Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 70
50 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. blöðru 6. í röð 8. eldsneyti 9. hall- andi 11. skóli 12. tágarílát 14. dvaldist 16. grískur bókstafur 17. hrópa 18. óhreinka 20. í röð 21. tikka. LÓÐRÉTT 1. umrót 3. hljóm 4. lófalestur 5. sarg 7. brennivínstegund 10. geislahjúpur 13. frjó 15. bannhelgi 16. fálm 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. bólu, 6. aá, 8. mór, 9. ská, 11. fg, 12. karfa, 14. varst, 16. pí, 17. æpa, 18. ata, 20. áb, 21. tifa. LÓÐRÉTT: 1. rask, 3. óm, 4. lófaspá, 5. urg, 7. ákavíti, 10. ára, 13. fræ, 15. tabú, 16. pat, 19. af. VEISTU SVARIÐ 1. Björn Ingi Hrafnsson og Björgvin Guðmundsson. 2. Mugison. 3. Rhein-Neckar Löwen. Staða upplýsingafulltrúa Ísafjarðar- bæjar var nýverið auglýst. Meðal umsækjenda, sem allir eru Ísfirðingar utan tveir, eru Kristján Freyr Halldórsson, bóksali og trommuleikari, en hann á ættir að rekja vestur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fyrr- verandi ritstjóri Krónikunnar og verðlauna- blaðamaður. Aðrir umsækjendur eru Elísabet Samúelsdóttir, Hálfdán Bjarki Hálfdánarson, Hlynur Kristjánsson, Margrét Þóra Óladóttir og Thelma Hjaltadóttir. Íslendingar allir eru stoltir af Björk en enginn þó sem faðir hennar Guðmundur Gunnars- son verkalýðsleiðtogi. Eðlilega. Guðmundur vekur athygli á í ágætu bloggi sínu að nú hafi Björk toppað sig með nýju vídeói við lagið Wanderlust. Það lag flytur Björk sjaldan nema hún telji tónleikasalinn góðan. Blaðamannafélagið hefur boðað til aðalfundar og ein þeirra breyting- artillagna sem borin verður upp þar er sú að ekki verði leyfilegt að bjóða sig fram til formanns nema með viku fyrirvara. Er tillagan ágætlega til þess fallin að styrkja þann formann sem fyrir er hverju sinni í sessi því hugsanleg uppreisnaröfl eru sjaldnast vel skipulögð. Núverandi formaður er Arna Schram. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hef borðað það sama í morgunmat á hverjum degi síðan ég var þriggja ára. Það er ristað brauð og kókómalt.“ Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastýra Unifem á Íslandi. Kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason mun taka upp kvik- mynd Baltasars Kormáks, Run for her Life, en hún verður fyrsta kvikmynd leikstjórans í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Frétta- blaðið. Þeir félagar eru ekki ókunnugir hvor öðrum en þeir unnu saman að gerð Little Trip to Heaven. „Að fá Óttar er nátt- úrulega frábært,“ segir Baltasar sem var á leiðinni upp í flugvél til Los Angeles þegar Fréttablað- ið náði af honum tali, þar átti hann að eiga fund með framleið- endum myndarinnar. Ferðin gekk þó ekki þrautalaust því Baltasar var vakinn klukkan þrjú um nóttina og honum til- kynnt að ef hann ætlaði sér að ná morgunfluginu yrði hann að hafa varann á. Hann var því mættur út á Leifstöð klukkan fjögur og komst með því móti hjá mót- mælaaðgerðum atvinnubíl- stjóra. „Þetta var hressandi, enda tiltölu- lega stutt ferðalag fyrir höndum,“ segir leikstjórinn en tíu tíma tekur að fljúga frá London til L.A. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Dermot Mulron- ey leika aðalhlutverkið í mynd- inni en ekki hefur verið ákveðið hver muni leika kvenhlutverkið. Baltasar segir þau mál á við- kvæmu stigi og verið sé að ganga frá nokkrum lausum endum. Hann hafði þó ástæðu til að fagna í byrjun vikunnar þegar kvikmyndin Mýrin var leyst út með verðlaunum á franskri kvik- myndahátíð. Myndin var valin sú besta á Valenciennes-hátíð- inni auk þess sem bæði leikstjór- inn sjálfur og Ingvar E. Sigurðs- son voru heiðraðir fyrir sinn hlut í myndinni. - fgg Íslenskur tökumaður með Balta í Hollywood Skjöldur Eyfjörð og Selma Ragn- arsdóttir munu hafa veg og vanda af útliti Eurobandsins þegar það stígur á Eurovision-sviðið í Serbíu um miðjan maí. Ekki er um lítið ábyrgðarhlutverk að ræða því búningar og framkoma geta ráðið milli feigs og ófeigs þegar atkvæðin frá Evrópu koma upp úr kass- anum. Skjöldur var hins vegar hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann var þá staddur við tökur á myndbandi hópsins við lagið This is my life. „Ég get alla vega lofað einhverri svakalegri búningabombu,“ segir Skjöldur sem vildi þó ógjarnan gefa upp hvaða þema yrði fyrir valinu, hóp- urinn væri að prófa sig áfram með nokkur atriði. Þetta er í annað sinn sem Skjöldur fer út í Eurovision en hann var stílisti hinnar sjálf- hverfu og óstýrilátu Silvíu Nótt. Skjöldur við- urkennir að hann sé mikill aðdáandi þessarar keppni og hann sé hálfgerð Eurovision-hóra, eins og hann kemst sjálfur að orði. Hann er sér líka fyllilega með- vitaður um mikilvægi hlutverks síns. „Við dæmum ekki síst eftr þessu sjónræna og það er bara staðreynd að fólk dæmir eftir útlitinu,“ segir Skjöldur. - fgg Stílisti Silvíu með Eurobandinu SAMAN Á NÝ Baltas- ar Kormákur og Óttar Guðnason vinna saman að gerð Run for Her Life í Bandaríkj- unum. SILVÍA NÓTT Þótti skrautleg í Eurovision-keppninni. Í ANNAÐ SINN Skjöldur er að fara í Euro- vision í annað sinn en hann var Silvíu Nótt innan handar. „Við munum kæra ef MH-ingar láta ekki ræðulið okkar í friði,“ segir Jón Benediktsson, talsmað- ur ræðuliðs MR sem mætir liði MH í úrslitum Morfís á laugar- dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær veittust nokkrir nem- endur MH að ræðuliði MR-inga með vatnsbyssum en slíkt brýtur í bága við allar reglur Morfís. Um kvöldið sauð síðan upp úr á milli fylkinganna þegar nokkrir úr herliði MH mættu í æfingahús- næði ræðuliðs MR með mynda- vélar og tóku myndir. „Þetta er alvarlegt brot á reglunum og truflaði okkur ákaflega mikið því þarna hefðu mikilvægar trúnað- arupplýsingar getað lekið út,“ bætir Jón við. „Okkur er full alvara með þessu enda ber skól- unum að virða leikreglur í þessu stríði. Við viljum ekki vinna keppnina með þessum hætti en höfum ekki margra kosta völ. Ef það verður meira ónæði þá kærum við,“ lýsir Jón yfir. Lárus Jón Björnsson, liðstjóri ræðuliðs MH, sagðist hafa fulla samúð með andstæðingum sínum í MR. Regl- ur Morfís væru skýrar, ræðuliðin væru friðhelg. „Þessir aðilar töldu sig hafa vitneskju um að þarna væri herráð MR en varð heldur brugðið þegar þeim var tjáð að þetta væri ræðuliðið. Við erum búnir að róa þetta aðeins niður,“ segir Lárus. Hann lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum yfir því að stríð skólanna væri að fara úr böndunum. Í gær var lög- regla kölluð að skóla MH þar sem nokkrir MR-ingar höfðu tekið sér stöðu uppi á þaki skólans. Fyrir neðan beið síðan her nemenda skólans með vatnsbyssur-og blöðrur fylltar af mysu og klæjaði í gikkfingurinn. Einn nemandi MR fékk væna gusu yfir sig en öðrum var sleppt með minni hátt- ar bleytu. „Ég heyrði það á mínum mönnum að þótt þeim hefði verið leyft að fara án meiriháttar skaða þá kæmi dagur eftir þennan dag,“ segir Lárus. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þótti þjálfurum liðanna nóg komið og áttu fund saman í gær. Þar voru hlutirnir ræddir og menn sammála um að það yrði að koma í veg fyrir að þetta „stríð“ færi úr böndunum. Lárus stað- festi það í samtali við Fréttablað- ið og vonaðist til að menn tækju sönsum. Hann var aftur á móti handviss um að andrúmsloftið í Háskólabíói á laugardaginn yrði rafmagnað. freyrgigja@frettabladid.is JÓN BENEDIKTSSON: MH-INGAR HAFA GENGIÐ OF LANGT Kærumál í Morfís-stríði RENNVOTUR AF MYSU Þessi MR-ingur fékk blautar kveðjur frá Hamrahlíðarskólanum. Hann fékk vatnsblöðrur fullar af mysu yfir sig. MYNDIR/SIGRÚN EYFJÖRÐ MORFÍS-STRÍÐ Nokkrir MR-ingar klifruðu upp á þak MH. Nemendur skólans biðu spenntir eftir þeim með vatnsbyssur og blöðrur fylltar með mysu. Nr. 14 - 2008 Verð 659 kr. 3. apríl. – 9. apríl. Manuela Ósk:FÓTBOLTAEKKJA Á HILTON! Nylon-stjarnan Steinunn Camilla og Sigurður Kaiser:HÆTT SAMAN! KYSSTUR OG KNÚSAÐUR! Sigurður A. Magnússon áttræður: Bjarni Haukur og María Ellingsen: 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 SKORINN Á HÁLS! Sjáið myndirnar! Böddi í Dalton: ÓFRÍSK Í KÖBEN! KOMINN Í RÆKTINA! Auðjöfurinn Kristinn Björnsson: Gerir lífið skemmtilegra! Bara í Marín Manda: ENGIN AUKA EFNI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.