Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 38
 3. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● bílar Það er ekkert heitara í Japan um þessar mundir en nýr og endur- hannaður Mazda6, enda selst hann eins og heitar lummur þar í landi. Salan fyrstu þrjá mánuðina er þrisvar sinnum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og í febrúarmánuði einum seldust 4.500 bílar til Japana. Mazda6 er af fyrstu kynslóð nýrrar hönnunar hjá Mazda og endurspeglar stóraukna akstursánægju, þægindi, öryggi og vist- mildi. Hugmyndafræðin; Zoom-Zoom, hittir beint í mark ef marka má viðtökur almennings því Mazda2, sem einnig byggir á nýju hugmyndafræðinni, hefur hitt neytendur í hjartastað hvar sem hann hefur verið kynntur. Markhópur Mazda6 var áætlaður á aldursbilinu 30 til 50 ára, en svo virðist sem bíllinn höfði til mun breiðari hóps. Meðal ástæðna eru án efa framúrskarandi útlitshönnun, góðir og stöð- ugir aksturseiginleikar, rúmgott og vel hljóðeinangrað farþega- rými og gott farangurspláss. - þlg Heitari en lummur Hinn ofurvinsæli Mazda6, sem Japanar hafa helst keypt í perluhvítum, storm- bláum og svartsanseruðum lit. Vefverslunin Varahlutir.is hefur verið við lýði í hálft þriðja ár. Nú er hún flutt í eigið húsnæði að Norðurhellu 8 í Hafnarfirði og þar er líka verið að setja upp verkstæði. Þórður Bragason á verslunina Varahlutir.is sem selur boddí vara- hluti eins og ljós, bretti, húdd og stuðara í flestar tegundir bíla. Hann segir bæði verkstæði og ein- staklinga nýta sér þjónustuna og lýsir fyrirkomulaginu svo: „Fólk fer inn á síðuna www.varahlutir. is og leitar að ákveðnum bíl. Þar getur það séð allt sem er í boði í þann bíl og hvað það kostar. Ef grænn punktur er við hliðina á verðinu er hluturinn til á lager, annars ekki, en þá er auðvelt að panta hann.“ En hvernig haga menn sér þegar þeir hafa fundið á síðunni það sem þá vantar? „Ég keyri mikið út á verkstæðin og póstur- inn sækir hingað það sem fer út á land en flestir einstaklingar á höfuðborgar svæðinu koma til mín og sækja það sem þeir þurfa. Af- greiðslan er alltaf skotheld, sem er mikill kostur í þessum bransa. Það er dýrt að fá rangan hlut, mála hann og komast svo að því að hann passar ekki og þurfa þá að byrja á öllu upp á nýtt,“ segir Þórður. Athygli vekur að verð er skráð við hvern hlut og Þórður er spurð- ur hvort verðið breytist dag frá degi í verðbólgunni. „Ég forð- ast breytingar á verði eins og ég mögulega get og ætla að reyna að bíða og sjá hvar þessar hræring- ar enda,“ segir hann. „Ef einhver pantar varahlut á einu verði get ég heldur ekki ætlast til að hann borgi hann hærra verði þó að varan hafi hækkað í innkaupum. Ég held að lagabókstafurinn segi þetta. Ég vinn að minnsta kosti eftir því.“ Þar sem bílategundir eru býsna margar er Þórður spurður hvort erfitt sé að halda utan um lager- inn. Þá brosir hann góðlátlega og svarar: „Það væri erfitt ef ég þyrfti að vera með allt í kollinum en ég smíðaði mér nokkur kerfi í tölvunni til að halda utan um lagerinn.“ Þegar nánar er grennsl- ast fyrir hefur hann unnið bæði við bíla og tölvur áður og sú reynsla nýtist honum vel í þessu fyrir- tæki. Hann kveðst hafa ákveðið að sérhæfa sig í boddívarahlutum en sleppa öðrum því auðveldara sé að byggja fyrirtækið upp á þekkingar- grunni sem sé þröngur en breiður. „Þetta er spurning um þjónustu,“ segir hann. „Og þjónustan hangir alltaf saman við þekkingu.“ - gun Bretti, húdd og stuðarar „Afgreiðslan er alltaf skotheld, sem er mikill kostur í þessum bransa,“ segir Þórður í versluninni varahlutir.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýlega setti bílaframleiðandinn Hyundai á markaðinn milli- stærð af fólksbíl, Hyundai i10. Bílnum er ætlað að höfða til ungs fólks og þeirra sem vilja ódýra og sparneytna bíla. Hyundai i10 hefur það fram yfir for- vera sinn Hyundai Atos að vera sjálfskiptur, farangursrýmið er stærra og rafmagn er í öllum hurðum. Einnig er bíllinn stærri en aðrir smábílar á markaðnum en hann er fimm manna meðan aðrar gerðir smábíla taka yfirleitt fjóra farþega. Bíllinn stenst kröfur Reykjavíkurborgar um græn skref, sem þýðir að honum er hægt að leggja gjaldfrjálst í miðborginni. Hyundai i10 smá- bíllinn verður frumsýndur á Íslandi í maí hjá B&L. - rat Stór smábíll frá Hyundai Hyundai i10 er fimm manna smábíll.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.