Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2008 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -0 6 2 8 *Samkvæmt könnun meðal allra útskrifaðra nemenda frá 2002 til 2007. LANCÔME OG SNYRTIVÖRUVERSLUNIN Í GLÆSIBÆ SAMAN Á GLÆSIDÖGUM Snyrtifræðingur LANCÔME, kynnir nýjungar og sýnir það heitasta í förðun frá París. • Primordiale Skin Recharge og Cell Defense™ sem viðhalda fegurð húðarinnar og verja gegn ótímabærri öldrun. • Augnskuggar í margbreytilegum litum og í einstökum umbúðum. • La Base Pro er notað undir farða og árangurinn er óviðjafnanlega slétt og falleg húð. • Magistrale líkamskremið vinnur gegn öldrun líkamshúðarinnar er sérstaklega ætlað fyrir upphandleggi, maga og bringu. Glæsileg tilboð og flottar gjafaöskjur í ilmum og möskurum. Komdu á Glæsidaga og fáðu faglega aðstoð við val á snyrtivörum. Sex vörur í réttu stærðunum fyrir ferðalagið fylgja þegar keyptar eru vörur fyrir 6.000 krónur eða meira frá Lancôme meðan á kynningu stendur.* *n ok kr ar g er ði r í b oð i. G ild ir á m eð an b ir gð ir e nd as t. Sími 568 5170 UMRÆÐAN Verðbólga Tvær leiðir eru nú opnar íslenskri þjóð gegn þeirri efnahagsvá sem fyrir dyrum stendur. Önnur er að þjóðin taki höndum saman gegn verðbólgu og vaxandi óáran með niðurfærslu verðlags og öllum tiltækum ráðum á sviði peningamála. Hin er að standa áfram varðstöðu þess manns sem horfir á þegar hér rúllar af stað óðaverðbólga og grípa þá til þeirra ráða einna sem auka á sundrungu og sjóræningja- eðli hins óhefta markaðskapítal- isma. Þjóðin veki ríkisstjórnina Framsóknarflokkurinn hefur í allan vetur talað fyrir því að vekja daufgerða ríkisstjórn til góðra verka en ekki haft árangur sem erfiði. Nú er komið að því að þjóðin vakni og taki ráðin af stjórnvöldum og til þess er leið lýðræðisins heiðarlegust. Þá fyrst mun ríkisstjórnin bylta sér að hún sjái bilbug á hinu sterka fylgi sínu í könnunum og bregðast við þó seint sé. Fari óðaverðbólga af stað í framhaldi af gengisfalli síðustu vikna verður bæði dýrt, erfitt og sársaukafullt að stöðva þann bolta. Við Framsóknarmenn höfum nú lagt fram heildstæðar tillögur um hvernig verja megi sterka stöðu ríkissjóðs til þess að koma í veg fyrir þessa þróun. Við útfærslu þessa höfum við notið aðstoðar færustu sérfræðinga og getum fullyrt að hér er leiðarvís- ir að lausn. Lækkum matar- og bensínverð Ríkisjóður getur þegar í stað lækkað bensín- og olíuverð um 20 krónur á lítra og er þó enn með um 40% hlutdeild í hverjum lítra sem keyptur er. Þá er fær leið að fella niður allan matarskatt en samanlagt kosta þessar tvær aðgerðir innan við 25 milljarða. Matarskatts lækkun er þó aðeins fær að saman fari víðtækt sam- ráð verslunarinnar og aðila vinnumarkaðarins sem miðar að því að sporna við öllum verð- hækkunum á mat. Matar- skatts lækkunin ein dugar ekki til að sporna á móti gengisþróuninni en það sem á vantar verður versl- unin að leggja til. Með skattlækk- uninni yrði dregin „IKEA“-víg- lína um verðstöðvun á mat. Sú leið að halda matarskattin- um og fella í þess stað niður vöru- gjöld og tolla af hvítu kjöti er ekki bara gagnsminna ráð heldur þjóðhættulegt á tímum sem okkar. Ef hvíta kjötinu er fórnað hefði það sömu áhrif á atvinnulíf höfuðborgarsvæðisins og ef álverinu í Straumsvík væri lokað. Fram undan eru þrengingar á vinnumarkaði og atvinnuleysi m. a. vegna kólnun- ar á húsnæðis- markaði. Það á ekki að vera hlutverk ríkis- stjórnarinnar að auka á atvinnuleysi þó svo krötum sumum þyki fínt að berja á verksmiðjubú- skap á Reykja- víkursvæðinu. Þjóðarsátt í stað sundrungar Samhliða aðgerðum til niður- færslu á verðlagi þarf að grípa til ráðstafana gagnvart húsnæðis- eigendum í vanda og þar getum við beitt Íbúðalánasjóði. Fram- sóknarmenn hafa sett fram ítar- legar tillögur um hvernig að því yrði staðið jafnframt því sem bankakerfið yrði styrkt í gegnum Seðlabanka og hafin lækkun stýri- vaxta. Ennfremur þarf að styrkja þá atvinnuuppbyggingu sem möguleg er – jafnvel þó það stríði gegn einhverju af glamri því sem Samfylkingin setti fram fyrir kosningar. Það er nú allt að einu vafamál að nokkur hafi tekið slík loforð eins og um stóriðjustopp alvarlega! Sáttahyggja og samhugur eru lykilatriði til þess að stöðva megi þá þróun sem hafin er. Það er ekki ásættanlegt að ríkisstjórnin láti hér reka stjórnlaust í átt að efna- hagslegu öngþveiti. Einhverjir sjá í slíkum aðstæðum kjör- aðstæður til þess að reka þjóðina inn í ESB en það getur ekki talist ábyrg eða þjóðholl stjórnar- stefna. Höfundur er alþingismaður. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein- göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. BJARNI HARÐARSON Niðurfærsla og þjóðarsátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.