Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 8
8 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR 1. Hverjir eru nýráðnir við- skiptaritstjórar Fréttablaðsins? 2. Hvaða tónlistarmaður fékk fjögurra milljóna styrk hjá tónlistarsjóðnum Kraumi á mánudag? 3. Með hvaða þýska hand- knattleiksliði mun Guðjón Valur Sigurðsson leika á næstu leiktíð? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 Framsækið samfélag með álver á Bakka Verkefnið Framsækið samfélag með álver á Bakka, verður kynnt á morgunverðarfundi, föstudaginn 4. apríl næstkomandi, kl. 8:30-10:00 í Alþýðuhúsinu, á 4. hæð, Skipagötu 14, Akureyri. Á fundinum munu fulltrúar Norðurþings, Alcoa, HRV, Lands- virkjunar og Landsnets kynna undirbúning og stöðu þessa mikilvæga verkefnis og svara fyrirspurnum. Dagskrá Fundarsetning Ásgeir Magnússon, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins á Norðurlandi Norðurþing, staða mála og næstu verkefni Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings Orkuflutningar Árni Jón Elíasson, sérfræðingur, Landsneti Orkuöflun Árni Gunnarsson, forstöðumaður jarðhita, Landsvirkjun Power Undirbúningsrannsóknir vegna álvers Arnór Þórir Sigfússon, HRV Grunnur að styrkingu atvinnulífs á Norðausturlandi – álver á Bakka Kristján Þ. Halldórsson, verkefnisstjóri samfélagsmála hjá Alcoa á Norðurlandi Spurningar og svör Fundarstjóri: Magnús Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar NORÐURÞING ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 02 96 0 4/ 08 Ókeypis áfylling á bílinn alla daga! Eigendur rafbíla fá lykil að orkupóstum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og bílastæðaskífur hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni 10-12. or.is • reykjavik.isÓkeypis hleðsla: Bankastræti • Kringlan • Smáralind Auglýsingasími – Mest lesið FANGELSISMÁL Tíu pláss bætast við fangelsisrými landsins þegar fangelsið á Akureyri verður opnað eftir viku, en þá verða fyrstu fangarnir sendir þangað að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsis- málastofnunar. Fangelsið hefur verið lokað í ár vegna gagngerðra endurbóta. Þar var pláss fyrir átta fanga áður en fjölgar um tvö pláss eftir endur- bæturnar. „Þetta mun létta eitthvað á, tímabundið,“ segir Páll.„Eins og staðan er í dag eru öll fangelsisrými landsins í fullri nýtingu, þar með talin einangrunar- rými,“ útskýrir hann. Páll bendir á að efling löggæslunnar um land allt, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, hafi gert það að verkum að lögreglan sé mun öflugri í því að ná í virka brotamenn. Þar megi nefna einstaklinga sem eru í fjármunabrotum, svo sem innbrotum, þjófnuðum og ránum. Einnig þá sem eru í fíkniefnabrotum. „ Þessir brotamenn eru í kjölfarið dæmdir í fangelsi,“ segir Páll.“ En meðan mál þeirra sæta lögreglurannsókn eru þeir úrskurðaðir í gæsluvarð- hald á borð við síbrotagæslu sem verður sífellt algengara þar sem lögreglan hefur markað sér ákveðna stefnu um að taka hart á slíku. Til viðbótar hafa refsingar verið að þyngjast verulega. Allt leiðir þetta til þess að álagið í fangelsunum verður meira og þörfin fyrir að mæta því er brýn því að öðrum kosti verður illmögulegt að taka fast og vel á þessum brotum.“ Forstjóri Fangelsismálastofnunar tekur fram að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi brugðist við stöðunni með margvíslegum hætti. Þar megi nefna markvissa uppbyggingu í fangelsiskerf- inu auk þess sem á dögunum hafi verið gengið frá samkomulagi um flutning dæmdra Litháa til afplánunar í heimalandi. „Hins vegar liggur fyrir að góður árangur lögreglu í baráttunni gegn glæpum veldur því að mikilvægt er að leita allra ráða til að fjölga fangelsisrýmum auk annarra afplánunarúrræða eins og rafrænu eftirliti með dæmdum brotamönnum.“ jss@frettabladid.is FANGELSIÐ Á AKUREYRI Tíu pláss bætast við fangelsisrými landsins þegar fangelsið fyrir norðan verður tekið í notkun. Öll fangelsisrými eru fullnýtt eins og staðan er í dag, þar með talin einangrunarrými. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL Fyrstu fangarnir í Akureyrarfangelsið Fyrstu fangarnir verða sendir í nýuppgert fangelsi á Akureyri innan tíðar. Það hefur verið lokað í ár vegna endurbóta. Þar var pláss fyrir átta fanga en rúmar tíu eftir breytingarnar. Öll fangelsispláss í landinu eru í fullri nýtingu. MÓTMÆLI Miklar tafir urðu á umferð á Reykjavíkurvegi í morg- un þegar atvinnubílstjórar mót- mæltu. Þeir stöðvuðu umferð rétt við Kópavogslækinn upp úr klukk- an átta, á háannatíma. Samkvæmt lögreglu stóðu aðgerðirnar í um 50 mínútur og annan eins tíma tók að greiða úr þeirri flækju sem mynd- ast hafði. Umferð gekk einnig mjög hægt á hjáleiðum, en margir bílstjórar reyndu að þræða aðrar leiðir þegar þeir fengu veður af aðgerðunum. Sturla Jónsson, talsmaður bíl- stjóranna, segir að búast megi við frekari aðgerðum í dag og næstu daga. „Við munum halda áfram eins lengi og þarf til að fá stjórn- völd til að grípa til aðgerða. Við höfum lítil viðbrögð fengið; Kristján Möller samgönguráð- herra hringdi í okkur fyrir helgi og aðstoðarmaður fjármálaráðherra nú á mánudag. Hann lofaði að kanna málin en við höfum ekkert heyrt í honum síðan,“ sagði Sturla. Hann segir ekki koma til greina að hætta mótmælunum fyrr en kröfur bílstjóra verði virtar, enda séu þær sanngjarnar. „Tökum til dæmis hvíldartímatilskipunina. Við eigum að hvíla okkur í 45 mín- útur eftir keyrslu í fjóra og hálfan tíma. Hins vegar eru engin útskot sem nýtast okkur til staðar. Hvar eigum við að pissa í pásunum? Eitt- hvað mundi nú heyrast ef við gerð- um það í vegarkantinum.“ - kp Miklar tafir urðu á umferð vegna aðgerða atvinnubílstjóra í gærmorgun: Stöðvuðu umferð við Hamraborg ALLT STOPP Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, ræðir við Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón við mótmæli bílstjóra í Ártúnshöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DANMÖRK Borgarstjórnin í Kaupmannahöfn vonast til að samkomulag muni nást um að nýtt æskulýðshús fái inni við Dorthave- vej í borgarhlutanum Bispebjerg í norðvesturhluta borgarinnar. Hverfisstjórn Bispebjerg lýsti því hins vegar yfir í gær að aðeins kæmi til greina að starfsemin yrði þar til húsa til bráðabirgða. Mikill styrr stóð um niðurrif svonefnds æskulýðshúss (Ung- domshus) við Jagtvej á Nörrebro í fyrra og síðan það var rifið hefur staðið yfir leit að húsnæði sem komið gæti í staðinn. Talsmenn „Æskulýðshúss-hreyfingarinnar“ segjast sáttir við Dorthavevej. - aa Æskulýðshússdeilan: Hús í Bispe- bjerg í sigti VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.