Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 18
18 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 14 .2 90 10 .4 60 9. 22 0 7. 02 0 1999 2002 2005 2008 Kr ón ur Útgjöldin > Hundrað lítrar af 95 oktana bensíni á þjónustustöð. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS ■ Það er alltaf kostur að mæta smekk- legur til fara á fundi, eins og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, þekkir. Gísli S. Ein- arsson hefur húsráð undir rifi hverju. „Til dæmis ef einhver lendir í þeirri ógæfu að sletta rauðvíni á hvítu skyrtuna sína þá má hæglega strá salti á blettinn strax á eftir, leggja skyrtuna í kalt vatn og nudda vel. Þá verður skyrtan svo hvít sem áður að það má jafnvel fara í henni á bæjarstjórnarfund.“ GÓÐ HÚSRÁÐ VÍNSLETTAN ÚR SKYRTUNNI Verðhækkun á kjarnfóðri bitnar helst á svína- og kjúklingabændum. Að óbreyttu er óhjákvæmilegt að hærri fóðurkostnaður skili sér í verðlagi til neyt- enda, segja svína- og kjúkl- ingabændur. Kúabændur halda sjó fram að áramót- um en sauðfjárbændur sleppa með skrekkinn. Verð á öllu fóðri frá Fóðurblönd- unni hækkar um 12 til 21 prósent í dag. Verðhækkanir á kjarnfóðri koma verst niður á kjúklinga- og svínabændum, þar sem fóður er mun stærri kostnaðarliður hjá þeim en kúa- og sauðfjárbændum. „Í okkar tilviki er fóðurkostnað- ur langstærsti útgjaldaliðurinn,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. Hann segir fóðurkostnað hafa tvöfald- ast á undanförnum tveimur árum. „Undir venjulegum kringumstæð- um er fóðurkostnaður um helm- ingur af útgjöldum. Þegar verðið rýkur svona upp verður fóðrið enn stærri hluti af rekstrar- kostnaði.“ Ingvi segir að framleiðslukostn- aður sé á mikilli uppleið víðast hvar í heiminum. Erfiðara sé að segja til um hvað áhrif hærra fóð- urverð hafi á afurðaverð. „Á markaði hafa aðrar breytur áhrif, til dæmis framboð og eftirspurn. En til lengri tíma litið hlýtur þetta að hafa áhrif á verðlagið, annað gengur ekki upp.“ Ingvi segir að sama þróun hafi átt sér stað ann- ars staðar í Evrópu og þar hafi verð á svínakjöti hækkað á undan- förnum vikum. „Þessi þróun er á alþjóðavísu og við Íslendingar erum ekki undanskildir því.“ Hildur Traustadóttir, framkvæmda- stjóri Félags kjúklingabænda, segir ljóst að hækkun á fóðri muni hafa í för með sér aukinn kostnað sem kjúklingabænd- ur geti ekki borið. „Ef ekki verður spornað við þess- ari hækkun hlýtur það að skila sér í verðlagið. Þannig gerist þetta.“ Hildur bendir á að það sé ekki aðeins fóður sem sé að hækka, akst- urskostnaður hafi einnig hækkað mikið, vextir, lyf hafi hækkað sem og laun. „Allt telur þetta til.“ Hildur segir ekki hægt að spá fyrir um hvenær hærra fóðurverð skili sér í verði til neytenda, enda séu kjúkl- ingabændur í innbyrðissamkeppni, en að óbreyttu sé óhjávæmilegt að það muni gerast. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúbænda, býst ekki við frek- ari hækkunum af þeirra hálfu á þessu ári. „Það er nýbúið að hækka mjólkurverð og ég geri ekki ráð fyrir að það verði breytingar það sem eftir lifir árs. En ef gengið styrkist ekki þurfa bændur að bera kostnað og það kemur að því að það fer í verðlagið. Það verður væntan- lega ekki fyrr en um næstu áramót í fyrsta lagi og það gæti gerst mikið í millitíðinni. Ef krónan styrkist væntum við að kjarnfóðrið lækki aftur.“ Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir kjarnfóður lítið notað í sauð- fjárrækt. Hærra verð á kjarnfóðri muni því ekki valda búsifjum í greininni eða hafa áhrif á afurða- verð. bergsteinn@frettabladid.is Bitnar helst á kjúklinga- og svínabændum KOSTAR KJÚKLINGABÆNDUR Fóðurkostnaður er mun hærri útgjaldaliður hjá svína- og kjúklingabændum en kúa- og sauðfjárbændum. INGVI STEFÁNS- SON Verð á svína- kjöti fer hækkandi í Evrópu. „Verstu kaupin eru klárlega borðstofu- stólar sem ég keypti í Góða hirðin- um um árið,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona. „Þeir voru með viðbjóðslega ljótt rósótt áklæði sem ég ætlaði alltaf að skipta um en það varð ekkert úr því sökum anna. Eitt sinn gerðist það að ég týndi húslyklunum mínum í rúma viku og var alveg að missa vitið. Þá settist ég á einn borðstofu- stólinn og viti menn: þar voru lyklarnir. Áklæðið var svo rósótt að að lyklarnir runnu saman við bakgrunninn. Eftir það ákvað ég að skila stólunum aftur í Góða hirðinn.“ Það kemur margt til greina sem bestu kaupin, til dæmis íbúðin mín eða tölvan. En ég held að ekkert slái við miðunum á tónleika Kim Larsen í nóvember sem ég og bræður mínir gáfum mömmu í afmælisgjöf. Hún ELSKAR Kim Larsen. Mamma var hæst- ánægð með karlinn, enda hefur hún verið að syngja „livet er langt, lykken er kort“ með ryksuguna á lofti síðan ég man eftir mér. Nytjahlutir eru góðir til síns brúks en jafnast auðvitað ekki á við það að gleðja móður sína. NEYTANDINN: SIGRÍÐUR EYRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR, LEIK- OG SÖNGKONA Ljótir stólar og miðar á Kim Larsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.