Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 20
20 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 840 5.185 +2,85% Velta: 10.048 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,43 +0,41% ... Bakkavör 43,30 +4,34% ... Eimskipafélagið 22,90 +3,39% ... Exista 11,08 +6,03% ... FL Group 6,56 +3,47% ... Glitnir 17,60 +2,33% ... Ice- landair 24,55 +0,20% ... Kaupþing 827,00 +3,12% ... Landsbankinn 30,20 +2,37% ... Marel 91,80 +0,00% ... SPRON 4,49 +5,15% ... Straumur-Burðarás 12,02 +2,56% ... Teymi 4,30 +0,70% ... Össur 92,50 -0,75% MESTA HÆKKUN EXISTA +6,03% EIK BANKI +5,68% SPRON +5,15% MESTA LÆKKUN SKIPTI -0,79% ÖSSUR -0,75% FØROYA BANKI -0,67% „Slíkur fundur hefur ekki komist á,“ segir Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Sam- keppniseftirlitið erindi borgaryfir- valda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaup- ás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóða- úthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að,“ segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að sam- keppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja sam- keppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Sam- keppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónar- mið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borg- arstjóra er áhugi á málinu hjá borg- aryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tæki- færi. - ikh Sinna ekki eigin fundarboði Reykjavíkurborg hefur ekki fundið stund til fundar með Samkeppniseftirlitinu. Askar Capital hafa milli- göngu um lán til sveitar- félaga og fyrirtækja frá erlendum bönkum. Bankinn varð Hafnarfjarðarbæ úti um erlent lán með 75 punkta skuldatryggingar- álagi, sem er margfalt minna álag en á skuldabréf bæði ríkis og stóru bank- anna. Ásókn í erlend lán eftir þessum leiðum fer vaxandi þar sem stóru við- skiptabankarnir eru tregir til að lána í erlendri mynt. Aukin ásókn er í að fjárfestingar- bankinn Askar Capital hafi milli- göngu um lán í erlendri mynt hjá útlenskum bönkum. Þórður Jón- asson, framkvæmdastjóri fjár- mögnunarráðgjafar hjá bankan- um, segir um nýjung að ræða, sem fyrst og fremst skýrist af því að stóru viðkiptabankarnir hér hafi „verðlagt sig út af mark- aðnum“ þegar kemur að lánum í erlendri mynt. Í vikunni var greint frá láni upp á 25 milljónir evra (um 2,9 millj- arðar króna) til þriggja ára sem Hafnar- fjarðarbær tók að láni hjá erlendum banka fyrir milligöngu Aska. Askar Capital báðu átta erlenda banka á Evrópumarkaði að bjóða í lánið og varð nokkur samkeppni á milli þeirra. Samkvæmt heimildum blaðsins eru kjörin mun betri en þau sem íslenskum bönkum og raunar rík- inu eru sögð standa til boða á bankamörkuðum um þessar mundir, eða 75 punktum yfir millibankavöxtum. Til saman- burðar má nefna að á sama tíma er skuldatryggingarálag um 300 punktar á útgáfu ríkissjóðs og nálægt 1.000 punktum á skulda- bréf Kaupþings. Þórður segir bankann bjóða upp á milligöngu sem þessa fyrir fyrirtæki jafnt og opinbera aðila, en Askar sáu um verkefnastjórn, samninga og lögfræðiþjónustu í lántöku Hafnarfjarðar, auk þess að sjá um gjaldeyrisvarnir sem miði að því að hámarka virði láns- ins í íslenskum krónum. „Þetta er bara þjónusta sem við bjóðum upp, en má segja að henti ekki fyrir hvern sem er, heldur þarf þar að vera um að ræða fyrirtæki sem nýtur trausts, á sér góða sögu og tekur nægilega stórt lán til að standi undir umstanginu sem því fylgir að taka lán hjá erlendum banka,“ segir Þórður, en bætir um leið við að á meðan núverandi ástand ríki þar sem segja megi að íslenskir bankar séu í ónáð á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum, sé ekki óeðlilegt að fyrirtæki og sveitarfélög sem á annað borð hafi aðgang að erlendum lánum og bönkum halli sér í auknum mæli í þá átt. „Svo eru kjörin sem Hafnarfjörður fær líka ekki neinu samræmi við ástandið og umtalið sem er á mörkuðum, heldur fremur eins og fyrir kreppu.“ Þórður segir að frá því Askar fóru af stað hafi þar markvisst verið byggð upp tengsl við erlenda banka. „Við erum því komin í þá stöðu að þegar inn kemur svona beiðni þá vitum við hvert við eigum að leita,“ segir hann, en bankinn vinnur nú að lántökum fyrir nokkra aðra opin- bera aðila. olikr@frettabladid.is ASKAR KYNNTIR Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Aska Capital, á kynningu á bankanum þegar hann var nýlega stofnaður. Askar sjá tækifæri í auknum beinum lántökum opinberra aðila hjá erlendum bönkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞÓRÐUR JÓNASSON Askar Capital með hjá- leið í stærri erlend lán 10-11 Í VESTURBÆNUM Keppinautur gagn- rýnir að eingöngu Hagar og Kaupás virðist fá lóðir undir verslanir í höfuðborginni. „Ég hef lengi og oft skrif- að um Ísland fyrir Wall Street Journal,“ segir Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, prófessor í stjórnmálafræði og banka- ráðsmaður Seðlabanka Íslands. Hannes skrifaði grein um íslensk efna- hagsmál sem birtist á síðum blaðsins í gær. „Ég nefndi við þá um daginn að margir mis- skildu ástandið hér og skrifaði grein fyrir blaðið,“ segir Hannes. Í greininni vísar hann því á bug að íslenska hagkerfið sé að bráðna. Viðskiptahallinn hafi vissulega verið 16 prósent af þjóðarfram- leiðslu í fyrra. Hann hafi hins vegar lækkað hratt á milli ára og numið 25 prósent- um árið á undan. Megnið af skuldunum komi úr ranni einkageirans og bankanna, að hans sögn. Þá segir Hannes mikla breytingu hafa orðið á íslensku efnahagslífi síð- astliðin sextán ár. Stærstu breytingarnar hafi orðið með tilkomu kvótakerfis- ins og einkavæðingu bankanna sem hafi blásið lífi í dautt fé, eignir sem hafi verið næsta verðlausar í höndum ríkis og einstaklinga á árum áður. „Svo er ríkissjóður gott sem skuldlaus og það skiptir miklu máli,“ segir Hannes. - jab HANNES HÓLM- STEINN GISSURARSON Landið ekki að bráðna Bankastjórn Seðlabank- ans ræddi við fulltrúa bankastjórnar evrópska seðlabankans, þegar um miðjan febrúar. Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, bankastjór- ar Seðlabankans, hittu þá að máli Jürgen Stark, sem situr í bankastjórn evrópska seðlabankans, í húsa- kynnum Seðlabankans. Stark var þá staddur hér á landi, en hann ávarpaði Viðskiptaþing. Samkvæmt heimildum blaðsins átti Stark um klukkustundar lang- an fund með bankastjórunum. Hermt er að viðræðurnar hafi verið áhugaverðar. Seðlabankinn tjáir sig ekki um efni þeirra. Fram kom í Markaðnum í gær að nú standa viðræður við Seðla- banka Evrópu og hugsanlega fleiri seðlabanka um gjaldeyrisskipta- samninga eða aðrar leiðir til að tryggja aðgengi Seðla- bankans að fé. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumað- ur Greiningardeildar Landsbankans sagðist í Markaðnum vonast til þess að tilkynnt yrði um aðgerð- ir bankans í vikunni. Hugs- anlegt er að það verði ekki gert fyrr en á vaxta- ákvörðunarfundi 10. apríl. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði á ársfundi Seðlabank- ans á föstudag, að bankinn hefði til skoðunar að ræða við seðlabanka á starfssvæðum íslensku bankanna; þeir starfa á Norðurlöndum, í Bret- landi og á evrusvæðinu. Hann sagði í viðtali við Financial Times í gær að Ísland sé reiðubúið til að beita beinum aðgerðum gegn vog- unarsjóðum sem taldir eru standa fyrir árásum á fjármálakerfi landsins. Hann tjáir sig þó ekki um hvers konar aðgerðir yrði um að ræða. - ikh Funduðu í febrúar JÜRGEN STARK Þingmaður í efnahagsmálanefnd vísaði til sögusagna um skortstöð- ur vogunarsjóða í Íslandi í fyrir- spurn til Bens Bernanke, seðla- bankastjóra Bandaríkjanna, í gær. Spurningin var hvort herða þyrfti reglur um slíka sjóði. Fundur Bernankes með nefnd- inni var sá fyrsti síðan seðlabank- inn hóf að forða fjárfestingar- bankanum Bear Stearns frá gjaldþroti fyrir um hálfum mán- uði, en hann fundar reglulega með nefndinni til að ræða horfur í efna- hagsmálum. Bernanke sagði starfsreglur vogunarsjóða á forræði Fjármála- eftirlits Bandaríkjanna, en kvað bankann hafa kynnt sér fjárhags- legan styrk sjóðanna, með tilliti til hvort mögulegar hrakfarir þeirra gætu ógnað fjármálastöðugleika. Sjóðina sagði hann standa furðu vel. Bernanki varaði annars við að hagvöxtur kynni að verða lítill í Bandaríkjunum fyrstu sex mán- uði ársins. Jafnvel mætti ekki úti- loka örlítinn samdrátt. - óká/jab Ísland nefnt á fundinum Ertu að leita þér að aukavinnu? Sænsk forysta atvinnulífs? Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga, býður sig sem kunnugt er fram til formennsku hjá Sam- tökum atvinnulífsins, en kosið verður á aðalfundi samtakanna föstudaginn 18. apríl næst- komandi. Gárungar spyrja sig hins vegar hvort ekki sé komin upp ný staða í formannskjörinu í ljósi þess að Sjóvá verður með öðrum eigum Milestone skráð dótturfélag sænska fjármála- fyrirtækisins Invik. Velta þeir hinir sömu gárungar fyrir sér hvort forstjóri í „sænsku félagi“ eigi eitthvað með að veita forystu samtökum atvinnulífs á Íslandi. Ekkert fannst í búi BM ráðgjafar Ekkert fékkst upp í kröfur í tæplega 446 milljóna króna gjaldþroti BM ráðgjafar ehf. Skiptum á búinu lauk 19. mars síðastliðinn, en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í apríllok í fyrra, að því er lesa má í Lögbirtingarblaðinu. Fyrirtækið (BM stendur fyrir bein markaðs- setning) var samkvæmt heimildum blaðsins mjög skuldsett, en launakröfur námu ekki nema um 15 prósentum af heildarkröfum, eða tæpum sjötíu milljónum króna. Kröfuhafar eru þó misbrenndir, en Landsbankinn mun hafa átt þarna háar fjárhæðir, en slapp með skrekkinn, eftir að hafa selt þær kröfur. Kaupandinn er víst ekki jafnglaður og er sagður hugsa sinn gang. Peningaskápurinn ... Metlækkun var innan dags á skuldatryggingarálagi (CDS) á íslensku bankana, að því er Vegvís- ir Landsbankans greinir frá. Álag á Kaupþing og Glitni stend- ur í 900 punktum. Kaupþing lækk- aði um 86 punkta og Glitnir um 102 punkta. Mest lækkaði Landsbank- inn, um 144 punkta, og stendur álag á skuldabréf hans í 700 punktum. „Þessi mikla lækkun álagsins kom nokkuð á óvart í ljósi tilkynn- ingar matsfyrirtækjanna S&P og Fitch Ratings í gær um breyttar horfur fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins, íslensku viðskiptabank- anna, Íbúðalánasjóð og Landsvirkj- un,“ segir Landsbankinn og veltir fyrir sér hvort komið sé að vendi- punkti í umræðum um íslensku bankana, en telur það þó óvíst. - óká Metlækkun CDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.