Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 56
36 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > GOTT STÓRT PLAN Fyrsta leikna kvikmynd Ólafs Jóhann- essonar, Stóra planið, fékk þrjár stjörnur hjá bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Aðsóknin á myndina hefur verið í samræmi við þá dóma en tæplega sex þúsund manns sáu hana fyrstu helgina. Doomsday Hvers kyns plágur og sjúkdómar sem eiga að ógna tilvist mannsins og alls lífríkis á jörðinni hafa oft leikið stór hlutverk á hvíta tjaldinu. Doomsday er enn ein myndin í þessum dúr og varla þarf að kynna söguþráð- inn í Doomsday. Vírus hefur nánast lagt jörðina í rúst og eftir 25 ára volæði hefur tími mannkynsins runnið sitt skeið með tilheyrandi eltingarleikjum, ópum og látum. Leikstjóri: Neil Marshall. Aðalhlutverk: Bob Hoskins og Rhona Mitra. Dómur IMDB: 6,5/10 Fool‘s Gold Líf Bens Finnegan snýst að mestu eða öllu leyti um falda fjársjóði og leitina að þeim. Svo mikil er áráttan orðin að eiginkona hans, Tess, gefst upp á honum, fær sér vinnu á snekkju auðkýfingsins Nigels Honeycutt og hyggst gleyma ástmanni sínum um aldur og eilífð. En leiðir Bens og Tess liggja aftur saman þegar hann laumar sér um borð og sannfærir herra Honeycutt um að koma með sér í fjársjóðsleit. Leikstjóri: Andy Tennant. Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Kate Hud- son og Donald Sutherland. Dómur IMDB: 4,8/10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA Tökur á kvikmyndinni Brimi eru í góðum gír og í gær var Landhelgisgæslan fengin til aðstoða við leik og störf. TF-Líf og varðskipið Týr fóru á kostum í einum umfangsmestu tökum kvikmyndarinnar og Friðrik Örn ljósmyndari var á staðnum til að fanga andrúmsloftið. Brim byggir á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar og segir frá lífi áhafnar um borð í línubát. Í kvikmyndinni er hins vegar dragnótabáturinn Jón á Hofi í aðalhlutverki en framleiðslufyrirtækið ZikZak bjargaði honum frá því að enda sem brotajárn. Leikhópurinn Vesturport fer með stærstu hlutverkin í myndinni og hafa leikararnir, allir sem einn, hlotið þjálfun í því að verka fisk í frystihúsum og farið nokkra túra með „alvöru“ sjómönnum. Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri Brims, sagðist í samtali við Fréttablaðið vera fullur þakklætis í garð Landhelgisgæsl- unnar. „Þeir voru alveg ótrúlegir,“ segir Árni en aðstandendur myndarinnar hafa lagt sig mikið fram við að fanga ekta andrúmsloft hjá hetjum hafsins. - fgg Brim fer á flug UNDIRBÚNINGUR Árni Ólafur leikstjóri undirbýr sig niðri í Tý. Ekki er ósennilegt að hjartað hafi tekið nokkuð aukaslög. MYNDIR/FRIÐRIK ÖRN LEIKHÓPURINN Vesturportsfólk leikur stærstu hlutverkin í myndinni en hún segir frá lífi áhafn- ar um borð í dragnótabát. SIGIÐ NIÐUR Í TÝ Magni Ágústsson tökumaður sígur niður í Tý eftir vel heppnaða þyrluferð. FALLEGT Veðurguðirnir léku við hvurn sinn fingur á þriðjudaginn og tökuliðið hefði varla getað verið heppnara. Breska leikkonan Helen Mirren virðist þreytast seint á því að bregða sér í hlutverk sögulegra kvenna. Hún mun taka við af Meryl Streep sem eiginkona rit- höfundarins Leo Tolstoj, Sofia. Christopher Plummer hefur einn- ig verið skipt inn á fyrir Anthony Hopkins og mun leika rússneska skáldið sem er talið eitt áhrifa- mesta skáld síðari tíma. Ástarsamband Tolstojs og Sofiu vakti mikla athygli í Moskvu á sínum tíma en Tolstoj var af frægri ætt borgarastéttarinnar í höfuðborginni og hafði mikil áhrif. Sofia var sextán árum yngri þegar þau kvæntust og mun kvikmyndin beina sjónum sínum að síðustu dögum skáldsins og sambandi hans við eiginkonuna. Paul Giam- atti mun að öllum líkindum leika fjölskylduvininn Chertkov og Ato- nement-stjarnan James McAvoy verður í hlutverki ritara sem Chertkov réð handa vini sínum. Tökur á kvikmyndinni hefjast í Þýskalandi í næsta mánuði og miðað við hlutverkaskipan má fastlega reikna með því að kvik- myndin verði áberandi þegar kemur að Óskarsverðlaunum. Mirren er eiginkona Tolstojs EIGINKONA TOLSTOJS Helen Mirren fór létt með Elísabetu drottningu og ætti að geta skilað hlutverki sem eiginkona Tolstojs með álíka miklum glæsibrag. „Þetta á allt saman rætur sínar að rekja til þess að undanfarin ár hefur kvikmyndahóp- urinn Deux ex Cinema skrifað um nærri fimm hundruð myndir og mig langaði til að taka saman hverjar niðurstöðurnar væru,“ segir Árni Svanur Daníelsson, doktorsnemi í guðfræði. Hann heldur erindi á listahátíð Seltjarnarneskirkju í kvöld klukkan átta um Biblíuna í kvikmyndum. Deux ex Cinema hefur undanfarin ár skrifað um trúarlegar tilvísanir í kvikmyndum og gaf út bók fyrir nokkrum árum undir nafninu Guð á hvíta tjaldinu. Árni segir að það hafi komið honum á óvart hversu veigamiklu hlutverki rit Biblíunnar gegndu í þessum fimm hundruð kvikmynd- um. Árni bendir þó á að sumar þessara tilvísana hafi lítil sem engin áhrif á fram- vindu sögunnar á meðan aðrar notfæri sér hinn trúarlega texta til slíkra verka. „Svo er líka forvitnilegt að skoða hvort er vinsælla, Gamla testamentið eða það nýja,“ bætir Árni við. Árni ætlar sér að sýna brot úr tveimur vel völdum kvikmyndum þar sem Biblían kemur töluvert við sögu; annars vegar úr dönsku kvikmyndinni Adam‘s Æbler þar sem saga harmkvælamannsins Job liggur til grundvall- ar og hins vegar Magnolía en þar kemur froskaregnið úr Exodus töluvert við sögu. Jafnframt verða sýnd nokkur brot úr teiknimyndaseríunum The Simpsons og Futurama en Biblían og trúarleg stef eru þar ósjaldan til umfjöllunar. Biblían í Futurama og Simpsons TRÚ Í KVIKMYNDUM Árni Svanur tilheyrir Deux ex Cinema sem hefur skrifað um trúmál í kvikmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.