Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 22
22 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Sumir halda, að gengisfall krónunnar frá áramótum muni ganga til baka, kannski alla leið. Í þeirri trú felst sú skoðun, að gengið hafi verið rétt, þegar dollarinn kostaði 60 krónur seint í fyrra og evran kostaði 90 krónur. Sumir töldu einnig, að gengið væri rétt, þegar evran kostaði 80 krónur og danska krónan kostaði tíkall. Rök þeirra voru þau, að gengi krónunnar ræðst nú á frjálsum markaði. Hátt markaðsgengi var í þeirra augum staðfesting á styrk íslenzks atvinnulífs í krafti ýmislegra umbóta, sem hafa gerbreytt ásjónu og umgerð efnahagslífsins síðan 1990. Ef talsmenn hágengisins voru minntir á, að hátt gengi stafaði öðrum þræði af hverfulu inn- streymi erlends lánsfjár, sögðu þeir, að lánsfénu hefði að mestu leyti verið varið til arðbærrar eignamyndunar og arðurinn dygði til að standa skil á skuldunum. Sumir sögðu, að erlendar eignir Íslendinga séu vanmetnar í opinberum tölum, þótt Seðlabank- inn fylgi viðteknum erlendum stöðlum við uppgjör erlendra eigna og skulda. Þegar hágengismönnum var bent á, að skráð landsfram- leiðsla á mann á Íslandi í dollurum var í fyrra orðin helmingi meiri en framleiðsla á mann í Bandaríkjun- um, var því svarað til, að verðlag sé hærra hér en þar og kaupmáttur tekna á mann hér heima sé eftir sem áður fimmtungi minni en þar vestra. Þegar þeim var bent á, að skammtímaskuldir bankakerfisins væru orðnar fyrst fimm, síðan tíu, nú fimmtán sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans og byðu því bersýnilega heim hættunni á áhlaupi á krónuna líkt og gerðist í Taílandi og víðar í Asíu fyrir áratug, var viðkvæðið: Ísland er ekki þróunarland. Gjaldeyris- markaðurinn geigar ekki, sögðu þeir: gengið er rétt. Gengisbjögun á gömlum merg Gengi krónunnar var of hátt, þegar dollarinn kostaði 60 krónur og evran kostaði 90 krónur. Gengið hefur áratugum saman verið of hátt. Um það má hafa margt til marks. Útflutningur hefur staðið í stað sem hlutfall af landsfram- leiðslu frá 1870. Aukning erlendra viðskipta umfram innlenda framleiðslu hefur verið reglan í krafti síaukins viðskiptafrelsis um heiminn, einkum eftir 1945. Í hópi iðnríkjanna er Ísland eina undan- tekningin frá þessari reglu. Við köstuðum innilokunarstefnu fyrri tíðar fyrir róða, en ýmsir innviðir efnahagslífsins torvelda samt sem áður erlend viðskipti. Þrennt skiptir mestu. Í fyrsta lagi hefur meiri verðbólga hér en í flestum viðskiptalöndum okkar stuðlað að háu gengi. Verðbólga eykur innlendan kostnað og minnkar hagnað útflutningsfyrir- tækja líkt og gengishækkun myndi draga úr tekjum þeirra og hagnaði. Verðbólgulönd eru nær ævinlega hágengislönd. Í annan stað vitnar mikill og landlægur viðskiptahalli nær alltaf um of hátt gengi. Hágengið er notað til að hamla verðbólgu og birtist í upphleðslu erlendra skulda til að fjármagna falskan kaupmátt. Í þriðja lagi dregur búverndarstefnan úr eftirspurn eftir innfluttum afurðum – innflutningur búsafurða er ennþá svo gott sem bannaður með lögum! – og þá um leið úr eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri. Verðið á gjaldeyri er því lægra en ella: það þýðir hærra gengi. Haftalönd eru oftast hágengislönd. Stuðningur ríkisins við sjávarútveginn – fyrst með bátagjaldeyri, síðan með niður- greiddum vöxtum og nú með ókeypis afhendingu aflakvóta – hefur með líku lagi stuðlað að of háu gengi. Verðbólga, viðskipta- halli og verndarstefna hafa lagzt á sömu sveif. Allar þessar ástæður samrýmast frjálsri gengismyndun á gjaldeyrismarkaði. Gengið var of hátt og þurfti að lækka. Skjaldborg um hágengi Hátt gengi reisir jafnan skjaldborg um sjálft sig. Margir launþegar telja sig hafa hag af háu gengi: þeim hugnast ekki kjaraskerðingin af völdum lægra gengis til skamms tíma litið og skeyta ekki nóg um haginn, sem þeir munu hafa með tímanum af aukinni grósku í erlendum viðskiptum. Stjórnvöld sjá sér einnig stundarhag í háu gengi: þeim hugnast ekki að viðurkenna, að kaupmátturinn, sem þau höfðu þakkað góðri hagstjórn, var falskur. Þeim hugnast ekki heldur, að skráð landsframleiðsla á mann í dollur- um minnkar í réttu hlutfalli við gengisfall. Gegn þessum sjónarmiðum standa þeir sem telja eflingu utanríkisviðskipta vera mikilvæg- an aflvaka hagvaxtar fram í tímann, og skilja nauðsyn þess, að gengi krónunnar sé rétt skráð, áður en Ísland gengur í ESB og tekur upp evru. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn ættu að fagna síðbúinni leiðréttingu á gamal- gróinni gengisbjögun og leggja til umbætur til að festa hana í sessi frekar en að berjast gegn henni og veifa samsæriskenningum um erlent árásarlið spákaupmanna. Málflutningur formanns banka- stjórnar Seðlabankans vitnar um vankunnáttu og veikir bankann. Rjúkandi ráð Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Glæpagengi? UMRÆÐAN Evrópumál Það háir umfjöllun um Evrópumál hér á landi að nokkrir af helstu álitsgjöfum og sérfræðingum um Evrópumál hafa það að atvinnu sinni að rannsaka Evrópumál og það að áhuga- máli að vinna þeirri skoðun fylgis að Ísland eigi að sækja um aðild. Þeir bæði lýsa leiknum og taka þátt í honum. Nú þegar nokkrar viðsjár eru í efnahagsmálum og óróa gætir á mörkuðum er ekki skrýtið að margir leiti að lausnum sem bægja muni aðsteðjandi vanda frá. Aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eru þó með þeim hætti að fjölmörg hagkerfi og stórfyrir- tæki glíma við sambærileg viðfangsefni og eru þó hlutar af stærri myntsvæðum. Hér er um að ræða skammvinna sveiflu á mörkuðum þar sem óvissa er óvenjulega mikil. Slíkar aðstæður eru engan veginn heppilegar til þess að taka afdrífaríkar og óaftur- kræfar ákvarðanir um þá grundvallarskipan sem íslenskt samfélag er reist á. Evrópusambandssinnar vilja sumir nýta núver- andi aðstæður til þess að vinna áhugamáli sínu stuðning. Þeir gráta það krókódílatárum ef Íslendingum finnst þeir nauðugir þurfa að sætta sig við inngöngu í Evrópusam- bandið á grundvelli tímabundinna aðstæðna. Þar er þeirra helsta vopn sú kenning að eina leiðin til þess að Ísland geti tekið upp evru sé að ganga inn í Evrópusambandið. Þetta er ekki sjálfgefið. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði um það á þingi sínu síðasta haust að taka þyrfti til skoðunar stöðu íslenska gjaldmiðilsins. Þar kom einnig fram sú afstaða að heppilegasta leiðin fyrir Ísland væri að óska eftir því að taka upp evru á grundvelli samningsins um EES. Þessi leið hefur lítt verið könnuð, og engu skiptir þótt Evrópusambandssinnar á Íslandi eða embætt- ismenn í Brussel lýsi yfir efasemdum. Slík ákvörðun yrði tekin af stjórnmálamönnum og í þeirri leið kynni að felast margvíslegt hagræði; bæði fyrir Ísland og Evrópusambandið. Þeir sem vilja tala af ábyrgð um framtíðarmöguleika og stöðu Íslands verða að gæta þess í málflutningi sínum að mála sig ekki út í horn með því að útiloka hagfellda kosti. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Málum okkur ekki út í horn ÞÓRLINDUR KJARTANSSON Stór skúffa Jeppakallar og vörubílstjórar þeyttu horn sín fyrir utan Alþingi í fyrradag og mótmæltu háu eldsneytisverði. Auk undirskriftalista afhentur þeir Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, jeppadekk sem kröfur um verðlækk- anir höfðu verið málaðar á. Gáfu jeppakarlarnir Sturlu þá skýringu að dekkinu gæti hann trauðla stungið ofan í skúffu. Sturla lét sér hvergi bregða, brosti góðlátlega og sagði kok- hraustur: „Ég á stóra skúffu.“ Orð að sönnu Það eru víst orð að sönnu. Jeppa- dekk er að minnsta kosti smáræði miðað við Grímseyjarferjuna, sem var stungið langt ofan í skúffu í ráð- herratíð Sturlu. Og í skúffunni væri hún sjálfsagt enn hefði arftaki Sturlu í samgönguráðuneytinu ekki slysast til að opna hana. Hvað má og hvað má ekki Vefritinu Kistunni heldur áfram að berast viðbrögð frá háskólamönn- um við dómi Hæstaréttar yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir ritstuld. Allir hafa lýst sig sammála dómnum. Gísli Gunnarsson, nýsleginn fyrrverandi prófessor í sagnfræði og vinstri róttæklingur, tekur reyndar ekki skorinorðari afstöðu en að hann voni að dómurinn skapi „mikilvæg fordæmi í íslensku réttarfari og vonandi einnig fræðasamfélagi hvað má og má ekki í tengslum við notkun á heimildum og notkunarleysi á tilvísunum“. Hannes á hins vegar hauk í horni í Gísla, sem leggst einn svarenda gegn því að háskólarektor bregðist við í málinu. „Mér hugnast ekki að veita valdhöfum of mikið rými til að úrskurða um einstaklinga án sérstaks dóms, ég dreg í efa að rektor eigi að dæma í þessu máli,“ segir Gísli. bergsteinn@frettbladid.isR íkislögreglustjóri hefur sett lögreglu tímamörk um rannsókn nauðgunarmála. Þessi fyrirmæli ríkislög- reglustjóra koma því miður ekki til af góðu. Rannsókn- artími nauðgunarmála er óheyrilega langur og hefur lengst ár frá ári milli áranna 1998 og 2006. Á árinu 1998 var meðferðartími nauðgunarmála að meðaltali 96 dagar, eða rúmir þrír mánuðir, en var árið 2006 orðinn 210 dagar eða sjö mánuðir. Lengst tók meðferð nauðgunarmáls á þessu ára- bili 1.050 daga eða nærri þrjú ár. Meðferðartími er sá tími sem líður frá því að kæra er lögð fram eða upplýst er hver kærður verður, þar til málið er sent ríkissaksóknara að rannsókn lokinni. Samkvæmt nýjum fyrirmælum frá Valtý Sigurðssyni ríkissak- sóknara skal rannsókn á nauðgunarmáli framvegis ekki standa lengur en sextíu daga, eða tvo mánuði, nema rannsóknarhags- munir eða aðrar alveg sérstakar ástæður standi í vegi fyrir því að hægt sé að ljúka rannsókn. Ríkissaksóknari gefur svo sínu embætti þrjátíu daga, eða einn mánuð, til að taka ákvörðun um saksókn eftir að mál berst honum. Þetta þýðir að ekki eiga að líða meira en níutíu dagar, eða þrír mánuðir, frá því að kært er í nauðgunarmáli þar til fyrir liggur hvort ákært verður í málinu eða ekki. Starfshópur ríkissaksóknara sem hefur kannað meðferð nauðg- unarmála komst að því að algengasta ástæða þess að rannsókn nauðgunarmáls dregst á langinn sé að óútskýrð hlé verða á rann- sókninni. Þetta er vitaskuld ólíðandi og vonandi munu hin nýju fyrirmæli ríkissaksóknara í framtíðinni koma í veg fyrir slíkt uppihald í rannsókn svo viðkvæmra mála eins og nauðgunarmál eru. Andlegar kvalir fórnarlamba nauðgunar eru slíkar að enginn getur líklega ímyndað sér þær sem ekki hefur reynt. Það er yfrið fyrir þær, því fórnarlömb nauðgana eru í langflestum tilvikum konur, að fást við þær raunir og uppbyggingu í kjölfar áfalls- ins þó að ekki bætist við fáránlega langur rannsóknartími mála þeirra. Fyrirmæli ríkissaksóknara voru afar brýn og þeim ber að fagna. Vitað er að aðeins lítill hluti þeirra nauðgunarmála sem kærð eru endar með ákæru og að lágt hlutfall þeirra nauðgun- armála sem ákært er í endar með dómi. Þá er ótalið að ekki eru nándar nærri allar nauðganir kærðar til lögreglu. Leið fórnarlamba nauðgunar um vegi lögreglurannsóknar og dómstóla er grýtt. Vonandi verður stytting rannsóknartíma lög- reglu á nauðgunarmálum til þess að bæta að einhverju leyti úr stöðu fórnarlamba þessa andstyggðarglæps sem nauðgun er. Rannsókn á einu nauðgunarmáli tók nærri þrjú ár. Saksóknari setur lögreglu tímamörk STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Vonandi verður stytting rannsóknartíma lögreglu á nauðg- unarmálum til þess að bæta að einhverju leyti úr stöðu fórnarlamba þessa andstyggðarglæps sem nauðgun er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.