Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 3. apríl 2008 — 90. tölublað — 8. árgangur Líf og fjör í fimleikum Fimleikasamband Íslands heldur upp á fertugsafmæli. TÍMAMÓT 30 BÍLAR Bretti, húdd og stuðarar Sérblað um bíla FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. BIRGITTA BIRGISDÓTTIR Best að vera bara í sokkabuxum og kjól tíska heimili heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS bílar FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 Árni Johnsen fékk bíl í skiptum fyrir svartfuglsegg. BLS. 4 Varahlutir og verk- stæði í Hafnarfirði Vefverslunin varahlutir.is er flutt í eigið húsnæði. BLS. 6 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir á marga kjóla og heldur sérstaklega upp á bláan kjól sem maðurinn hennar á heiðurinn að. Birgitta fékk kjólinn að gjöf frá manninum sínum, Örvari Smárasyni í múm, en japanskt hönnunarfyrir-tæki bað hann um að teikna mynd á hann. „Hann hefur mikið fengist við að teikna alls kyns fíg-úrur og munstur og var með sýningu í Japan fyrir um einu og hálfu ári. Í kjölfarið hafði japanskt hönnunar-fyrirtæki samband við hann og óskaði eftir því að hann gerði munstur á kjól. Hann teiknaði glansandi fíler aft á kjól É er kjóllinn í sérstöku uppáhaldi,“ segir Birgitta. Hún segist ekki vita af hverju fíll hafi orðið fyrir valinu. Birgitta er mikil kjólakona og líður best í sokkabuxum og kjól. „Ég er annars ekki með mjög fastmótaðan fata-smekk en veit yfirleitt hvort flíkur eru fyrir mig um leið og ég sé þær.“ Sem stendur er Birgitta að æfa fyrir leikritið mammamamma sem verður frumsýnt í Hafnarfjarð-arleikhúsinu 11. apríl. „Þetta leikrit er hugarfóstur leikstjórans Charlotte Bowing og leikkonunnar Maríu Ellingsen og fjallar um sambandið á milli mæðra og dætra. Það byggir á reynslusögum kvef Með fíl á bakinu Kjóllinn er skreyttur fíl sem eiginmaður Birgittu, Örvar Smárason, teiknaði. SKIPULAGÐAR SKÚFFUR Kommóður eru þægilegur geymslustaður fyrir alls konar dót því þær taka ekki mikið pláss og passa inn í flest rými heimilisins. HEIMILI 4 HAUST Í AUSTRI Tískustraumarnir fyrir næsta haust og vetur á Ind- landi voru kynntir í vikunni í Mumbai. TÍSKA 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ALLTAF BESTA VERÐIÐ BRUNAMÁL Ómetanleg menningarverðmæti eru í mikilli hættu vegna ófullnægjandi brunavarna í gömlum byggingum á Íslandi. Gera þarf úttekt á vandanum og stórátak í kjölfarið til að koma í veg fyrir stórslys. Verklag um brunavarnir vegna menningarverðmæta er nákvæmlega skilgreint á Norðurlöndunum en hefur ekki verið tekið upp hérlendis. Skýrsla Brunamálastofnunar um stórbrunann við Lækjartorg var kynnt í gær. Lærdómurinn sem hægt er að draga af brunanum er að mati slökkvi- liðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og brunamála- stjóra að huga verði að eldvörnum og eftirliti í eldri byggingum hérlendis. Samræmd úttekt á brunavörnum í gömlum byggingum er í undirbún- ingi á vegum brunamálastjóra, forvarnadeildar SHS, húsafriðunarnefndar og byggingarfulltrúans í Reykjavík. Verkefnið er risavaxið. Alls eru 388 mannvirki á Íslandi friðuð, þar af 84 í Reykjavík. Húsafriðunarnefnd hefur um 80 aðrar byggingar í Reykjavík á húsaverndunarskrá. - shá / sjá síðu 12 Brunavörnum gamalla húsa stórlega ábótavant og bætt eldvarnaeftirlit nauðsyn: Ómetanleg verðmæti í hættu ATVINNUMÁL Forsvarsmenn Lands- virkjunar hafa fulla trú á því að virkjun jarðvarma á Kröflusvæð- inu, Þeistareykjum, við Gjástykki og í Bjarnarflagi muni nægja til að sjá álveri Alcoa í landi Bakka við Húsavík fyrir rafmagni. Stefnt er að því að undirrita orkusölusamninga við Alcoa um næstu áramót, gangi áætlanir eftir eins og hingað til. Álverið þarf um 400 megavött af rafmagni en gert er ráð fyrir því að það verði um 250 þúsund tonn. „Við höfum fulla trú á því að það verði hægt að afla nægrar orku frá jarð- hitasvæðum og rannsóknir benda til þess að það verði hægt. Á teikniborðinu er um 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi, allt að 150 megavatta virkjun á Þeistareykj- um, á Kröflusvæðinu ættu að koma um 90 til 135 megavatta virkjun og um 40 megavött ættu að koma frá svæðinu við Gjá- stykki,“ sagði Árni Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun og forstöðumaður jarðhitasviðs hjá Landsvirkjun Power, við Fréttablaðið í gær. Árni mun í kvöld kynna stöðu mála fyrir hönd Landsvirkjunar á íbúafundi á Húsavík, stærsta bæj- arfélagi Norðurþings. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður kynnt fyrir íbúum ákvörðun Alcoa um að hefja vinnu við umhverfismat vegna fyrir- hugaðs álvers á Bakka. Þar munu forsvarsmenn Alcoa, Landsnets, Landsvirkjunar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Norðurþings kynna ítarlega fyrir íbúum sveitarfélagsins stöðu mála vegna undirbúnings fyrir álver Alcoa á Bakka. „Við höfum unnið afar faglega að þessu verk- efni og höfum fengið hrós fyrir frá öllum vígstöðvum. Við tökum ekki skóflustunguna fyrst og byrj- um svo að leysa úr skipulagsmál- unum,“ sagði Bergur Elías Ágústs- son, sveitarstjóri Norðurþings. Öll sveitarfélögin sem eru með jarðhitasvæði sem virkjuð verða vegna fyrirhugaðs álvers hafa samþykkt sameiginlegt svæðis- skipulag. Það eru Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjar- sveit og Aðaldælahreppur. - mh Jarðhiti talinn geta knúið álverið áfram Stefnt er að því að undirrita orkusölusamninga um næstu áramót vegna álvers Alcoa á Bakka við Húsavík, segir Árni Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá Lands- virkjun. Alcoa hefur ákveðið að hefja vinnu við umhverfismat vegna álvers. VIÐSKIPTI Lánveitingar erlendra banka til íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa aukist á meðan íslenskir bankar eru tregir til að lána í erlendri mynt. Askar Capital höfðu milligöngu um lántöku Hafnarfjarðarbæjar á 25 milljónum evra (2,9 milljörð- um króna) til þriggja ára hjá erlendum banka. Askar leituðu tilboða hjá átta bönkum og gátu útvegað sveitar- félaginu kjör sem eru mun betri en ríkissjóði og stóru viðskipta- bönkunum standa nú til boða á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Skuldatryggingarálag á lánið nemur 75 punktum (0,70 prósentu- stigum) á millibankavexti, meðan ríkissjóði bjóðast 300 punktar. „Þetta er bara þjónusta sem við bjóðum upp á, en það má segja að henti ekki fyrir hvern sem er heldur þarf að vera um að ræða fyrirtæki sem nýtur trausts,“ segir Þórður Jónasson fram- kvæmdastjóri fjármögnunarráð- gjafar hjá Askar Capital. - óká / sjá síðu 20 Askar Capital með milligöngu: Kjör betri en ríkis og banka VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja Of langt gengið MR-ingar hóta málsókn ef MH- ingar láta Morfíslið þeirra ekki í friði. Skólarnir hafa staðið í stríði síðustu daga. FÓLK 50 Klæðir Eurobandið Skjöldur Eyfjörð mun sjá um bún- inga fyrir íslensku Eurovision-farana í ár, eins og hann gerði þegar Silvía Nótt hélt til Aþenu. FÓLK 50 Boltinn hjá KSÍ Þóra B. Helgadóttir gæti snúið aftur í landsliðið. ÍÞRÓTTIR 45 VEÐRIÐ Í DAG Víðast úrkomusamt Í dag verða norðaustan, 8 til 15 m/s, hvass- ast norðvestan til. Snjókoma eða slydda norðan til og austan en skúrir eða slydduél annars staðar. Frostlaust að deginum. VEÐUR 4 2 1 2 34 LEIÐTOGAFUNDUR NATÓ Geir H. Haarde forsætisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir stilla sér upp ásamt Traian Basescu, forseta Rúmeníu, og Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra Nató, við upphaf leiðtogafundar bandalagsins sem hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Umræða um notkun ráðherra á einkaþotu er lýsandi dæmi um á hvaða plani stjórn- málaumræðan á Íslandi er stundum, segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Hann flaug ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fylgiliði, auk blaðamanna, á leiðtogafund Nató í Rúmeníu með einkaþotu. „Það er gert að aðalmáli þeirrar heimsóknar sem ég og utanríkis- ráðherra erum í, á þessum mikilvæga leiðtogafundi, að við skulum hafa fundið hagstæða leið til að komast hingað, og það er með ólíkindum,“ segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við leiguna hafi verið 100 til 300 þúsundum króna hærri en hefði hópurinn flogið með áætlunar- flugi. Auk þess hafi mikill tími sparast. - bj, - bþs / sjá síðu 10 Geir H. Haarde um einkaþotu: Segir umræðu á lágu plani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.