Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2008 35 Suður-Kyrrahaf Í kvöld er frumsýning í Lincoln Center í New York á söngleik Rodgers og Hammerstein frá 1949, South Pacific. Hafa for- sýningar staðið yfir í nær mánuð. South Pacific hefur oft verið kallaður besti söngleikur sem saminn hefur verið. Hinn kunni söngleikjafram- leiðandi Harold Prince var á frumsýningunni á Broadway á sínum tíma og var morguninn eftir tekinn í yfirheyrslu hjá vinnuveitanda sínum, George Abbot, einum virtasta framleið- enda söngleikja á Broadway. Hvort hann gerði sér grein fyrir að frumsýningin væri tímamóta- viðburður? Abbot benti unga manninum á samfellda tónlist í verkinu, hvernig það rynni áfram í stöðugu flæði rétt eins og kvikmynd. Önnur nýjung verksins fólst í efninu: eldri maður og stúlka af léttasta skeiði skjóta sér saman og við hlið þeirra hermaður og frumbyggja- stúlka. Og um hverfis er stríð en sagan gerist á afskekktri eyju þangað sem hvítir menn hafa leitað skjóls. South Pacific geymir röð af sönglögum sem hafa síðan notið mikilla vinsælda: Some Enchanted Evening, Bali Hai, Happy Talk, I Am Gonna Wash that Man og mörg fleiri. Söng- leikurinn var margverðlaunaður á sínum tíma og eftir honum gerð kvikmynd. Hann innsiglaði frægð Mary Martin (móður Larry Hagman í Dallas) og hefur síðan verið samfellt á smærri sviðum vestanhafs, þótt menn tali nú um að það sé fyrst nú með sviðsetningunni í Lincoln Center að hann fái sinn virðingarsess. Ekki verður hvikað frá uppruna- legum útsetningum frá 1949 fyrir þrjátíu manna sveit, en vísast er margt breytt í túlkun en þarna koma fyrir mörg álita- mál sem tengjast kynþætti og aldri, samskiptum heimamanna og herliðs. Söngleikurinn byggði á sögu James A. Michener en hann var staðsettur sem hermaður við Kyrrahafið á stríðsárunum og margt í verkinu átti sér beinar fyrirmyndir frá dvöl hans á þeim slóðum, en sagan gerist á Norfolk-eyju þar sem afkom- endur uppreisnarmannanna á Bounty bjuggu. Michener fylgdi sögum sínum af Kyrrahafi eftir með stórum bókum sem nutu mikilla vinsælda og byggðu á ítarlegum rannsóknum á heim- ildum en hann var menntaður sagnfræðingur: Texas, Alaska, Sayonara og fleiri verk hans skópu honum mikinn auð sem hann var örlátur á og margar stofnanir vestan hafs nutu góðs af. Væntanleg er hljóðritun af flutningi verksins í Lincoln Center og er ekki ólíklegt að þessi sviðsetning leiði til frekari endurmats á verkinu, víðar um Bandaríkin og í Evrópu. - pbb LEIKHÚS Kápan frá útgáfu tónlistarinn- ar í kvikmyndagerðinni 1958. Framhaldsdeild nemar fæddir 1992: Laugardaginn 5. apríl, kl 15:00 – 17:00 Grunnskóladeild nemar fæddir 1999 Forskóladeild nemar fæddir 2000 – 2003 Nánar auglýst síðar Skólaárið 2008 – 2009 Inntökupróf Listdansskóli Íslands hefur viðurkenningu menntamálaráðuneytisins sem einkaskóli á framhaldsskólastigi. Nám við Listdansskóla Íslands er samkvæmt aðalnámskrá á grunn- og framhaldsstigi Skólinn er rekinn af Dansmennt ehf, sem er í eigu Listaháskóla Íslands Staður: Engjateigur 1 105 Reykjavík Nánari upplýsingar: www.listdans.is 588 91 88 ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. Allt sem þú þarft... FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200 8 FYLGIRIT FRÉT TABLAÐSINS A u g lý si n g as ím i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.