Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 58
38 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is > Nú er tími... ...til að fara að huga að forræktun krydd- jurta inni í eldhúsi, ef þú vilt eiga þér kryddjurtagarð í sumar. Steinselja og dill eru á meðal þeirra jurta sem þola útivist, en þá er betra að hafa alið plönturnar inni við í um 6-8 vikur. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ætli það séu ekki bananar, sojamjólk og pasta. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Ég hugsa að það sé spínat-lasagna eiginmannsins, sem hann eldar við og við. Það er með alls konar osti og kryddaðri ítalskri pylsu. Svo er árlega þakkargjörðarmáltíðin, með kalkúni og öllu tilheyrandi, alltaf tilhlökkunarefni. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég borða ekki papriku og finnst pestó ekkert sérstakt. Annars borða ég eiginlega allt. Vinum mínum finnst ég samt örugglega vera matvandari en ég er, þar sem ég er svolítið erfið á veitingastöðum og spyr alltaf út í alla rétti á seðlinum. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Fjögur hundruð á Fahrenheit eru 180 á Cels- ius. Það er það sem ég þarf helst að muna, ég á svo mikið af amerískum uppskriftum. Ég prófa mig mikið áfram í matseld og er góð í að galdra fram úr ísskápnum, ólíkt manninum mínum sem fer mikið eftir uppskriftum. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Búlluborgarinn er alltaf góður til að láta sér líða betur eftir erfitt næturbrölt, en mér líður líka alltaf mjög vel þegar ég er búin að fara á Mann lifandi í hádeginu. Það er einn af uppáhaldsstöðunum mínum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf til egg, ost og mjólk, og svo lífrænt majónes sem ég held mikið upp á. Svo á ég eiginlega alltaf til beikon líka, til að geta gert spaghetti carbonara. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég geri ráð fyrir að það séu ávextir á henni svo ég útiloka þá. Þá myndi ég taka með mér kaldan grillaðan kjúkling og Coke Light. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Það eru líklega djúpsteiktar froskalappir sem ég fékk á voðalega fínum veitingastað í Frakklandi. MATGÆÐINGURINN ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI Góð í að galdra úr ísskápnum Þeir sem hafa einhver kynni haft af Stjána bláa vita að spínat er mein- hollt. Margir blanda spínati út í ferskt salat, en það hentar hins vegar ekki síður sem heitt meðlæti með hinum ýmsu réttum og á sér þá sérstakan sálufélaga í hvítlauk. Til að búa til spínatmauk, ef svo mætti kalla, er spínatið fyrst þveg- ið vel og þá þerrað. Hitið olíu á pönnu og steikið dálítinn hvítlauk í þar til hann er rétt farinn að brún- ast. Bætið spínati á pönnuna, og athugið að ef fleiri en einn eða tveir eiga að fá að smakka réttinn er vissara að nota 1-2 poka, þar sem það rýrnar mikið við eldun. Veltið spínatinu upp úr olíunni og setjið lok á pönnuna í um eina mínútu. Hrærið í og eldið í um eina mínútu til viðbótar. Áður en spínatið er borið fram er gott að dreypa ólívu- olíu yfir það og salta dálítið. Einnig má prófa að nota sesamolíu og strá ristuðum sesamfræjum yfir spínatið. Meinhollt og gott Gulrótarkökur eru alltaf klassískar og höfða til flestra – sama hvort um ræðir sjálfa bragðlaukana eða bara samviskuna, þar sem það er auð- velt að segja sjálfum sér að kaka sem inniheldur grænmeti hljóti að vera hollari en margt annað. Þessa uppskrift er að finna á síðunni all- recipes.com. Gulrótarkaka 4 egg 1 ¼ bolli grænmetisolía 2 tsk. vanilludropar 2 bollar hveiti 2 tsk. matarsódi 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 2 tsk. kanill 3 bollar rifnar gulrætur 1 bolli saxaðar pekanhnetur Krem: ½ bolli mjúkt smjör 225 g mjúkur rjómaostur 4 bollar flórsykur 1 tsk. vanilludropar 1 bolli saxaðar pekanhnetur Hitið ofninn í 175 °C og smyrjið kökuform. Hrærið saman egg, hvítan sykur og 2 tsk af vanillu- dropum í stórri skál. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti og kanil saman við. Hrærið gulræturnar út í og blandið pekanhnetum saman við ef vill. Hellið í formið og bakið í um 40-50 mínútur, þar til tannstöngull sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Kælið í forminu í um 10 mínútur og þar eftir á grind. Setjið smjör, rjómaost, flórsykur og van- illudropa í skál og hrærið þar til blandan er slétt. Bætið hnetum í ef vill. Berið á kalda kökuna. Góð gulrótarkaka KLASSÍSK KAKA Gulrótarkökur eiga upp á pallborðið hjá mörgum. NORDICPHOTOS/GETTY GRÆNT ER GOTT Spínat er meinhollt og þar að auki bragðgott þótt ekki öðlist allir jafnmikla krafta og Stjáni blái við neyslu þess. NORDICPHOTOS/GETTY Snorri Birgir Snorrason, sem rekur veisluþjónust- una Kokkinn, er margfróður um sushi. Hann lærði sushi-gerð í Japan, og átti áður og rak veitinga- staðinn Sticks’n’Sushi. Hann heldur nú reglulega nám skeið í sushi-gerð fyrir landann. „Ég er að fara í gang með þau aftur núna eftir fermingartörnina og stefni á að halda námskeið í matreiðsluskóla Hagkaupa í Smáralind á næstu vikum,“ segir Snorri. Hann hefur lagt áherslu á verkleg námskeið þar sem hann segir nauðsynlegt fyrir fólk að fá að prófa sjálft. „Ég byrja á því að fara í gegnum allt hráefnið sem maður notar, því að hrísgrjón eru alls ekki það sama og hrísgrjón og sojasósa ekki það sama og sojasósa,“ segir Snorri kíminn. „Ferlið hefst á því að þrífa hrísgrjónin og sjóða þau. Ef það er ekki rétt gert verður þetta aldrei gott. Þetta er eins og með danska smurbrauðið, ef brauðið er ekki gott skiptir engu máli hvert áleggið er,“ segir Snorri og hlær við. Nemendur fá því næst að spreyta sig á fisk- skurði og að gera bæði maki-rúllur og nigiri-bita. „Ég kenni undirstöðuna en maður lærir þetta ekki allt á einu kvöldi. Fólk þarf að æfa sig heima,“ segir Snorri. Sushi hefur orðið átt miklum vinsældum að fagna á síðustu misserum, og segir Snorri það vera í takt við þróunina á hinum Norðurlöndunum. „Það hefur verið hægur og góður stígandi í þessu. Sushi er matur sem vinnur á. Sumir falla fyrir því á fyrsta degi, aðrir þurfa nokkur skipti, en þá verður heldur ekkert aftur snúið,“ segir hann. Sé nánari upplýsinga um námskeið og skráningu óskað má senda póst á snorri@kokkurinn.is. - sun Heldur námskeið í sushi-gerð HRÍSGRJÓNIN SKIPTA ÖLLU Snorri Birgir Snorrason segir sömu lögmál gilda um hrísgrjón í sushigerð og brauð í smurbrauðs- gerð – séu þau ekki í lagi skiptir engu hvað á eftir fylgir. FRÉTTABLAÐIÐ/ Sólveig Samúelsdóttir söng- kona hefur alla tíð verið veik fyrir ís. Kósíkvöld á hennar heimili helgast því oft af ísþeytingi og súkkul- aðiköku frá ömmu hennar og nöfnu. „Ísinn hefur alltaf verið ofarlega á blaði hjá mér, en það eru ekkert svo mörg ár síðan að ég datt í súkkulaðið,“ segir Sólveig kímin. Hún gefur lesendum Fréttablaðs- ins uppskrift að kósíkvöldi heima við, í formi súkkulaðiköku fjöl- skyldunnar og ísþeytings. „Þetta er súkkulaðikakan henn- ar ömmu Sollu sem ég heiti eftir og nú vona ég að fjölskyldan verði ekki brjáluð yfir því að ég hafi gefið uppskriftina upp,“ segir hún og hlær við. „Það skemmtilega er reyndar að þó að allir séu með sömu uppskriftina verður hún aldrei eins. Það er eins og hver og einn hafi sína aðferð,“ segir Sól- veig. Kakan getur að hennar sögn bæði verið í formi tveggja- eða þriggja hæða tertu eða einfaldrar skúffuköku. „Svo er hún líka snið- ug að því leytinu til að það eru engin egg í henni, fyrir þá sem eru með óþol,“ bendir hún á. Ísþeyting, sem í sumum ísbúð- um kallast bragðarefur, gerir Sól- veig oft sjálf heima við. „Aðalat- riðið er að ísinn þarf að vera nokkuð vel frosinn, svo þeytingur- inn verði ekki of linur,“ bendir hún á. Sólveig blandar ávöxtum, á borð við banana eða jarðarber, og sæl- gæti saman og þeytir herlegheitin í Kitchen Aid-hrærivél heimilis- ins. Ísinn ber hún svo fram í háum og fallegum skálum. Kósíkvöld á borð við þetta hafa þó verið af skornum skammti upp á síðkastið þar sem Sólveig hefur haft í nógu að snúast við æfingar á Cosí fan tutte, sem Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir á sunnudag. „Við höfum haft rosa- lega gaman af þessu, enda er óperan líka stórskemmtileg. Hún fjallar um ástarflækjuvesen og það er mikill hasar, þar sem þetta gerist allt á einum sólarhring,“ segir hún. Súkkulaðikaka ömmu Sollu 3 1/3 bolli hveiti 2/3 bolli kakó 2 bollar sykur 1 tsk. salt 2 tsk. natron 1 bolli smjörlíki, um 200g 2 bollar súrmjólk Krem: 100-120 g smjör 3 msk. kakó 7 msk. mjólk 3 bollar flórsykur Þurrefnum blandað saman í skál. Smjörlíkið brætt og blandað við súrmjólkina, öllu blandað saman og sett í ofnskúffu eða 2-3 form, eftir því hvernig maður vill hafa kökuna. Bakað við 180°C í um 30-35 mín. í skúffu eða 17-18 mín. í hring- formum. Best er að stinga prjóni í kökuna til að vera viss um að hún sé tilbúin. Krem: Bræðið smjörið yfir vatnsbaði og blandið kakóinu út í. Ef tíminn er naumur er líka hægt að bræða það á lágri stillingu í örbylgjuofni og passa að það ofhitni ekki. Blandið mjólkinni út í flórsykurinn og því næst þessu tvennu saman. sunna@frettabladid.is Kósíkvöld að hætti Sollu SPARNAÐARRÁÐ SÓLVEIGAR Sólveig Samúelsdóttir söngkona er forfallinn ísaðdá- andi og útbýr oft ísþeyting heima við. Það kemur heldur betur út fjárhagslega en að kaupa þeyting fyrir alla fjölskylduna í ísbúð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.