Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 31
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2008 5 Þrátt fyrir kuldann sem ríkt hefur hér í París undanfarið er ekki hægt að komast hjá því að skrifa um tísku komandi sumars. Nú þegar hefur sú tíska fyrir löngu fengið sitt pláss, jafnt í fínustu tískuhúsum sem í öðrum verslunum með viðráðanlegra verði. Hvort það tengist eitthvað fjörutíu ára afmæli maí ́ 68, sem er söguleg- ur viðburður hér í landi, skal ósagt látið en tískan er upptekin af ákveðnu afturhvarfi og horfir helst til áranna í kringum 1970 og fram til 1980. Lík- lega þó örlítið stílhreinni tíska í dag en var á þessum árum og ekki aðeins ein tískulína í gangi. Nýjung sumarsins er samfestingar, bæði með stuttum og síðum skálmum, yfirleitt ermalausir. Rykfrakkinn er sömuleiðis á uppleið, til dæmis gamli góði Burberrys-„trenchinn“ sem er upplagt að draga fram aftur. Sömuleiðis sést frakkinn í kjólútgáfu, með breiðum herðum eins og hjá Pinko. Einnig má sjá hjá mörgum tískuhúsum herralega jakka sem minna á hinn gamla góða smóking sem Yves Saint-Laurent endurhannaði fyrir konur upp úr herrasmóking. Þetta á til dæmis við um Dior svo aðeins eitt tískuhús sé nefnt. Í sumar eru það sterkir litir frá upphafi diskósins sem gleðja augað, jafnvel svo sumum þykir nóg um. Auðvitað er hvítt inni í myndinni eins og alltaf í sumartískunni en er blandað saman við sterkan grænan lit eða sólgulan og á þetta við um allan klæðnað, líka sokkabuxur og gallabuxur. Einnig verður fuchsia-bleikt ómissandi litur í sumar á kjólum og blússum og mikið af beis, sérstaklega í frakkakjólum og samfestingum. Kjólar til daglegrar notkunar eru annað hvort mjög stuttir eða skósíðir, kannski gott á gamla Fróni þegar sumarhitinn rétt slagar yfir tíu gráður. Þar má aftur sjá sterk áhrif frá ´70 -´80. Ekki er verra að kjólarnir séu með blómamunstri og í sumar eru blómin af öllum stærðum, bæði risa- stór og þá örfá og dreift yfir neðrihluta efnisins, eða smærri og á öllu efninu. Ekki má heldur gleyma munstri í anda málara sem kenndir eru við kúbisma og fleiri listastefnur og er listi hönnuða á þeim nótum langur (Emilio Pucci, Cavalli, Gaultier, Fendi og fl.) Kjólar eru líka einlitir í sterkum litum líkt og áður var nefnt, eins og belgskjóll Lacroix. Útvíðar gallabuxur sjást nú að nýju, til dæmis hjá Gérard Darel. Við þær eru gjarnan notaðar útvíðar mussur í hippastíl og eru alveg upplagðar til að breiða yfir frjálsleg form þeirra sem ekki hafa vöxt brasilískra fyrirsæta er oft vega 40 kíló með farða. Það eru reyndar góðu fréttirnar í sumartískunni í ár að hún hentar ýmsum líkamsgerðum en ekki aðeins fyrirsætum. bergb75@free.fr Sumartíska í vorkulda Tískuvikan í Kiev stóð yfir í mars en þar vakti úkraínskur hönnuður athygli. Oleksiy Zalevsky, tískuhönnuður frá Úkraínu, vekur jafnan eftir- tekt á tískuvikunni í Kiev og var sýningin í ár engin undantekning. Hann sótti áhrif til fylgihluta hundsins eins og ólar, svart leður og munnkörfur en módelin gengu jafnan fram með hunda í bandi og sjálf með hundakraga eða bein í munninum. Svart, hvítt og silfrað var áberandi í litavali á stutta kjóla og hettupeysur, munstraðar hundabeinum. Hvítir og svartir loðfeldir stálu senunni. Oleksiy Zalevsky er þekktur fyrir ögrandi fatnað og var þessi sýning engin undantekning. - rat Kragar og bein í Kiev Módelin gengu fram með hunda í bandi og kraga um hálsinn. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS sendum í póstkröfu 4.995.- 4.995.- 8.995.-7.995.- Stærðir: 36-41 Opnunartími: mán- til föst. 8:00 til 16:00 fi mmtud. 8:00-19:00 Ný sending af frá

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.