Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 64
44 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Það er ljóst að miklar breytingar verða í Garðabænum í sumar.
Þjálfarar bæði karla- og kvennaliðsins eru að hætta sem og formaður
deildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen. Patrekur Jóhannesson mun
væntanlega taka við karlaliðinu af Kristjáni Halldórssyni og
Ásmundur Jónsson tekur við formennsku af Þorsteini. Bragi
Bragason mun enn fremur draga sig úr meistaraflokksráði
kvenna þar sem hann hefur unnið mjög gott starf.
Ragnar Hermannsson verður aðaþjálfari kvennaliðsins
og tekur hann við starfinu af Aðalsteini Eyjólfssyni.
Ragnar er ekki ókunnugur í Garðabænum enda verið
Aðalsteini til aðstoðar síðustu árin.
„Það er nánast formsatriði að ganga frá þessu. Ég
hef samþykkt allt sem þeir hafa boðið mér en hef
sett ákveðna fyrirvara áður en ég skrifa undir. Ég
hef farið fram á að gengið verði frá samningum við
íslenska leikmenn liðsins til að minnsta kosti eins
árs,“ sagði Ragnar við Fréttablaðið en hann býst við
því að skrifa undir tveggja ára samning við Stjörnuna.
„Það er óvissa með alla erlenda leikmenn liðsins. Það
er samdráttur í samfélaginu og við finnum fyrir því í Stjörnunni. Ég
hef lagt mikla áherslu á að halda Birgit Engl en á ekkert endi-
lega von á að halda henni. Hún er með svolitla heimþrá og er
að spá í að fara heim til Austurríkis og jafnvel hætta í hand-
bolta. Við sjáum hvað setur í þessum efnum,“ sagði Ragnar
en hann mun einnig þjálfa unglingaflokk kvenna hjá
Stjörnunni.
Ekki er aðeins óvissa með útlendingana hjá Stjörn-
unni því helsta stjarna liðsins, Rakel Dögg Bragadótt-
ir, skoðar þann möguleika að spila erlendis á næstu
leiktíð.
Ragnar lýsti því yfir í viðtali á dögunum að hann
myndi helst vilja þjálfa karlalið í staðinn fyrir
Stjörnuna. Ekkert varð af því.
„Ég hef mikla reynslu og tel mig tilbúinn að
taka við einhverju karlaliði. Hef mikinn áhuga
á því. Karlaliðin virðast aftur á móti ekki hafa
neinn áhuga á að ráða mig því ég hef ekki heyrt
í neinum,“ sagði Ragnar.
MIKLAR BREYTINGAR HJÁ STJÖRNUNNI: KARLALIÐIN HÖFÐU EKKI ÁHUGA Á RAGNARI HERMANNSSYNI
Ragnar tekur við Stjörnuliðinu af Aðalsteini
> Kemst Fram skrefi nær titlinum?
N1-deild kvenna í handbolta fer aftur af stað í kvöld af
fullum krafti eftir páskafrí þegar topplið Fram fær nýliða
Fylkis í heimsókn í Framhúsið í
Safamýrinni og hefst leikurinn kl.
20. Fram-liðið hefur aðeins tapað
einum leik í N1-deildinni í vetur og
gæti komist skrefi
nær titlinum
með sigri. Fram er
sem stendur með 35 stig
þegar fjórir leikir eru til stefnu,
Valur kemur þar á eftir með 32
stig og Stjarnan er með 31 stig, en
Stjörnustúlkur eiga fimm leiki eftir.
FÓTBOLTI Bernd Schuster, knatt-
spyrnustjóri Real Madrid, telur
að Cristiano Ronaldo sé besti
leikmaður heims í dag og ítrekar
enn fremur að Portúgalinn gæti í
framtíðinni leikið listir sýnar í
treyju Madrídarliðsins.
„Í augnablikinu fær Ronaldo tíu
af tíu mögulegum í einkunn og er
tvímælalaust besti leikmaður
heims. Hann er sannkölluð
stjarna á Old Trafford og þar af
leiðandi hygg ég að United sé
ekki tilbúið að selja hann sem
stendur en eftir nokkur tímabil sé
ég hann alveg fyrir mér í hvítri
treyju Real Madrid,“ sagði
Schuster, sem deyr ekki ráðalaus
þótt hann fái ekki Ronaldo.
„Didier Drogba hjá Chelsea og
Luis Fabiano hjá Sevilla eru líka
fínir leikmenn og Real Madrid
hefur alltaf reynt að kaupa bestu
leikmennina,“ sagði Schuster í
viðtali við spænska blaðið AS. - óþ
Bernd Schuster, Real Madrid:
Ronaldo er sá
besti í heimi
BJARTSÝNN Schuster telur að Real Madr-
id geti fengið Cristiano Ronaldo eftir
nokkur tímabil. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson og
Carlos Queiroz, aðstoðarmaður
hans hjá Manchester United, hafa
verið ákærðir af enska knatt-
spyrnusambandinu fyrir ummæli
sín um dómarann Martin Atkin-
son og Keith Hackett, yfirmann
dómarafélagsins á Englandi, eftir
leik United og Portsmouth í átta
liða úrslitum FA bikarsins. United
tapaði leiknum 0-1 með marki
Sulley Muntari úr vítaspyrnu.
„Frammistaða dómarans er mál
út af fyrir sig en starf Keiths
Hackett er annað. Hann gerir
nákvæmlega ekki neitt til að sjá
til þess að dómgæslan á Englandi
sé frambærileg. Þessi dómari
mun til að mynda örugglega
dæma aftur í næstu viku án
nokkurra tilmæla frá Hackett,“
sagði Ferguson svekktur í viðtali
við Sky Sports eftir leikinn 8.
mars síðastliðinn.
Ferguson og Queiroz hafa frest
þar til 17. apríl að útskýra mál
sitt og svara ákærunni. - óþ
Ferguson og Queiroz:
Ákærðir fyrir
ummæli sín
ÓSÁTTIR Ferguson og Queiroz létu í ljós
óánægju sína með störf yfirmanns dóm-
arafélagsins á Englandi og voru ákærðir.
NORDIC PHOTOS/GETTY
Meistaradeild Evrópu
Arsenal-Liverpool 1-1
1-0 Emmanuel Adebayor(23.), 1-1 Dirk Kuyt(26.).
Fenerbahce-Chelsea 2-1
0-1 sjálfsmark (13.), 1-1 Kazim Kazim (65.), 2-1
Deivid (80.).
1. deildin í körfubolta
FSu-Valur 67-63
Stig FSu: Sævar Sigurmundsson 19, Matthew
Hammer 19, Vésteinn Sveinsson 8, Árni Ragn-
arsson 7, Emil Jóhannsson 5, Ante Karpov 5,
Björgvin Valentínusarson 2, Niocholas Mabbut 2.
Stig Vals: Robert Hodgson 17, Ragnar Gylfason
10, Craig Walls 10, Steingrímur Ingólfsson 8, Alex-
ander Dungal 8, Jason Harden 8, Guðmundur
Kristjánsson 2.
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI David Bentley hjá
Blackburn hefur verið sterklega
orðaður við Liverpool að undan-
förnu í breskum fjölmiðlum en
John Williams, stjórnarformaður
Blackburn, er þó ekki á þeim
buxunum að láta einn af bestu
leikmönnunum fara frá félaginu.
„Bentley er samningsbundinn
Blackburn til ársins 2011 og við
erum meira að segja að reyna að
framlengja þann samning. Hann
hefur tekið miklum framförum
síðan hann kom til félagsins og er
þar að leiðandi ekki til sölu og
ekkert meira um það að segja,“
sagði Williams ákveðinn í viðtali
við dagblaðið Lancashire Evening
Telegraph. - óþ
John Williams, Blackburn:
Bentley er alls
ekki til sölu
FÓTBOLTI Arsenal og Liverpool
skildu jöfn á meðan Chelsea tap-
aði í Tyrklandi í átta-liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu í gær.
Leikur Arsenal og Liverpool fór
varfærnislega af stað á Emirates-
leikvanginum í gær eins og við
var að búast en það átti eftir að
breytast. Heimamenn náðu svo
smátt og smátt undirtökunum og
sóknarþungi þeirra jókst. Fyrsta
mark leiksins var því í raun í takt
við gang mála og kom eftir góða
sóknarhrinu Arsenal sem hófst
með skoti frá Robin Van Persie
sem Pepe Reina varði í horn. Upp
úr hornspyrnunni átti Van Persie
svo góða sendingu á Emmanuel
Adebayor sem fékk að skalla bolt-
ann óáreittur í markið á 23. mín-
útu. Útlitið var ekki gott fyrir
Liverpool en þremur mínútum
síðar steig fyrirliðinn Steven
Gerrard fram, eins og svo oft áður,
og náði að spóla sig snilldarlega í
gegnum vörn Arsenal og senda
boltann fyrir markið á Dirk Kuyt
sem skoraði af harðfylgi og jafn-
aði leikinn.
Arsenal sótti meira í síðari hálf-
leik og Liverpool þurfti í tvígang á
stuttum tíma að bjarga á línu en í
seinna skiptið vildi svo ólíklega til
að Nicklas Bendtner, sóknarmað-
ur Arsenal, stöðvaði óvart skot
liðsfélaga síns. Arsenal gerði
sterklega tilkall til vítaspyrnu á
66. mínútu þegar Kuyt reif Alex-
ander Hleb niður í teignum beint
fyrir framan dómarann Pieter
Vink sem kaus að flauta ekki. Ars-
enal-liðið var meira með boltann
og reyndi hvað það gat til þess að
bæta öðru marki við en Liverpool-
vörnin steig ekki feilspor og 1-1
jafntefli var niðurstaðan. Rafa
Benitez, knattspyrnustjóri Liver-
pool, var ánægður með sína
menn.
„Þetta var leikur tveggja góðra
liða og var hin besta skemmtun.
Annað liðið var meira með boltann
en hitt var vel skipulagt og varðist
af skynsemi. Ég er mjög ánægður
og stoltur yfir framgöngu leik-
manna minna í kvöld og það má
ekkert minna vera gegn liði eins
og Arsenal,“ sagði Benitez sem
var augljóslega sáttur með jafn-
teflið og mikilvægt mark á úti-
velli.
Draumabyrjun breyttist í martröð
Það voru aðeins liðnar 13 mínútur
af leik Fenerbahce og Chelsea
þegar Deivid varð fyrir því óláni
að skora sjálfsmark eftir sendingu
Frakkans Florents Malouda og
Chelsea strax komið með mikil-
vægt útimark í farteskinu. Tyrk-
irnir náðu svo að jafna leikinn á
65. mínútu með marki Kazims
Kazims sem náði að leika á
rangstöðugildru Chelsea-varnar-
innar og skora framhjá Carlo
Cudicini. Deivid bætti svo heldur
betur fyrir sjálfsmarkið á 81. mín-
útu með því að skora sannkallað
glæsimark og koma heimamönn-
um í 2-1 og þar við sat. En útivall-
armark Chelsea gæti orðið drjúgt
í seinni leiknum. omar@frettabladid.is
Sjö daga stríðið er hafið
Arsenal og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu orrustu liðanna af þremur á sjö
dögum en Fenerbahce stal senunni með 2-1 sigri gegn Chelsea í Tyrklandi.
Á AUÐUM SJÓ Emmanuel Adebayor kemur hér Arsenal yfir með góðu skallamarki en
varnarmaðurinn Sami Hyppia sefur á verðinum. NORDIC PHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI FSu tryggði sér sæti í
úrvalsdeild karla í fyrsta sinn í
sögu félagsins þegar liðið vann
fjögurra stiga sigur á Val, 67-63, í
odda- og úrslitaleik í Iðu á Selfossi
í gærkvöldi.
Húsið var troðfullt og leikurinn
æsispennandi en á endanum höfðu
heimamenn betur við þvílíkan
fögnuð stuðningsmanna sem fjöl-
menntu í gulu í gær. Brynjar Karl
Sigurðsson er þar með búinn að
koma FSu upp í Iceland Express-
deildina á sínu þriðja tímabili.
Það var jafnt í hálfleik, 34-34, en
FSu var með frumkvæðið framan
af seinni hálfleik eftir að hafa
skorað tíu fyrstu stig seinni hálf-
leiks. Valsmenn unnu sig hægt og
rólega inn í leikinn aftur og fjórar
þriggja stiga körfur á fyrstu fjór-
um mínútum fjórða leikhluta
komu þeim yfir, 55-57. Þá hófust
æsispennandi lokamínútur sem
enduðu með því að Valsmenn
fengu tækifæri til þess að jafna
leikinn eða tryggja sér sigur í
stöðunni 65-63 þegar 20 sekúndur
voru eftir. Sóknin misfórst og
Björgvin Valentínusson fór síðan
á vítalínuna og tryggði FSu sigur-
inn 67-63. - óój
FSu sigraði Val í úrslitaleik í 1. deild karla í körfu:
FSu upp í úrvalsdeild
BARÁTTA FSu náði að leggja Val að
velli og tryggja sér sæti í efstu deild.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR