyrsta flokki verða gefin út bréf allt að 50 milljörðum króna. Ísland á það sammerkt með Eystrasaltsríkjunum, Ungverja- landi, Tyrklandi og hugsanlega Suður-Afríku að lifa langt um efni fram með ódýru lánsfé. En nú er veislunni lokið í bili. Þetta staðhæfir breska dag blaðið Daily Telegraph í gær og bætir við að hátt skuldatryggingar álag á bankana, sem hafi keyrt útrásar- veisluna síðastliðin fimm ár, hafi sett tappann í flöskuna í bili. Álagið liggur við 800 punkta, álíka og var á fjárfestingarbank- anum Bear Stearns áður en bandaríski seðlabankinn forðaði honum nýverið frá gjaldþroti. Verði álagið lengi hátt gæti reynst erfitt fyrir áðurnefnd lönd að verða sér úti um lánsfé, að sögn blaðsins. - jab Veislunni lokið Ísland sýpur nú seyðið af góðu árunum sem einkennst hafa af ódýru lánsfé og skuldsetningu. Þetta segir breska dagblaðið Fin- ancial Times í enn einni grein sinni um íslenskt efnahagslíf í gær. Blaðið greinir frá ferðum Geirs H. Haarde forsætisráðherra erlendis og líkir þeim við söluher- ferðir þar sem hann hafi kynnt landið og lýst yfir furðu sinni á háu skuldatryggingarálagi íslensku bankanna banka og ríkissjóðs. Segi hann stöðuna skýrast að hluta af orðrómi og rógi um íslensk efna- hagsmál. Blaðið bendir hins vegar á að orðfæri Geirs svipi mjög til for- ráðamanna fjárfestingarsjóða á Wall Street sem hafi lent í hremm- ingum í kjölfar mikillar skuldsetn- ingar. Hafi þeir, líkt og íslenskir bankar og stjórnvöld, hagnast mjög síðustu ár á vaxtamun og hafi aðstæður á markaði komið aftan að þeim nú. - jab Fá skuldsetninguna í bakið Kosningabarátta innan SA Mikil kosningabarátta fer fram bak við tjöldin innan Samtaka atvinnulífsins þessa dagana. Félagsmenn samtakanna kjósa nú um hver muni taka við formennskunni af Ingimundi Sigurpáls syni, sem gefur ekki kost á sér áfram. Nýr formaður tekur svo við á aðalfundi SA sem fram fer föstudaginn 18. apríl í Listasafni Reykjavíkur. Stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga eiga þess kost að vera kosnir. Einn hefur gefið það upp að hann sé tilbúinn að takast á við hlutverkið, Þór Sigfússon for- stjóri Sjóvár. Menn líta þó enn í kringum sig og hefur nafn Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Skipta, skotið upp kollinum sem arftaka. Hann hafi víðtækar tengingar í alla kima atvinnulífs og stjórnmála, sé reynslumikill, vel þokkaður og sjái fram á rólegri tíma eftir að hætt var við að skrá skipti í Kauphöllina. Ársfundur í krísu Þeir sem velta fyrir sér hverjir verða hvar þurfa ekki að leita langt á morgun. Nóg er að fara á einn stað; ársfund Seðlabanka Íslands, Þar verða helstu fjármálamógúlar landsins mættir í sínu fínasta pússi til að hlusta á ræðu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Mun hann vafalaust fara yfir stöðuna í efnahagsmálun nú á þessum viðsjárverðu tímum. Halldór Blöndal, formaður bankaráðs, þar sem fulltrúar pólitíkusanna sitja, mun einnig flytja tölu. Báðir eru þekktir fyrir beinskeyttan og skemmtilegan ræðustíl og eiga því margir von á að skemmtilegum samfélagsspegli verði varpað upp með alvar- legum undirtóni. Í gær stóðu menn innan bankans í ströngu við að undirbúa fundinn og gafst lítill tími til að svara fyrirspurnum fjölmiðla um gerðir og orð Seðlabankans. Peningaskápurinn ... Net12 er rakin leið fyrir þau fyrirtæki og félög sem vilja fara í alvöru vaxtarækt með Byr. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Notaðu vextina strax Sími 575 4000 | www.byr.is // Hleyptu vexti í reksturinn // Fáðu háa ávöxtun // Reiknaðu dæmið til enda Þú færð vaxtavexti af þeim vöxtum sem ekki eru greiddir jafnóðum út.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.