Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 36
 3. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● bílar Ekki hefur borið mikið á buggy-bílum hérlendis en þar gæti breyting orðið á að sögn Arnars Ólasonar, sem hefur ásamt félaga sínum Eiríki Vignissyni hafið innflutn- ing og sölu á buggy-bíl- um til landsins. „Ár er síðan við félagarnir fórum fyrst að hugsa út í þetta. Félagi minn vildi fá sér svona svipað tæki en þó ekki fjórhjól. Við vissum um marga sem höfðu lent í óhappi á fjórhjólum og við vildum eitthvað öruggara,“ rifjar Arnar upp. Félagarnir leituðu á net- inu, fundu buggy-bíla og höfðu samband við nokkra framleiðendur þar til sá rétti fannst. Þá fóru hjólin að snú- ast. Sá buggy-bíll sem þeir félagar flytja nú inn er einn sá fyrsti sem framleiddur er fjórhjóladrifinn. Að sögn Arnars er þó nokk- ur munur á buggy-bílum og fjórhjólum. Bíllinn er búinn tveimur sætum, fjögurra punda belti og veltibúri svo bílarnir eru öruggari. „Buggy-bílarnir eru síðan götuskráðir og því má keyra þá á götunum,“ bendir hann á. „Þeir eru skráðir sem fjór- hjól og einnig tryggðir sem slíkir.“ Hann bætir við að buggy-bílar séu tilvalin tæki fyrir sumarbústaðaeigendur þar sem eigendur bústaðanna geta ferðast um nágrenni bú- staðarins á þeim. Hver buggy-bíll vegur fjögur hundruð kíló, er með 500 kúbika fjórhjóla mótor og drífur mjög vel í tor- færum. Hámarkshraði bíl- anna er níutíu kílómetrar á klukkustund. Hvert ein- tak kostar 990.000 krónur og lítið vandamál ætti að vera að fjármagna tækin að mati Arnars, þar sem hægt er að fá hefðbundin bílalán á þá. Arnar bendir á að buggy- bílarnir verði fullþjónustaðir; til séu varahlutir og annað sem til falli að bílunum. „Draumurinn er sá að hér verði til buggy-bílasamfé- lag og einhvern daginn verði keppt á þessum bílum. En tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir Arnar, sem ætlar í samstarfi við félag sinn Eirík Vignisson að flytja inn fleiri tegundir bíla, meðal annars minni bíla sem munu keppa við fjórhjól fyrir börn bæði hvað varðar verð og gæði. Á heimasíðunni www. buggy.is má finna upp- lýsingar um buggy-bílana og skoða myndir. mikael@frettabladid.is Draumurinn að stofna buggy-bílasamfélag Arnar Ólason vígalegur við stýrið. Fjöll og snjór eru engin fyrirstaða fyrir buggy-bílana. Bíllinn sómir sér vel á fjallstindi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Fyrsti bíllinn sem ég eignað- ist var flottur, svartur Skoda- Benz,“ segir alþingismaður- inn Árni Johnsen hláturmildur þegar hann minnist fyrstu bíl- kaupanna, sem áttu sér stað á bílastæði Álftamýrarskóla einn fagran haustdag árið 1967. „Þá var ég nýútskrifaður kennari og hafði þríhringt á leigubíl sem aldrei kom. Þá segir einn samkennari minn: „Ég skal selja þér bílinn minn. Hann er hérna á hlaðinu, tilbú- inn til reiðar.“ Og ég dró upp ávísanaheftið, fékk lyklana, keyrði á honum leiðar minnar og kláraði dæmið með eggja- sölupeningunum mínum,“ segir Árni, sem reiddi fram 25 þús- und krónur fyrir biksvartan Skoda Octavia með snúnings- sveif. „Þetta voru ósköp aulalegir Austur-Evrópubílar og Skódi var nú þannig á þeim tíma að rafmagnið var ekki alltaf í lagi og víst þurfti ég oft að snúa honum í gang. Botninn í honum var líka lélegur og þurfti ég að hafa hlera í gólfinu farþega- megin því annars hlupu menn bara með bílnum,“ segir Árni broshýr þegar hann minnist bílsins, sem opinberlega var skráður sem Skoda-Benz. „Þegar ég lét færa hann á mitt nafn í Bifreiðaskráningu spurði afgreiðslumaðurinn af hvaða tegund bíllinn væri og ég svaraði því til að þetta væri Skoda-Benz. „Einmitt,“ sagði hann grafalvarlegur og fattaði ekki húmorinn, en skráði eig- endaskiptin þannig. Ég er því eini maðurinn sem átt hefur Skoda-Benz á Íslandi.“ - þlg Árni Johnsen lenti í ýmsum ævintýrum á fyrsta bílnum, sem hann eignaðist árið 1967. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FYRSTI BÍLLINN Fékk Skoda-Benz fyrir svartfuglsegg F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR SÍMI 440 1200 WWW.N1.IS Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. N1 – Meira í leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.