Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 38
 3. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● bílar Það er ekkert heitara í Japan um þessar mundir en nýr og endur- hannaður Mazda6, enda selst hann eins og heitar lummur þar í landi. Salan fyrstu þrjá mánuðina er þrisvar sinnum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og í febrúarmánuði einum seldust 4.500 bílar til Japana. Mazda6 er af fyrstu kynslóð nýrrar hönnunar hjá Mazda og endurspeglar stóraukna akstursánægju, þægindi, öryggi og vist- mildi. Hugmyndafræðin; Zoom-Zoom, hittir beint í mark ef marka má viðtökur almennings því Mazda2, sem einnig byggir á nýju hugmyndafræðinni, hefur hitt neytendur í hjartastað hvar sem hann hefur verið kynntur. Markhópur Mazda6 var áætlaður á aldursbilinu 30 til 50 ára, en svo virðist sem bíllinn höfði til mun breiðari hóps. Meðal ástæðna eru án efa framúrskarandi útlitshönnun, góðir og stöð- ugir aksturseiginleikar, rúmgott og vel hljóðeinangrað farþega- rými og gott farangurspláss. - þlg Heitari en lummur Hinn ofurvinsæli Mazda6, sem Japanar hafa helst keypt í perluhvítum, storm- bláum og svartsanseruðum lit. Vefverslunin Varahlutir.is hefur verið við lýði í hálft þriðja ár. Nú er hún flutt í eigið húsnæði að Norðurhellu 8 í Hafnarfirði og þar er líka verið að setja upp verkstæði. Þórður Bragason á verslunina Varahlutir.is sem selur boddí vara- hluti eins og ljós, bretti, húdd og stuðara í flestar tegundir bíla. Hann segir bæði verkstæði og ein- staklinga nýta sér þjónustuna og lýsir fyrirkomulaginu svo: „Fólk fer inn á síðuna www.varahlutir. is og leitar að ákveðnum bíl. Þar getur það séð allt sem er í boði í þann bíl og hvað það kostar. Ef grænn punktur er við hliðina á verðinu er hluturinn til á lager, annars ekki, en þá er auðvelt að panta hann.“ En hvernig haga menn sér þegar þeir hafa fundið á síðunni það sem þá vantar? „Ég keyri mikið út á verkstæðin og póstur- inn sækir hingað það sem fer út á land en flestir einstaklingar á höfuðborgar svæðinu koma til mín og sækja það sem þeir þurfa. Af- greiðslan er alltaf skotheld, sem er mikill kostur í þessum bransa. Það er dýrt að fá rangan hlut, mála hann og komast svo að því að hann passar ekki og þurfa þá að byrja á öllu upp á nýtt,“ segir Þórður. Athygli vekur að verð er skráð við hvern hlut og Þórður er spurð- ur hvort verðið breytist dag frá degi í verðbólgunni. „Ég forð- ast breytingar á verði eins og ég mögulega get og ætla að reyna að bíða og sjá hvar þessar hræring- ar enda,“ segir hann. „Ef einhver pantar varahlut á einu verði get ég heldur ekki ætlast til að hann borgi hann hærra verði þó að varan hafi hækkað í innkaupum. Ég held að lagabókstafurinn segi þetta. Ég vinn að minnsta kosti eftir því.“ Þar sem bílategundir eru býsna margar er Þórður spurður hvort erfitt sé að halda utan um lager- inn. Þá brosir hann góðlátlega og svarar: „Það væri erfitt ef ég þyrfti að vera með allt í kollinum en ég smíðaði mér nokkur kerfi í tölvunni til að halda utan um lagerinn.“ Þegar nánar er grennsl- ast fyrir hefur hann unnið bæði við bíla og tölvur áður og sú reynsla nýtist honum vel í þessu fyrir- tæki. Hann kveðst hafa ákveðið að sérhæfa sig í boddívarahlutum en sleppa öðrum því auðveldara sé að byggja fyrirtækið upp á þekkingar- grunni sem sé þröngur en breiður. „Þetta er spurning um þjónustu,“ segir hann. „Og þjónustan hangir alltaf saman við þekkingu.“ - gun Bretti, húdd og stuðarar „Afgreiðslan er alltaf skotheld, sem er mikill kostur í þessum bransa,“ segir Þórður í versluninni varahlutir.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýlega setti bílaframleiðandinn Hyundai á markaðinn milli- stærð af fólksbíl, Hyundai i10. Bílnum er ætlað að höfða til ungs fólks og þeirra sem vilja ódýra og sparneytna bíla. Hyundai i10 hefur það fram yfir for- vera sinn Hyundai Atos að vera sjálfskiptur, farangursrýmið er stærra og rafmagn er í öllum hurðum. Einnig er bíllinn stærri en aðrir smábílar á markaðnum en hann er fimm manna meðan aðrar gerðir smábíla taka yfirleitt fjóra farþega. Bíllinn stenst kröfur Reykjavíkurborgar um græn skref, sem þýðir að honum er hægt að leggja gjaldfrjálst í miðborginni. Hyundai i10 smá- bíllinn verður frumsýndur á Íslandi í maí hjá B&L. - rat Stór smábíll frá Hyundai Hyundai i10 er fimm manna smábíll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.