Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2008 5 Þrátt fyrir kuldann sem ríkt hefur hér í París undanfarið er ekki hægt að komast hjá því að skrifa um tísku komandi sumars. Nú þegar hefur sú tíska fyrir löngu fengið sitt pláss, jafnt í fínustu tískuhúsum sem í öðrum verslunum með viðráðanlegra verði. Hvort það tengist eitthvað fjörutíu ára afmæli maí ́ 68, sem er söguleg- ur viðburður hér í landi, skal ósagt látið en tískan er upptekin af ákveðnu afturhvarfi og horfir helst til áranna í kringum 1970 og fram til 1980. Lík- lega þó örlítið stílhreinni tíska í dag en var á þessum árum og ekki aðeins ein tískulína í gangi. Nýjung sumarsins er samfestingar, bæði með stuttum og síðum skálmum, yfirleitt ermalausir. Rykfrakkinn er sömuleiðis á uppleið, til dæmis gamli góði Burberrys-„trenchinn“ sem er upplagt að draga fram aftur. Sömuleiðis sést frakkinn í kjólútgáfu, með breiðum herðum eins og hjá Pinko. Einnig má sjá hjá mörgum tískuhúsum herralega jakka sem minna á hinn gamla góða smóking sem Yves Saint-Laurent endurhannaði fyrir konur upp úr herrasmóking. Þetta á til dæmis við um Dior svo aðeins eitt tískuhús sé nefnt. Í sumar eru það sterkir litir frá upphafi diskósins sem gleðja augað, jafnvel svo sumum þykir nóg um. Auðvitað er hvítt inni í myndinni eins og alltaf í sumartískunni en er blandað saman við sterkan grænan lit eða sólgulan og á þetta við um allan klæðnað, líka sokkabuxur og gallabuxur. Einnig verður fuchsia-bleikt ómissandi litur í sumar á kjólum og blússum og mikið af beis, sérstaklega í frakkakjólum og samfestingum. Kjólar til daglegrar notkunar eru annað hvort mjög stuttir eða skósíðir, kannski gott á gamla Fróni þegar sumarhitinn rétt slagar yfir tíu gráður. Þar má aftur sjá sterk áhrif frá ´70 -´80. Ekki er verra að kjólarnir séu með blómamunstri og í sumar eru blómin af öllum stærðum, bæði risa- stór og þá örfá og dreift yfir neðrihluta efnisins, eða smærri og á öllu efninu. Ekki má heldur gleyma munstri í anda málara sem kenndir eru við kúbisma og fleiri listastefnur og er listi hönnuða á þeim nótum langur (Emilio Pucci, Cavalli, Gaultier, Fendi og fl.) Kjólar eru líka einlitir í sterkum litum líkt og áður var nefnt, eins og belgskjóll Lacroix. Útvíðar gallabuxur sjást nú að nýju, til dæmis hjá Gérard Darel. Við þær eru gjarnan notaðar útvíðar mussur í hippastíl og eru alveg upplagðar til að breiða yfir frjálsleg form þeirra sem ekki hafa vöxt brasilískra fyrirsæta er oft vega 40 kíló með farða. Það eru reyndar góðu fréttirnar í sumartískunni í ár að hún hentar ýmsum líkamsgerðum en ekki aðeins fyrirsætum. bergb75@free.fr Sumartíska í vorkulda Tískuvikan í Kiev stóð yfir í mars en þar vakti úkraínskur hönnuður athygli. Oleksiy Zalevsky, tískuhönnuður frá Úkraínu, vekur jafnan eftir- tekt á tískuvikunni í Kiev og var sýningin í ár engin undantekning. Hann sótti áhrif til fylgihluta hundsins eins og ólar, svart leður og munnkörfur en módelin gengu jafnan fram með hunda í bandi og sjálf með hundakraga eða bein í munninum. Svart, hvítt og silfrað var áberandi í litavali á stutta kjóla og hettupeysur, munstraðar hundabeinum. Hvítir og svartir loðfeldir stálu senunni. Oleksiy Zalevsky er þekktur fyrir ögrandi fatnað og var þessi sýning engin undantekning. - rat Kragar og bein í Kiev Módelin gengu fram með hunda í bandi og kraga um hálsinn. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS sendum í póstkröfu 4.995.- 4.995.- 8.995.-7.995.- Stærðir: 36-41 Opnunartími: mán- til föst. 8:00 til 16:00 fi mmtud. 8:00-19:00 Ný sending af frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.