Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 16
16 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Höfundarréttarbrot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is Háskólayfirvöld í Háskóla Íslands hugleiða nú hvernig brugðist skuli við hæstaréttardómi um brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á höf- undarrétti Halldórs Laxness. Því er ekki úr vegi að skoða nokkur dæmi um rannsóknir Helgu Kress prófessors á vinnubrögðum Hannesar við ritun bókarinnar Halldór. Árið 2004 tók Helga saman skýrslu um þau sem er að mestu saman- burður á texta Hannesar og meintum frumtexta, sem Hannes á að hafa gert að sínum. Hæstarétt- ardómurinn snerist einungis um verk Laxness en Helga hefur bent á að brýnna kunni að vera háskólanum að bregðast við brotum á höfundar- rétti þeirra sem hafa fræðin að atvinnu. Hannes vísaði ekki í verk fræðimanna JÓNAS MAGNÚSSON, HJÓNIN Í LAXNESI: „Jörðin Laxnes var ekki talin góð bújörð, áður en Guðjón Helgason kom þangað, þótt ekki væri hún landlítil miðað við þær jarðir, sem eiga ekki til hálendis eða fjalla. En mikið af landinu, sem fjær liggur, er graslendi, þýfðar mýrar og heldur blautar [...]. Jörðin var nokkuð dýr miðað þá við verðlag jarða. En það gerði íbúðarhúsið.“ (Lesbók Morg- unblaðsins, 2. apríl 1967) ÚR BÓK HANNESAR: „Jörðin Laxnes var ekki talin góð bújörð, þegar Guðjón Helgason keypti hana, þótt hún væri fremur víðlend miðað við þær jarðir, sem eiga ekki til hálendis eða fjalla. En mikið af landinu, sem fjær liggur, er graslendi, þýfðar mýrar og heldur blautar. Jörðin þótti dýr eftir verðlagi á þeim tíma. Því olli íbúðarhúsið [...]“ (síða 29) Kaflinn Hjónin úr Laxnesi er „svo til orðrétt endursögn á samnefndri grein eftir Jónas Magnússon“, segir Helga. Aðeins sé getið heimildar um nokkrar setningar innan gæsalappa í endursögninni miðri. Að öðru leyti sé ekki annað að sjá en textinn sé eftir Hannes. Í skýrslu Helgu er dæmið lengra. 1 ÓLAFUR RAGNARSSON, HALLDÓR LAXNESS – LÍF Í SKÁLDSKAP: „Ég sá fljótt að kúnstin við orgelspil í kirkjum er fólgin í því að fara bara nógu hægt. Ef ég sigldi of hratt gegnum sálmalögin missti söfnuðurinn einfaldlega af öllum nótunum. [...] Ég hafði lært nóturnar bæði á nótna- bókinni og hljóðfærinu og snilldin fólst í því að tengja það tvennt saman.“ (síður 54 til 55) ÚR BÓK HANNESAR: „Dóri gerði sér fljótlega grein fyrir því, að aðalatriðið við orgelleik í kirkjum var að fara nógu hægt. Ef hann fór of hratt gegnum sálmalög- in, þá missti söfnuður- inn af öllum nótunum. Honum fannst auðvelt að leika. Það var erfitt að villast á nótunum. Hann hafði lært nótur á nótnabókinni og hljóðfærinu, og vandinn fólst í því einu að tengja þetta saman.“ (síða 50) Hér mun Hannes breyta beinni ræðu Halldórs í viðtali Ólafs í óbeina ræðu og setja fram sem eigin rannsókn. Heimildar getur hann ekki. Í skýrslu Helgu er dæmið lengra. 6 GÍSLI H. KOLBEINS, GAGNFRÆÐINGURINN: „Heimsókn hans til Halldórs var í stofu á Bókhlöðustíg 2 í Reykjavík þar sem Halldór hélt til hjá móðursystur sinni, Ragnheiði Bjarnadóttur, og Þorleifi Jónssyni póstmeistara manni hennar (foreldrar Jóns Leifs tónskálds). Erindi Guðjóns var að ráða Halldór Kolbeins til að kenna Halldóri syni sínum í aukatímum […]. Hann kvaðst hafa komið honum í tíma til annarra, en Halldór hefði ekki sótt þá. Hann hefði bara gleymt því.“ (Úr grein í Ritmennt 2002) ÚR BÓK HANNESAR: „Hann fór heim til hans að Bókhlöðustíg 2, þar sem Halldór Kolbeins bjó hjá móðursystur sinni, Ragnheiði Bjarnadóttur, og manni hennar, Þorleifi Jónssyni. Þau voru foreldrar Jóns Þorleifs- sonar, sem síðar gerðist tónskáld og varð kunn- ur maður undir nafninu Jón Leifs. Guðjón bað Halldór Kolbeins að taka son sinn í aukatíma og búa hann undir gagnfræðapróf. Hann hefði reynt að ráða aðra aukakennara, en Halldór hefði ekki sótt tíma hjá þeim. Hann hefði gleymt því, enda með hugann við annað.“ (síður 73 til 76) Hannes vitnar hér ekki til heimildarinnar. Í skýrslu Helgu er dæmið lengra. „Hannes tekur svo til alla grein Gísla upp í sína bók,“ segir þar. 3 ÁSGEIR BJARNÞÓRS- SON, AF LÍFI OG SÁL: „[...] en Halldór gróf upp einhverja holu, þar sem guð- spekingar nærðu sig og fékk þar fæði fyrir þrjátíu krónur. Auðvitað var þetta aðeins gras og annað grænmeti, eins og slíkir menn töldu sér hæfa. Halldór talaði við guðfræðingana um spekina af fjálgleik og vafalaust nokkurri þekkingu, svo að vakti hrifningu og aðdáun mötunautanna, að svo ungur maður skyldi gefa svo viturlegan gaum að þessari háleitu heimskenn- ingu. En það var segin saga, að ætti Halldór tvær krónur í vasanum, fór hann beina leið inn í Himnaríki og gæddi sér á buffi [...]. Hann var ætíð spekingslegur, þegar með þurfti, dálítið skrítinn til fara eftir því sem efni leyfðu, gekk til að mynda með stóra, bláa slaufu.“ (síður 38 til 40) ÚR BÓK HANNESAR: „Hann fann matsölustað, sem guðspekingar sóttu, og var þar í fæði fyrir 30 krónur á mánuði, sem var þrem sinnum minna en venjulega þurfti að greiða. Að vísu var lítið annað þar á boð- stólum en grænmeti. Á þessum stað talaði hann við guðspekingana af miklum eldmóði og einhverri þekkingu. Þeim fannst mjög til um þennan unga Íslend- ing. En ætti Halldór tvær krónur í vasanum, fór hann beina leið inn á Café Himm- erige og gæddi sér á buffi. „Hann var ætíð spekingsleg- ur, þegar með þurfti, dálítið skrýtinn til fara, eftir því sem efni leyfðu, gekk til að mynda með stóra bláa slaufu,“ sagði Ásgeir Bjarnþórsson.“ (síða 141) Í bók Hannesar er vitnað til frásagnar Ásgeirs Bjarnþórssonar eftir beinu ræðuna síðast og þá aðeins um tilsvarið, sem er auðkennt innan gæsalappa. Textinn sem tekinn er af blaðsíð- unum á undan er hins vegar settur fram sem texti Hannesar, segir í skýrslu Helgu, en þar er dæmið lengra. 7 STEFAN ZWEIG, VERÖLD SEM VAR: „Ég man einstaka daga, þegar morgunblaðið kostaði fimmtíu þúsund mörk, en kvöldblaðið hundrað þúsund. Þeir sem þurftu að víxla útlendum peningum, urðu að gera það eftir hendinni, því klukkan fjögur hafði andvirðið margfaldazt frá klukkan þrjú, [...]. Fargjald með strætis- vagni nam milljónum marka, og seðlastöflunum var ekið á vörubílum frá ríkis- bankanum út í hina bankana, en rúmum mánuði síðar fundust hundraðþúsund- markaseðlarnir í göturæsinu, betlarar höfðu fleygt þeim sem hverju öðru fánýti. Ein skóreim kostaði nú meir en skór áður [...]. Fyrir hundrað dollara mátti kaupa raðir af sex hæða húsum við Kurfürs- tendamm [...].“ (síða 286 í íslensku þýðingunni). ÚR BÓK HANNESAR: „Suma daga kostaði morgun- blaðið fimmtíu þúsund mörk, en kvöldblaðið hundrað þúsund. Þeir, sem þurftu að skipta erlendum peningum, urðu að hafa hraðan á, því að klukkan fjögur hafði andvirð- ið margfaldast frá klukkan þrjú. Fargjald með strætis- vagni nam milljónum marka, og seðlastöflun- um var ekið á vörubílum frá ríkisbankanum út í hina bankana, en rúmum mánuði síðar fundust hundrað þúsund marka seðlarnir í göturæsinu, því að betlararnir höfðu fleygt þeim. En skó- reim kostaði meira en skór áður. Fyrir nokkur hundruð Bandaríkjadala mátti kaupa raðir af sexhæða húsum við Kurfürstendamm.“ (síður 180 til 181) Þessa lýsingu á þjóðfélagsástandinu í Berlín upp úr 1920 telur Helga óumdeilanlegt að Hannes sæki til Stefans Zweig, eða öllu heldur til íslensku þýðingarinnar á sjálfsævisögu hans, Veröld sem var. „Engrar heimildar er getið, en í lok efnisgrein- arinnar nokkru neðar er vitnað til Stefans Zweig um annað atriði sem er þar í beinni ræðu og innan gæsalappa,“ segir Helga. Í skýrslu hennar er dæmið lengra. 5 HELGA KRESS, ILMAN- SKÓGAR BETRI LANDA „Önnur er með drengjakoll, miskunnarlaus og köld, hin er á leið til Toronto að hitta kærastann sinn sem hafði sent henni farareyri og hún notar hvert tæki- færi til að svíkja. „Ég vildi ekki vera pilturinn yðar fyrir vestan, sagði ég.“ (Úr grein í Ritmennt 2002) ÚR BÓK HANNESAR: „Önnur var með drengjakoll, miskunnarlaus og köld. Hin var á leið til Toronto að hitta unnusta sinn, sem hafði sent henni farareyri. Hún notaði hvert tækifæri til að svíkja hann. „Ég vildi ekki vera pilturinn yðar fyrir vestan,“ sagði Halldór henni.“ (síður 196 til 197) Engrar heimildar mun getið um þennan texta Helgu Kress, heldur vitnað til smásagnasafnsins Fótataks manna á eftir beinu tilvitnuninni, eins og textinn sé tekinn beint þaðan, sem hann er ekki. Í skýrslu hennar er dæmið lengra. 2 ÓSKAR HALLDÓRSSON, KVÆÐAKVER „Í ljóðum Halldórs blandast expressionisminn annarri náskyldri liststefnu, surreal- ismanum, sem þá kemur fyrst fram í íslenzkum skáldskap. Surrealism- inn gengur að því leyti lengra en expression- isminn, að einnig er leitazt við að draga hið dulvitaða fram í dagsljósið, túlka veruleikann samkvæmt skynjun undirvitundarinnar. Venjubundin mörk milli draums og veruleika, milli ímyndunar og reyndar eru þurrkuð út. [...] Hér er brag- urinn á sífelldri hreyfingu frá dýrri kveðandi til óbundinnar ræðu. Þegar á allt er litið, er Únglíngurinn í skóginum eitt hið nýstárlegasta kvæði í langri ljóðsögu íslenzkri.“ (Sjö erindi um Halldór Lax- ness, síður 67 til 70) ÚR BÓK HANNESAR: „Í þessu ljóði blandast expressíónismi Halldórs annarri náskyldri stefnu, súrrealismanum, sem kemur þá fyrst fram í íslenskum skáldskap. Í súrrealisma er að því leyti gengið lengra en expressíónisma, að einnig er leitast við að draga hið dulvitaða fram í dagsljósið, túlka veruleik- ann samkvæmt skynjunum undirvitundarinnar. Venju- bundin mörk milli draums og veruleika, milli ímyndunar og reyndar, eru þurrkuð út. [...] Bragurinn er á sífelldri hreyfingu frá dýrri kveðandi til óbundinnar ræðu. „Þegar á allt er litið, er Únglíngurinn í skóginum eitt hið nýstárlegasta kvæði í langri ljóðsögu íslenskri,“ segir Óskar Halldórsson bókmenntafræðingur.“ (síður 307 til 309) Helga bendir á að langur samhljóða kafli eftir Óskar sé ekki auðkenndur sem verk hans í bók Hannesar, þótt minnst sé á greinina. Í lok kaflans er vitnað í ummæli Óskars í beinni ræðu eins og þau séu það eina sem upp er tekið eftir honum. 4 Skýrslan Eftir hvern? er opið 270 síðna vefrit á heimasíðu Helgu Kress. Þar fer mest púður í samanburð á texta Hannesar við verk þeirra Halldórs Laxness og Peters Hall- berg. Hannes vísaði almennt til verka þeirra í bókarlok, en það nægði ekki Hæstarétti. Þess má geta að Laxness og Hallberg voru báðir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands. HELGA KRESS HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill ekki tjá sig um málið en bendir á grein sem hann skrifaði áður til að bregaðst við skrifum Helgu. Sú birtist í tímaritinu Sögu árið 2005. Þar segir Hannes að „ásakanir hennar um ritstuld séu rangar og raunar fáránlegar, þótt vissulega megi bæta vinnubrögð mín eins og margra annarra“. Málið snúist um „rannsóknafrelsi fræðimanna“ en Helga sé starfsmaður ættingja Halldórs Laxness og andvíg Hannesi af pólitískum ástæðum. „Ég veit ekki til þess, að ég noti neitt ritverk í bók minni, sem ekki sé einhvers staðar vísað þar til, þótt hitt skuli ég fúslega viðurkenna, að ég hefði mátt vísa oftar til þeirra Laxness, Hallbergs og annarra höfunda,“ segir Hannes. Hann nefnir nokkra íslenska fræðimenn sem hafi ekki getið heimilda við skrif sín, sem dæmi um „hugsanlegan hugmyndastuld“ sem sýni „hversu erfitt er að sanna eitthvað eða afsanna í þeim efnum. Og er ekki rangt og ódrengilegt að brigsla manni um slíkan stuld, ef hann bendir á eitthvað og vitnar þá ekki alltaf í alla, sem kunna að hafa bent á hið sama áður?“ spyr Hannes. Um verk Ólafs Ragnarssonar segir Hannes: „{F]ékk ég mann til þess, Snorra G. Bergsson sagnfræðing, að fara fyrir mig í gegnum flest blöð og tímarit á Íslandi tímabilið fram til ársins 1932, þegar bókinni Halldór lýkur, og hann rakst á margt, sem Ólafur hafði líka fundið. Þurfti ég að geta þess í hvert skipti?“ Ástæða þess, að hann hafi ekki getið Ólafs eins og Peters Hallberg, hafi verið sú að hann „hafði alls ekki sama gagn af honum. Verk hans er því miður ekki eins áreiðanlegt og Hallbergs“. Þá rekur Hannes í löngu máli hvernig Halldór Laxness hafi fengið að láni frá öðrum og segir Helgu líta það allt öðrum augum en þegar Hannes fái að láni. „Sá munur er á verkum Laxness og bók minni, að Laxness gat þess sjaldnast, hvaðan hann tók efni sitt,“ segir hann. Í grein sinni í Sögu minnist Hannes hins vegar ekki á höfunda sem bent er á hér á þessari síðu, þá Jónas Magnússon, Gísla H. Kolbeins, Ásgeir Bjarnþórsson, Stefan Zweig eða Óskar Halldórsson. Helga sýnir fleiri dæmi, svo sem um skyldleika skrifa Hannesar við verk eftir þá Thor Vilhjálmsson, Einar Laxness, Magnús Á. Árnason og Aðalstein Kristjánsson. Hannes fjallar ekki heldur um þá í grein sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.