Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN Þróunarsamvinna Stefán Þórarinsson, fram-kvæmdastjóri Nýsis, fer mik- inn í viðtali við Morgunblaðið sl. páskadag. Umræðuefnið er þró- unarsamvinna Íslendinga og þá einkum Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands (ÞSSÍ). Okkur þykir Stefán tala af full hvatvísum hroka um umræðuefnið, og við- horf hans til almennings í löndum þeim sem ÞSSÍ á samskipti við ber ekki vitni um hugarfar sem hentar til þróunarsamvinnu. Ekki leitað til íslensku þjóðarinn- ar Stefán segir: „(ÞSSÍ vinnur eink- um verkefni) á sviði stofnanaþró- unar og almennum minni umbóta- verkefnum. Stofnunin vinnur verkefnin sjálf með eigin fólki og lítið er leitað til íslensku þjóðar- innar (leturbr. okkar) með einum eða öðrum hætti.“ Það er svolítið erfitt að átta sig á hvað Stefán á við með stofnana- þróun; skólar eru stofnanir, rann- sóknarstofur sem vinna að fram- förum í fiskveiðum og fiskiðnaði eru stofnanir, sjúkrahús eru stofnanir, einnig mæðrahús og munaðarleysingjahæli, og batt- eríið sem heldur utan um starf- rækslu ferskvatnsbrunna má áreiðanlega kalla stofnanir. Öll verkefni eru unnin í samstarfi við landsstjórn og sveitarfélög og slíkur formlegur rekstur er nauð- synlegur til þess að hægt sé að hafa uppbygginguna opna og auð- velt sé að fylgjast með því að fjár- munum ÞSSÍ sé varið eins og stofnunin gerir kröfu um. Hjá ÞSSÍ vinnur fjöldi sérfræðinga á þeim sviðum sem þörf er á, auk þess sem ráðgjafar hafa verið ráðnir til skamms tíma, s.s. vegna jarðhitarannsókna, borana og þess háttar. Við skiljum ekki staðhæfing- una um að ekki sé leitað til íslensku þjóðarinnar; starfsmenn ÞSSÍ eru íslenskir, en eðli málsins samkvæmt eru heimamenn á hverjum stað menntaðir og/eða þjálfaðir til að geta tekið við af íslenskum starfsmönnum í fyll- ingu tímans. Um það snýst jú þróunarsam- vinna þegar allt kemur til alls, að gera heima- menn sjálfbjarga. Litlir hópar sem engu skipta Stefán segir einnig að verkefni ÞSSÍ séu „frið- þægingaraðstoð“, lítil verkefni í félagslega geiranum sem „hreyfi lítið við grundvallar- þáttum mannlífsins. Þetta er …góðgerðar- starf fyrir litla hópa sem breytir litlu um þjóðfélagsþróunina hjá viðkomandi þjóð þegar til lengri tíma er litið“. Í þessum ummælum gætir lítillar virðingar í garð þess fólks sem unnið er með. Hverjir skyldu þessir hópar vera, sem litlu skipta um þjóðfélagsþróunina? Því er fljótsvarað: Mestanpart konur og börn; almenningur í þessum löndum, hvorki meira né minna. Gjarnan sá hluti sem vegna kringumstæðna býr við erfiðast- ar aðstæður; veikt fólk (sjúkra- hús), börn og fullorðnir sem ekki hafa getað notið skólagöngu (leik- skólar, grunnskólar, fullorðins- fræðsla (einkanlega fyrir konur, en einnig karla), heyrnleysingja- skólar. Fleiri dæmi mætti nefna. Ástæða þess að lögð er áhersla á þessa þjóðfélagshópa er að geng- ið er út frá þeirri vissu að mennt- un og góð heilsa séu grundvöllur þess að fólk geti lagt sitt af mörk- um til að byggja upp betra þjóðfé- lag. Þegar til lengri tíma er litið. Okkur furðar því nokkuð þessi afstaða Stefáns. Einföld verkefni og áhrifalítil Spurður um hvort hann telji að heilsugæslustöðvar, t.d., skili tak- mörkuðum árangri segir Stefán að yfirleitt séu þetta svo einföld verkefni að þau geti ekki mistekist, en „þau hafa sáralítil áhrif og valda engum stórum breytingum í þjóðfélaginu en gagn- ast afmörkuðum hópum.“ Jafnframt segir Stefán: „Við blöndum okkur ekki nægilega í þann stóra slag sem miðar að bættum lífskjörum fólksins.“ Þessi ummæli bera vott um ákaflega sér- stæða þjóðfélagssýn. Störf að heilsugæslu gagnast aðeins afmörk- uðum hópum og miða ekki að bættum lífs- kjörum fólks. Hér má vissulega fallast á það sjónarmið að heilsu- gæsla gagnist aðeins veiku fólki, en það er nú einu sinni eðli heilsugæslunnar alls staðar í heiminum, líka á Íslandi. Er Stefáni alvara þegar hann heldur því fram að uppbygging heilsugæslu- kerfis miði ekki að bættum lífs- kjörum fólks? Sé svo á hann sér sem betur fer ekki marga skoð- anabræður í heiminum. Það er ekki augljóst hvers vegna Stefán Þórarinsson lét taka þetta viðtal við sig. Ugglaust hefur hann þó viljað koma á fram- færi skoðunum sínum og lífs- reynslu, sem hann telur áreiðan- lega að geti gagnast í þróunarstarfi. En fram til þessa hefur hugmyndafræði ÞSSÍ byggst á að gera heimamenn sjálfbjarga, þannig að þeir geti bjargað sér án utanaðkomandi aðstoðar í framtíðinni. Verið sjálf- um sér nægir, geti notað auðlind- ir sínar og önnur náttúrugæði landi sínu til gagns; kenna kenn- urunum og þjálfa þjálfarana. Stefnan hefur ekki verið sú að nota auðlindir þróunarlanda sem gróðalindir fyrir íslensk fyrir- tæki, enda væri hæpið að tala um þróunarsamvinnu í slíku sam- hengi. Höfundarnir sitja í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. 24 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Mannréttindi Mannréttindastefna Reykjavíkurborg- ar var samþykkt vorið 2006 en með samþykkt hennar var jafnréttis- stefna borgarinnar felld úr gildi. Með þessari breytingu skuldbatt borgin sig til að vinna að réttindum borgarbúa í víðara samhengi en áður hafði tíðkast. Til viðbótar við kynjajafn- rétti komu inn ákvæði vegna aldurs, fötlunar, heilsufars, kynhneigð- ar, trúarbragða, stjórn- málaskoðana, uppruna og þjóðernis. Á fundi borgarstjórn- ar þann 18. mars sl. fór nýkjörinn formaður mannréttindaráðs, Marta Guðjóns- dóttir, yfir áherslur meirihlutans í málaflokknum. Því miður er ekki hægt að sjá að þær áherslur verði til hagsbóta fyrir mannréttindi borgarbúa. Í ræðunni kom fram að helstu nýmæli meirihlutans í málaflokkn- um verði að framkvæma skoðana- könnun meðal borgarbúa um hvaða áherslur ætti að setja í forgang í mannréttindamálum og endurskoða svo Mannréttindastefnu Reykjavík- urborgar í kjölfarið. Þörfin fyrir þessi nýmæli er þó vandséð. Hvers vegna endurskoðun? Mannréttindastefna Reykjavíkur- borgar er ekki orðin tveggja ára gömul. Hún hefur ekki verið gefin út, varla verið kynnt og hvergi inn- leidd svo heitið geti. Í stefnunni eru skýrar áherslur sem unnar voru í þverpólitískri sátt og samráði við hagsmunasamtök og voru svo samþykktar með öllum greiddum atkvæðum. Endurskoðun á stefnu sem fullkomin sátt ríkir um og engin reynsla er komin á getur ekki talist tíma- bært verkefni. Nær væri að huga að innleið- ingu og framfylgd stefnunnar. Jafnframt er sú aðferðarfræði sem meirihlutinn boðar, að byggja endurskoðun stefnunnar á niðurstöð- um símakönnunar, ekki til marks um mikið inn- sæi í upplag eða eðli málaflokksins. Hver veit best? Kjörnir fulltrúar starfa í umboði almennings og þeim ber að hafa eins mikið samráð við íbúa og hugs- ast getur. Rödd minnihlutahópa verður þó oftar en ekki undir í umræðunni. Einmitt þess vegna var, við mótun mannréttindastefn- unnar, lögð rík áhersla á mikið og virkt samráð við hagsmunasamtök allra þeirra hópa sem stefnan nær til. Þannig var mannréttindastefn- an mótuð með hliðsjón af þekkingu og reynslu þeirra hópa sem stefnan er sett til að verja og styrkja. Ríkjandi gildi og viðhorf í samfélaginu eru oft undirrót þess að staða ákveðinna hópa er verri en annarra. Það er því eitt mikilvæg- asta hlutverk mannréttindaráðs að breyta þessum viðhorfum. Fræðsla um stöðu og aðstæður minnihluta- hópa er þar grundvallaratriði. Það er því vandséð hvernig skoðana- könnun meðal almennings á að nýt- ast við endurskoðun á Mannrétt- indastefnu Reykjavíkurborgar. Þegar kemur að málefnum minni- hlutahópa er þekking á stöðu ólíkra hópa í samfélaginu sértækari en svo að hún sé á allra vitorði. Því verða yfirvöld að axla ábyrgð í sam- ráði við þá sem þekkinguna hafa við að tryggja rétt og stöðu ólíkra hópa. Á meðan bíða verkefnin Á þeim hundrað dögum sem Tjarn- arkvartettinn var við völd í Reykja- vík tókst að efla pólitískt vægi mannréttindaráðs. Gert var ráð fyrir fjármagni í áætlunum borgar- innar svo hægt yrði að hrinda mann- réttindastefnunni í framkvæmd. Útgáfa og kynning á mannrétt- indastefnunni var í burðarliðnum, til stóð að kynna og innleiða aðgerð- aráætlun í málefnum innflytjenda, sem og aðgerðaráætlun gegn kyn- bundnu ofbeldi. Auk þess var fyrir- hugað að útbúa fræðsluefni fyrir starfsfólk og stjórnendur allra sviða borgarinnar. Ekkert af þessu hefur komist til framkvæmda eftir að meirihluti sjálfstæðismanna og Ólafs F. Magn- ússonar hrifsaði til sín völdin í Reykjavík. Væntanlega bíða menn eftir niðurstöðum skoðanakönnun- ar, að hinir mörgu ákveði hvað sé best fyrir hina fáu og hvar réttur minnihlutahópa sé helst fótum troðinn. Höfundar eru borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúi. Mannréttindi meirihlutans? SÓLEY TÓMASDÓTTIR SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Borgarstjóri á villigötum UMRÆÐAN Borgarmál Ekki hefur farið framhjá mörgum að umferðar- og sam- göngumál á höfuð- borgarsvæðinu hafa verið talsvert til umfjöllunar og nær- tækast að minnast á aðgerðir atvinnubíl- stjóra til að mótmæla þróun elds- neytisverðs. Til eru þeir sem vilja af einlægni beita sér fyrir umhverfisvænum lausnum í samgöngumálum borgarinnar og er undirritaður einn þeirra sem lengi hafa talað fyrir slíku átaki. Borgarstjórinn í Reykjavík er því miður ekki í þessum hópi. Kemur það vægast sagt á óvart eftir allar yfirlýsingar hans um að umhverfismálin séu hans hjartans mál. Tillaga mín og 11 annarra þing- manna um raunverulega athugun á hagkvæmni lestarsamgangna, m.a. léttlestakerfis á höfuðborg- arsvæðinu, hefur almennt fengið góðar viðtökur. Í kjölfarið lagði minnihlutinn í borgarstjórn fram sambærilega tillögu þar og sjálf- stæðismenn tóku undir hana með samþykkt tillögu í þessa sömu veru í borgarráði. Varð að fresta málinu í borgarráði milli funda en borgarstjóri var svo fjarver- andi þegar málið var afgreitt. Margvísleg rök mæla með því að gerð verði heildstæð athugun á hagkvæmni lestarsamgangna. Úrtölumenn, eins og t.d. borgar- stjóri, hafa bent á að slík könnun hafi verið gerð fyrir nokkrum árum og niðurstaðan þá ekki þótt fýsileg. En það er eins og það komist ekki inn fyrir skel úrtölu- manna að það hefur margt breyst á fáum árum í þessu efni. Í fyrsta lagi má nefna að athugunin á sínum tíma fjallaði ekki um þjóð- hagslega hagkvæmni, hún tók aðeins til beins kostnaðar og áætlaðra rekstrartekna. Ekki var fjallað um samfélags- legan ávinning af færri slysum, styttri ferðatíma, minni losun gróðurhúsaloft- tegunda eða ávinning samfélagsins af því að nota innlent raf- magn sem orkugjafa í stað innflutts jarð- efnaeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Þessu til viðbótar hafa viðhorfin í samfélaginu til umhverfismála breyst og sem betur fer á þann veg að æ fleiri skynja nú mikilvægi þessa mála- flokks og þess, með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi, að tryggja sjálfbæra þróun á öllum sviðum. Þá hefur eldsneyt- isverð hækkað geysilega að undanförnu og fátt sem bendir til þess að sú hækkun sé aðeins tímabundið skot. Það er því afar brýnt að leita nýrra lausna og við verðum að leggja talsvert á okkur í því sambandi. Loðin svör borgarstjóra nú síð- ast um að hægt sé svosem að fara í ódýra athugun bera vott um að maðurinn ber ekkert skynbragð á kröfur og þarfir nútímans og framtíðarinnar og er að því er virðist algerlega laus við allan skilning á umhverfismálum í borgarsamfélagi. Þegar augu sífellt fleiri opnast fyrir því að stórefling almenningssamgangna er eina vitræna lausnin í sam- göngumálum höfuðborgarsvæð- isins og að tryggja þarf öruggar, áreiðanlegar og mengunarlitlar almenningssamgöngur og nýta innlenda orkugjafa fremur en innflutt bensín og olíu, er borgar- stjórinn eins og síðasti móhíkan- inn með fjarrænt blik í augum og skilur ekki kall tímans. Hann er því miður á algjörum villigötum og væri óskandi að hann skynjaði sinn vitjunartíma. Höfundur er alþingismaður og hefur oft hvatt Ólaf F. Magnús- son til dáða í umhverfismálum. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON HAUKUR MÁR HARALDSSON SIGFÚS ÓLAFSSON Litlir hópar sem skipta engu? 13:00 Setning Ávarp forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar Venjuleg aðalfundarstörf Afhending styrkja Akks 17:30 Fundarslit 20:00 Kvöldverður og skemmtun með félagsmönnum VM og mökum 10:00 Setning Anna Sigurðardóttir, náms- og starfsráðja: Að ea sig í star – Mikilvægi starfsánægju – Að setja sér markmið Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími-Símenntun: Raunfærnimat – Gerð feril- skrár Eyþór Eðvarðsson, vinnusálfræðingur: Ráðningaferli – Launaviðtöl – Samningatækni Umræður 16:30 Þingslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.