Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 50
30 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Fimleikasamband Íslands var stofnað 1968 og fagnar því fjörutíu ára afmæli á árinu. Fyrsti formaður félagsins var Valdimar Örnólfsson sem er kannski þekktastur sem skíðamaður. „Markmið Valdimars við stofnun var að sameina fimleikafólk um allt land. Standa fyrir fimleikamótum og öðru sem viðkemur íþróttinni á Íslandi,“ segir Hrund Þor- geirsdóttir, framkvæmdastjóri sam- bandsins. Sjálf hefur hún verið í kring- um íþróttina frá tíu ára aldri þegar hún hóf að æfa. „Fimleikar eru alls ekki bara fyrir börn. Enda íþróttin stunduð af fólki á öllum aldri. Þar má einnig nefna að eldri borgarar eru mjög virkir í fim- leikum um land allt,“ útskýrir Hrund og bætir við að aðildarfélögin sem snerta sambandið séu tuttugu. Innan þeirra vé- banda eru síðan um átta þúsund iðkend- ur um land allt. „Það er mikil aukning ár frá ári og því miður eru mörg hundr- uð börn og unglingar á biðlista. Helsta ástæða þess er að húsakostur fimleika- félaga er hreinlega of lítill,“ útskýrir Hrund sem vonast eftir að húsnæðis- málin leysist sem fyrst. Fimleikasam- bandið er nú fjórða stærsta sérsam- bandið á Íslandi og fer ört stækkandi. „Markmið fimleikasambandsins er að koma fram fyrir hönd fimleika á Íslandi erlendis. Allar skráningar og mót er- lendis eru í okkar höndum. Það e nauð- synlegt að vera í sambandi við öll al- þjóðasamböndin sem koma að fimleik- um,“ segir Hrund. Mót hérlendis eru einnig í höndum Fimleikasambandsins og á núverandi keppnistímabili stendur félagið fyrir sautján mótum. Aðildarfélögin halda einnig mörg mót þannig að nóg er að gera hjá fim- leikafólki hér á landi. Keppt er í þrem- ur greinum; almennum fimleikum sem henta öllum, áhaldafimleikum sem er ólympíugrein og hópfimleikum sem hafa notið mikilla vinsælda. Hópfim- leikar eru liðakeppni og hafa að sögn Hrundar hækkað meðalaldur fimleika- fólks. „Margir eiga hrós skilið fyrir það sjálfboðastarf sem unnið er í þágu sam- bandsins. Það er heilmikið starf sem fylgir fimleikunum og margir sem sinna því og því er frábært að vita af þessu fólki sem er til í að hjálpa okkur,“ segir Hrund sem bætir við að aðeins hafi munað hársbreidd frá því að Íslending- ar ættu þátttakanda á Ólympíuleikun- um í sumar í Peking. „Það vantaði 0,25 stig upp á að Fríða Rún næði ólympíu- lágmarkinu. En keppendur fá aðeins eitt mót til að ná þessu lágmarki,“ segir Hrund. Fleiri reyndu við þetta lágmark en það gekk ekki eftir og Fríða Rún var næst því. „Þessi tala er kannski ekki há en samt nógu há til þess að við náðum ekki að senda keppanda að þessu sinni. En það þýðir ekki að hengja haus heldur verð- um við að halda áfram og reyna síðar,“ útskýrir Hrund. mikael@frettabladid.is FIMLEIKASAMBAND ÍSLANDS: FAGNAR Á ÞESSU ÁRI FERTUGSAFMÆLI SÍNU Börn jafnt sem eldri borgarar EDDIE MURPHY KVIKMYNDALEIKARI ER 47 ÁRA „Ég hef litlar áhyggjur yfir ferlin- um. Ég hef leikið í kvikmyndum í meira en tuttugu ár svo ég hlýt að hafa leyfi til þess að slaka á.“ Eddie Murphy hóf ferilinn sem uppi- standari við góðan orðstír. Eddie sló í gegn í Beverly Hills Cop og aftur löngu síðar þegar hann talaði fyrir asnann í teiknimyndinni um Shrek. MERKISATBURÐIR 1882 Landshöfðingi greinir frá stofnun sameiginlegrar geymslu fyrir skjalasöfn æðstu embætta. Með þessu var lagður grunnur að Þjóðskjalasafni Íslands. 1882 Jesse James, útlagi í villta vestrinu, var skotinn í bakið og drepinn. 1968 Martin Luther King yngri hélt fræga ræðu. 1969 Haldin er í Mennta- skólanum í Reykjavík hungurvaka í tvo sólar- hringa til þess að vekja at- hygli á hungri í heimin- um. 1974 Alþingi Íslendinga lýsir Surtsey friðland. 1984 Banni við hundahaldi í Reykjavíkurborg frá árinu 1971 aflétt. Marshall-aðstoðin var skipulögð af bandaríska ut- anríkisráðuneytinu. Sjóðn- um var ætlað að styrkja stríðshrjáð lönd Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld- ina (1948-1953) og var að styðja við og efla efnahags- legan uppgang í löndum Evrópu. Miklar deilur urðu um til- ganginn með aðstoðinni en Marshall-aðstoðin átti meðal annars að vera liður í því að auka samvinnu milli Evrópu og Bandaríkj- anna. Hugmyndasmiðurinn var þáverandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, George Marshall. Alls voru það sex- tán þjóðir sem þáðu boð Bandaríkjanna um að- stoð, þar á meðal Íslend- ingar. Miðað við hina frægu höfðatölu högnuðust Ís- lendingar mest á aðstoð- inni. Uppbyggingin á Íslandi eftir seinni heimstyrjöld- ina var Marshall-aðstoð- inni að miklu leyti að þakka ekki síður en endurreisnin í Evrópulöndunum. Aðstoð- in tryggði einnig að hjól at- vinnulífsins fóru að snú- ast og innflutningur og út- flutningur hófst að nýju og líf manna féll í réttar skorður. ÞETTA GERIST: 3.APRÍL 1948 Marshall-aðstoðin verður til MARSHALL-AÐSTOÐIN auglýst á stóru veggspjaldi. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sr. Bolli Þórir Gústavsson vígslubiskup, Selvogsgrunni 6, Reykjavík, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 27. mars síðast- liðinn. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 4. apríl kl. 13.00. Minningarstund í Akureyrarkirkju mánudaginn 7. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður í Laufáskirkjugarði. Fjölskyldan þakkar starfs- fólki á L-4 og K-2 á Landakotsspítala fyrir einstaka umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast sr. Bolla er bent á félag aðstandenda alzheimersjúklinga FAAS. Matthildur Jónsdóttir Hlín Bolladóttir Egill Örn Arnarson Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Gústav Geir Bollason Veronique Legros Gerður Bolladóttir Ásgeir Jónsson Bolli Pétur Bollason Sunna Dóra Möller Hildur Eir Bolladóttir Heimir Haraldsson barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, Kristín Björk Aðalsteinsdóttir fyrrverandi leigubílstjóri, Fífusundi 11, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.00. Hafþór Jóhannsson Þórunn Grétarsdóttir Rósa Jóhannsdóttir Guðjón Hildibrandsson Ágústa B. Jóhannsdóttir Einar J. Gunnþórsson Aðalsteinn Jóhannsson Jóhann Gunnar, Alexandra Sif, Hrannar Már, Telma Rut, Hjördís, Eydís Birna, Kristín Björk, Þórdís Lilja, Valdís Anja og Bjarndís Júlía Aðalsteinn Björnsson Jóhanna S. Árnadóttir Árný R. Aðalsteinsdóttir Jóhannes S. Stefánsson Björn Á. Aðalsteinsson Eiginmaður min, faðir, tengdafaðir og afi, Bjarni Jónsson frá Skeiðháholti á Skeiðum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 5. apríl kl. 13.30. Kristín Skaftadóttir Anna Fríða Bjarnadóttir Gunnar Jónsson Bjarni Gunnlaugur Bjarnason Björgvin Skafti Bjarnason Camilla Maria Fors Jón Bjarnason Margrét Lilliendahl og börn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tómas Tómasson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Keflavíkur, Langholti 14, Keflavík , lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 28. mars. Útför hans verður gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsam- lega afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans er bent á Hjartaheill. Halldís Bergþórsdóttir Ásgerður Kormáksdóttir Jón R. Jóhannsson Jórunn Tómasdóttir Skúli Thoroddsen Halla Tómasdóttir Pálmi B. Einarsson Bergþóra Tómasdóttir Stefán Eyjólfsson Tómas Tómasson Svala B. Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, Sigurður Einarsson frá Gljúfri, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, þökkum sýnda samúð. Einar Sigurðsson Elías Sigurðsson Halla Vilborg Jónsdóttir Einar Sigurðsson Freyja Fanndal Sigurðardóttir afabörn og systkini. FLIKK FLAKK OG HELJAR- STÖKK Hrund Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleika- sambands Íslands, hefur verið viðloðandi íþróttina frá barns- aldri. Hún segir mikla aukningu í íþróttinni og hrósar því ötula sjálfboðastarfi sem á sér stað innan sambandsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Elskuleg móðir okkar, amma og lang- amma, Guðrún Lilja Halldórsdóttir íþróttakennari, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 4. apríl nk. kl. 15.00. Örn Ármann Sigurðsson Halldór Ármann Sigurðsson Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir Magnús Ármann Sigurðarson barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.