Fréttablaðið - 03.04.2008, Side 66

Fréttablaðið - 03.04.2008, Side 66
46 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Keflavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla en í kvöld ræðst það hvaða tvö lið bætast í hópinn. Um leið kemur í ljós hvaða lið munu mætast en Keflvíkingar eiga sem dæmi enn möguleika á að mæta þrem- ur liðum, Snæfelli, Skallagrími og ÍR, og Snæ- fellingar geta mætt einu af eftirfarandi fjórum liðum, Keflavík, KR, Skallagrími eða Grinda- vík. Það fer allt eftir úrslitum kvöldsins en það lið sem fer áfram og er með lakasta árangur- inn í deildarkeppninni í vetur mætir deildar- meisturum Keflavíkur. Oddaleikir kvöldsins eru endurtekning á oddaleikjum átta liða úrslitanna frá því í fyrra en KR vann þá öruggan 13 stiga sigur á ÍR á sama tíma og Grindavík vann Skallagrím með 16 stigum í Fjósinu í Borgarnesi. ÍR-ingar þurfa aftur að sækja KR-inga heim á úrslita- stundu eftir tap á heimavelli en að þessu sinni eru Grindvíkingar á heimavelli í oddaleiknum. Pálmi þekkir þessa stöðu vel KR-ingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson ætti að vera farinn að þekkja þessa stöðu vel því hann hefur verið í sigurliði í oddaleik í átta liða úrslitum undanfarin þrjú ár. Pálmi var með 12 stig fyrir Snæfell í 116-105 sigri á KR 2005, skoraði 8 stig í 67-64 fyrir KR í sigri á Snæfelli 2006 og var með 15 stig í sigri KR á ÍR í fyrra. Öll árin hafa Pálmi og félagar hans tapað fyrsta leiknum en síðan unnið næstu tvo og það gæti gerst fjórða árið í röð í kvöld. Í síðustu tvö skipti hafa Pálmi og félagar hans í KR sent Nate Brown og félaga hans í ÍR í sumarfrí sem mætir í kvöld í þriðja sinn til þess að reyna að slá Vesturbæinga út úr úrslitakeppninni. Þegar litið er á sögu félaganna í oddaleikjum um sæti í undanúrslitum kemur í ljós að bæði ÍR-ingar og Skallagrímsmenn þurfa að brjóta blað ætli þeir sér áfram því bæði félög hafa tapað öllum þremur leikjum sínum undir þess- um kringumstæðum. Eiríkur Önundarson hefur verið með ÍR í öll þrjú skiptin en það hefur ekki dugað fyrir hann að skora 18,7 stig og hitta úr 63,6 prósentum skota sinna í þessum þremur leikjum. Það er annað uppi á ten- ingnum hjá andstæðingum þeirra. KR-ingar hafa unnið alla fjóra oddaleiki sína á heima- velli (3 í DHL-höllinni) og þakka örugglega fyrr að eiga leikinn í Frostaskjólinu því þeir hafa tapað öllum fjórum oddaleikjum sínum á útivelli þegar sæti í undanúrslitum hefur verið í boði. Grindvíkingar hafa unnið 4 af 7 oddaleikjum sínum, þar af 3 af 4 í Röstinni í Grindavík þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Zekovic og Flake erfiðir Grindvíkingar hafa lítið ráðið við þá félaga Milojica Zekovic og Darrell Flake í liði Skalla- gríms sem hafa skorað saman 54,5 stig í leik og hitt úr 61,4 prósentum skota sinna en Daninn Adama Darboe hefur hins vegar haft betur í viðureign sinni með Frakkann Alan Fall í baráttu leikstjórnandanna. Darboe hefur skorað 24,5 stig og gefið 8,5 stoðsendingar í leik á sama tíma og Fall er með 6,0 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grinda- víkur, hefur hitt vel (60,0 prósent) en eftir að hafa tekið 23 skot í fyrri hálfleik fyrsta leiks- ins hefur hann náð aðeins 12 skotum í hinum þremur hálfleikjunum enda í strangri gæslu Axels Kárasonar. Hvar er JJ Sola? Nate Brown hefur leikið frábærlega með ÍR og er með 21 stig, 11 stoðsendingar og 5,5 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum en KR-ingar náðu að loka á hann í lok síðasta leiks en hann skoraði aðeins 3 stig síðustu 15 mínútur leiksins eftir að hafa skorað 22 stig í fyrstu þremur leikhlutanum. Joshua Helm og Avi Fogel hafa leikið vel fyrir KR-inga en menn þar á bæ sakna framlags JJ Sola sem hefur skorað skorað 9 stig að meðal- tali og hitt úr 33,3 prósent skota sinna (6 af 18). Leikur KR og ÍR hefst klukkan 19.15 en leik- ur Grindavíkur og Skallagríms byrjar ekki fyrr en tíu mínútum síðar eða klukkan 19.25. ooj@frettabladid.is Hefna ÍR og Skallagrímur í kvöld? Oddaleikir átta liða úrslita Iceland Express-deildar karla fara fram í Grindavík og Vesturbænum í kvöld og þar geta heimaliðin endurtekið leikinn frá því í 8 liða úrslitunum í fyrra. FJÓRÐA ÁRIÐ Í RÖÐ Pálmi Freyr Sigurgeirsson er kominn í oddaleik fjórða árið í röð og hefur verið í sigurliði í öll hin þrjú skiptin. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN KÖRFUBOLTI Tveir leikmenn sem gerðu garðinn frægan í Iceland Express-deild kvenna eiga nú góða möguleika á að komast inn í hina rómuðu WNBA-deild í Bandaríkjunum. Þetta eru þær Monique Martin og Tamara Bowie sem eru undir smásjánni hjá Minnesota Lynx. Martin lék með KR í vetur og setti meðal annars stigamet með því að skora 65 stig gegn Keflavík. Bowie hefur verið í Ísrael í vetur en lék með Grindavík í fyrra. Minnesota Lynx-liðið var með slakasta árangurinn í deildinni í fyrra og vann aðeins 10 af 34 leikjum en félagið hefur verið að sanka að sér ungum leikmönnum og ætlar sér að byggja upp nýtt lið. Martin tók sér mánaðarfrí og hætti að spila með KR þar sem hún ætlaði að vera búin að ná sér að fullu af meiðslunum þegar æfingar WNBA-liðanna hæfust. Martin var með 36,6 stig, 13,4 fráköst og 4,0 stolna bolta að meðaltali með KR í vetur. Tamara Bowie stakk af úr Grindavík í miðri úrslitakeppni í fyrra og það þýddi að hún fékk ekki keppnisleyfi á ný fyrr en um síðustu áramót. Bowie var með 30,5 stig, 14,8 fráköst og 3,6 varin skot með Grindavík tímabilið 2006-07. - óój Kvennakörfubolti: Frá Íslandi í WNBA Á LEIÐ INN Í WNBA Monique Martin sýndi frábæra takta með KR í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Það eru aðeins tvær leiðir með vörur til og frá Íslandi. Fraktflug með Icelandair Cargo býður þér hraðan og hagkvæman flutningsmáta með fraktflugi oftar en 200 sinnum í viku á milli Íslands, annarra Evrópulanda og Bandaríkjanna. HVOR LEIÐIN HENTAR ÞÉR? VIÐ FLJÚGUM YFIR 200 SINNUM Í VIKU TIL EVRÓPU OG BANDARÍKJANNA – hagkvæmur flutningsmáti www.icelandaircargo.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.