Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 52
32 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Auðvitað er notalegt að eiga aðeins meiri frítíma, en ég kunni eiginlega vel að meta aukavaktirnar! Þó að það hafi verið mikil næturvinna! Það komu peningar úr því! Já, það er satt. En, svona er þetta! Ef það er minna að gera er bara minna að gera. Já! Eru einhverjar líkur á því að hann verði einhleypur bráðlega? Lofar ekki góðu. MEÐFERÐ NR. 500 BRÁÐA- VAKT Mamma þín er alveg að koma, svo við skulum drífa í að laga þetta. Ætlarðu sem sagt ekki að segja mömmu? Palli, ef ég segði mömmu þinni að þið hafið tekið dekkin af bílnum hennar og sett þau á rúgbrauðið svo þið gætuð farið í ólöglegan bíltúr um hverfið, hvað heldurðu að myndi gerast? Þ-þú ert að bjarga lífi mínu! Gerir það mig þá að þræl þínum, eða? Líttu á þetta sem guð-má- vita-af-hverju- ég-er-að-gera- þetta-frípassa- úr-fangelsi. Fljót, elskan! Pabbi er uppi með verkfærakassann sinn! Hjúkrunar- sett fyrir byrjendur KVEKK Heyrðu mig! Ég þarf að segja þér svolítið... KVEKK Það kunna ekki allar stelpur að meta þetta. Konur brenna allt að 500 kaloríum meira á dag þegar þær eru með barn á brjósti. Hvað ertu að gera, elskan? Ég er í lík- amsrækt. Mannfólkið hefur um aldir tileinkað sér alls konar skrítna siði. Einn þeirra tekur þó flestum fram að mínu mati og það er að kyssast. Ég tala nú ekki um það þegar fólk rekur tunguna hvert upp í annað. Erfitt er að segja til um hvenær menn tóku upp á því tjá tilfinningar sínar á þennan furðulega máta en víst er að hann á almennu fylgi að fagna um gjörvallan heim og tekur á sig ýmsar myndir. Menn kyssa hver annan á munn, enni, eyru, tær, kinn, stundum báðar kinnar, stund- um oftar og í sumum tilfellum nudda þeir meira að segja saman nefjum í sama tilgangi. Öll þessi ólíku afbrigði geta vit- anlega ruglað menn í ríminu enda á ég oft í mestu vandræðum með að muna hvernig vinir mínir og vanda- menn kjósa að kyssast. Einfaldast væri auðvitað ef menn gætu komið sér saman um eitt gott kossakerfi sem virkaði fyrir alla. Kannski hljómar þetta sterílt en ég tala þó af nokkurri reynslu, þar sem koss eða réttara sagt tilraun til að kyssa kom mér eitt sinn í stökustu vandræði. Ég var þá að útskrifast úr HÍ og fannst við hæfi að kyssa konuna sem afhenti diplómuna, með öllu grunlaus um að konan sú væri lítið fyrir kossa gefin. Að minnsta kosti af mínum vörum. Ég gerði mig líklegan til að smella kossi á kellu og vissi ekki fyrr en hún hörfaði aftur á bak með skelf- ingarsvip. Kannski ekki beint við- brögðin sem maður vonast eftir að fá í fullum sal í Háskólabíói, enda skal nú viðurkennast að ég hef sjaldan eða aldrei upplifað jafn neyðarlegt atvik. Mér fannst ég niðurlægður en huggaði mig við að flestir myndu sjálfsagt gleyma uppákomunni jafnfljótt og ræðu rektors. Ég var svo staddur í partíi nokkr- um mánuðum síðar þegar einn gesta fór allt í einu að rifja upp atvikið og uppskar hlátrasköll. Þá varð mér ljóst að kossafíflið í Háskólabíói liði útskriftarárganginum 2005 líkleg- ast seint úr minni. Þess vegna segi ég: einn koss á kinn eða sleikur og málið er dautt. STUÐ MILLI STRÍÐA Að kyssa tær og nudda saman nefjum ROALD VIÐAR EYVINDSSON KOM SÉR EINU SINNI Í VANDRÆÐI MEÐ KOSSI Áhugavert starf á atvinnusíðu. Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb...“ - ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.