Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 54
34 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Djassöngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir hefur gefið út diskinn Gentle Rain sem er safn ellefu töku- laga eftir meistara á borð við Rodgers og Hart, Berlin, Legrand, Arle, og Lennon og McCartney. „Gentle Rain“ má lýsa sem latín- og poppskotinni djassplötu. Lögin hefur Guðlaug sjálf endurútsett. Með henni á diskn- um leika úrvals hljóðfæraleikarar, Ásgeir Jón Ásgeirsson á gítar, Jóhann Hjörleifsson á trommur og slagverk, Róbert Þórhallsson á bassa og Vignir Þór Stefánsson á píanó. Upptökur fóru fram í Tónveri FÍH og Tónverki á Selfossi. > Ekki missa af.. Útvarpsleikrit eftir Jónas Jónas- son, Leikslok, er á dagskrá Rásar 1 í kvöld kl. 22.15. Í Leikslokum segir frá skáldi sem verður að horfast í augu við fólk sem hann notaði sem efni í leikverk fyrir löngu. Hilmar Oddson leikstýrir en meðal leikenda eru Arnar Jónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Fjórir myndlistarmenn opna sýn- ingar í Start Art á Laugaveginum í dag kl. 17. Þeir vinna í mismunandi miðla og því má búast við ólíkum og fjölbreyttum sýningum. Í Forsal sýnir Mary Ellen Croteau. Hún er bandarísk og hefur sýnt og starfað á alþjóðavísu sem myndlistarmað- ur, fyrirlesari og sýningarstjóri. Hér á landi stýrði hún sýningunni „Good Girls/Bad Women“ í Nýlista- safni árið 1995. „MAN MADE“- sýning hennar í START ART er inn- setning sem fjallar m.a. um áhrif mannsins á umhverfi sitt. Á Loftinu sýnir Rafn Hafnfjörð ljósmyndir. Rafn Hafnfjörð er löngu kunnur hér á landi og erlend- is fyrir listrænar ljósmyndir sínar. Sérstæðar ljósmyndir hans voru aðaluppistaða Íslandsdeildarinnar á heimssýningunni í Montreal 1967, hann hefur haldið stórar einkasýn- ingar á Kjarvalsstöðum, í Hafnar- borg og víðar. Sýningu sína kallar hann Dverghamar. Í Vestursal niðri er sýning Aðal- heiðar Ólafar Skarphéðinsdóttur, Hin hljóða nánd. Margbreytileg litablöndun, trérista og blönduð þrykktækni er uppistaða mynda Aðalheiðar. Í forstofuskápnum uppi sýnir Nína Gautadóttir. Verkin eiga það sameiginlegt að sýna rauðhærðar konur í myndlist. pbb@frettabladid.is Fjögur sýna í Start Art MYNDLIST Rafn Hafnfjörð ljósmyndari er einn karla í hópi þriggja kvenna í Start Art. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi og Glitnis, voru afhent í gær öðru sinni á alþjóðlegum degi barnabókarinnar, en þau eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundar- verki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmennt- ir. Var það einróma álit valnefndar, sem skipuð var Önnu Heiðu Pálsdóttur, bókmenntafræðingi, Ármanni Jakobssyni bókmenntafræðingi og Rögnu Sigurðardóttur, myndlistarkonu og rithöfundi, að Kristín Steinsdóttir skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í greinargerð valnefnd- ar segir meðal annars: „Kristín Steinsdóttir hefur verið einn af afkastamestu barnabókahöfundum þjóðarinnar í tvo áratugi og bækur hennar hafa notið mikillar hylli bæði lesenda og gagnrýnenda. Hún sló í gegn strax í upphafi með bókinni Franskbrauð með sultu (1987) og hefur síðan sent frá sér margar sterkar bækur. Hún hefur þar að auki verið að sækja stöðugt í sig veðrið sem höfundur og margir telja að hún hafi samið sín allra bestu verk á þessum áratug, þar á meðal hina margverðlaunuðu Engil í Vesturbænum (2002). Efnisval Kristínar hefur verið mjög fjölbreytt, sumar sögur hennar hafa verið ævintýra- og gamansögur en aðrar raunsæissögur með sterkum samfélags- legum undirtón. Hún hefur sótt efni í eigin upp- vöxt, Íslandssöguna, íslenska þjóðtrú og síðast en ekki síst hefur hún jafnan lagt sérstaka rækt við að miðla sérstakri skynjun barnsins á umhverfi sínu. Með skrifum sínum hefur hún í senn lyft íslenskum barnabókmenntum og vakið athygli umheimsins á þeim.“ Vigdís Finnbogadóttir afhenti Kristínu verðlaunin við hátíðlega athöfn sem haldin er á vegum IBBY og Borgarbókasafnsins. - pbb Kristín hlýtur Sögusteininn BÓKMENNTIR Kristín Steinsdóttir. NÝIR DISKAR Hugvísindaþing hefst á morgun í Aðalbyggingu Háskólans. Að því standa Hugvísindastofnun og Guð- fræðistofnun. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra á sviði hugvísinda. Meðal annars verður fjallað um íslenskar nútímabókmennt- ir, fornbókmenntir, bók- menntasögu og erlendar bókmenntir og menningu. Fjölmörg erindi verða um íslenskt mál að fornu og nýju – beygingar, Biblíuna, nafngjafir, stafsetningu, nám erlendra mála og fræðigrein- ina sem fæst við nám annars máls, táknmál og fjölmenn málstofa mun flétta saman þræði rannsóknarverk- efnisins Tilbrigði í setningagerð. Fyrirlestrar um heimspeki spanna allt frá efahyggju fornaldar til íslenskra miðalda og náttúrunn- ar í ljósi fyrirbærafræði og aust- rænnar heimspeki. Þá munu sagn- fræðingar bjóða upp á hlaðborð til heiðurs Gísla Gunnarssyni prófess- or sem lét af störfum 1. apríl. Mál- stofan „Trú, menning og samfélag“ spannar allt frá fornleifum á Skriðuklaustri til austrænna áhrifa á trúarlíf á 20. öld. Loks stendur Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, fyrir málstofu um hlýnun jarðar. Dagskráin hefst kl. 13 á morgun og lýkur kl. 17, en nokkrar málstof- ur verða búnar fyrr. Laugardaginn 5. apríl verður fyrirlestur á vegum Þýðingaseturs kl. 11 og síðan verð- ur dagskrá Hugvísindaþings fram haldið frá fyrri degi kl. 12. Árin 2005-2007 naut verkefnið Tilbrigði í setningagerð svonefnds öndvegisstyrks frá Rannsókna- sjóði. Þessi málstofa er nokkurs konar uppskeruhátíð verkefnisins og spannar báða daga Hugvísinda- þings. Markmið þessa rannsókna- verkefnis (yfirleitt kallað Til- brigðaverkefnið) hefur verið „að kortleggja tilbrigði í íslenskri setningagerð (með nokkrum sam- anburði við færeysku), gera grein fyrir dreifingu þeirra og skýra þau“, eins og segir í upphaflegri umsókn. Hér verður gefið yfirlit yfir verkefnið, sagt frá markmiði, efniviði og úrvinnslu og nefnd dæmi um niðurstöður. Eitt megin- þemað í umræðum um niðurstöð- urnar verður sú spurning hvort þær gefi tilefni til að ætla að íslenska sé að hverfa eða deyja út, eins og stundum er látið í veðri vaka (sbr. heiti málstofunnar). Njála er óþrjótandi uppspretta rannsóknarefnis. Í málstofunni verða fluttir þrír fyrirlestrar um Njálu frá mismunandi sjónarhorn- um. Þjófsaugu Hallgerðar og hvat- vísi Þráins Sigfússonar verða kruf- in til mergjar og rýnt í málnotkun Njáluhöfundar. Meðal fyrirlesara verða Helga Kress, Ármann Jakobsson og Katrín Axelsdóttir. Þá eru málstofur um húmanisma og húmanista í sögulegu ljósi, mál- stofan Við landamærin sem kenn- arar í frönsku, spænsku og ensku, auk kynjafræðinga, standa að, mál- stofa um nútímabókmenntir, mál- stofa um rannsóknarverkefnið Náttúran í ljósi fyrirbærafræði og austrænnar heimspeki sem hlaut nýlega styrk frá Rannís. Í málstof- unni verður gerð grein fyrir meg- inhugmyndum verkefnisins í inn- gangserindi og í kjölfarið koma tvö erindi sem veita innsýn í helstu þætti þess, það er afstöðu til nátt- úrunnar að hætti fyrirbærafræð- innar annars vegar og austrænnar heimspeki hins vegar. Á undanförnum árum hefur kennsla erlendra tungumála tekið ýmsum breytingum, jafnt viðhorf sem aðferðir. Sum vandamál eru sígild, önnur þróast og breytast með nýjum áherslum. Í málstof- unni um helgina verður fjallað um nám og kennslu annars máls frá ólíkum sjónarhornum og með hlið- sjón af ólíkum tungumálum. Fjall- að er um hlutverk og stöðu nem- andans í námi og kennslu og hvatann til tungumálanáms og hvernig hægt er að nýta hann og virkja. Loks er fjallað um þá sögu- legu og menningarlegu þekkingu sem miðlað er sem hluta af tungu- málanámi. Margar fleiri málstofur eru á fjölbreyttri dagskrá Hugvísinda- þings en dagskráin er birt í heild sinni ásamt útdráttum á vef Háskól- ans. pbb@frettabladid.is Hugvísindaþing haldið VÍSINDI Helga Kress er meðal fjölda fræðimanna sem halda fyrirlestra á Hugvísinda- þingi í Háskóla Íslands á morgun og laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ ATH kl. 17 á Amtsbókasafn- inu á Akureyri. Sigurður J. Grétarsson sálfræðingur fjallar um um möguleika sálfræðinn- ar á að setja fram eina hugmynd um manninn. Því er fyrst lýst hvernig uppruni greinarinnar og rannsóknar- hefð gengur að mörgu leyti gegn mótun heildarmyndar af manneskjunni. Síð- an er því lýst hvernig nokkrar frumfor- sendur úr sögu sálfræðinnar eru í raun þær mannsmyndir sem tiltækar eru í greininni og loks hugað að því hvort og hvernig þær hafa staðist tímans tönn í rannsóknum. Sigurður J. Grétarsson er prófessor í sálfræði í Háskóla Íslands. FÖSTUD. 4. APRÍL KL. 20 OG LAUG. 5. APRÍL KL. 16 OG KL. 20 SÖKNUÐUR - TÓNLEIKAR Í MINNINGU VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR. UPPSELT! SUNNUD. 6. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR OG HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR. FRUMRAUN Í TÍBRÁ! ÞRIÐJUD. 8. APRÍL KL. 20 SÖNGUR, FIÐLA, PÍANÓ BRAGI BERGÞÓRSSON, ELFA RÚN OG KRISTINN ÖRN KRISTINSSON. TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS! MIÐVIKUD. 9. APRÍL KL. 20 KLARINETT OG PÍANÓ VÍÐIR SMÁRI PETERSEN. BURTFARARPRÓF FRÁ TR! FIMMTUD. 10. APRÍL KL. 20 SÖNGTÓNLEIKAR HÖRN HRAFNSDÓTTIR OG ANTONÍA HEVESI. 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fim 3/4, fös. 4/4 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. sun 6/4 Sólarferð e.Guðmund Steinsson sýningar lau. 5/4 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. sun 6/4 Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sýn. sun. 6/4 uppselt Sá ljóti e. Marius von Mayenburg forsýn. mið 2/4 og fim 3/4 uppselt, frumsýn. 5/4 uppselt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.