Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 03.04.2008, Síða 36
 3. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● bílar Ekki hefur borið mikið á buggy-bílum hérlendis en þar gæti breyting orðið á að sögn Arnars Ólasonar, sem hefur ásamt félaga sínum Eiríki Vignissyni hafið innflutn- ing og sölu á buggy-bíl- um til landsins. „Ár er síðan við félagarnir fórum fyrst að hugsa út í þetta. Félagi minn vildi fá sér svona svipað tæki en þó ekki fjórhjól. Við vissum um marga sem höfðu lent í óhappi á fjórhjólum og við vildum eitthvað öruggara,“ rifjar Arnar upp. Félagarnir leituðu á net- inu, fundu buggy-bíla og höfðu samband við nokkra framleiðendur þar til sá rétti fannst. Þá fóru hjólin að snú- ast. Sá buggy-bíll sem þeir félagar flytja nú inn er einn sá fyrsti sem framleiddur er fjórhjóladrifinn. Að sögn Arnars er þó nokk- ur munur á buggy-bílum og fjórhjólum. Bíllinn er búinn tveimur sætum, fjögurra punda belti og veltibúri svo bílarnir eru öruggari. „Buggy-bílarnir eru síðan götuskráðir og því má keyra þá á götunum,“ bendir hann á. „Þeir eru skráðir sem fjór- hjól og einnig tryggðir sem slíkir.“ Hann bætir við að buggy-bílar séu tilvalin tæki fyrir sumarbústaðaeigendur þar sem eigendur bústaðanna geta ferðast um nágrenni bú- staðarins á þeim. Hver buggy-bíll vegur fjögur hundruð kíló, er með 500 kúbika fjórhjóla mótor og drífur mjög vel í tor- færum. Hámarkshraði bíl- anna er níutíu kílómetrar á klukkustund. Hvert ein- tak kostar 990.000 krónur og lítið vandamál ætti að vera að fjármagna tækin að mati Arnars, þar sem hægt er að fá hefðbundin bílalán á þá. Arnar bendir á að buggy- bílarnir verði fullþjónustaðir; til séu varahlutir og annað sem til falli að bílunum. „Draumurinn er sá að hér verði til buggy-bílasamfé- lag og einhvern daginn verði keppt á þessum bílum. En tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir Arnar, sem ætlar í samstarfi við félag sinn Eirík Vignisson að flytja inn fleiri tegundir bíla, meðal annars minni bíla sem munu keppa við fjórhjól fyrir börn bæði hvað varðar verð og gæði. Á heimasíðunni www. buggy.is má finna upp- lýsingar um buggy-bílana og skoða myndir. mikael@frettabladid.is Draumurinn að stofna buggy-bílasamfélag Arnar Ólason vígalegur við stýrið. Fjöll og snjór eru engin fyrirstaða fyrir buggy-bílana. Bíllinn sómir sér vel á fjallstindi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Fyrsti bíllinn sem ég eignað- ist var flottur, svartur Skoda- Benz,“ segir alþingismaður- inn Árni Johnsen hláturmildur þegar hann minnist fyrstu bíl- kaupanna, sem áttu sér stað á bílastæði Álftamýrarskóla einn fagran haustdag árið 1967. „Þá var ég nýútskrifaður kennari og hafði þríhringt á leigubíl sem aldrei kom. Þá segir einn samkennari minn: „Ég skal selja þér bílinn minn. Hann er hérna á hlaðinu, tilbú- inn til reiðar.“ Og ég dró upp ávísanaheftið, fékk lyklana, keyrði á honum leiðar minnar og kláraði dæmið með eggja- sölupeningunum mínum,“ segir Árni, sem reiddi fram 25 þús- und krónur fyrir biksvartan Skoda Octavia með snúnings- sveif. „Þetta voru ósköp aulalegir Austur-Evrópubílar og Skódi var nú þannig á þeim tíma að rafmagnið var ekki alltaf í lagi og víst þurfti ég oft að snúa honum í gang. Botninn í honum var líka lélegur og þurfti ég að hafa hlera í gólfinu farþega- megin því annars hlupu menn bara með bílnum,“ segir Árni broshýr þegar hann minnist bílsins, sem opinberlega var skráður sem Skoda-Benz. „Þegar ég lét færa hann á mitt nafn í Bifreiðaskráningu spurði afgreiðslumaðurinn af hvaða tegund bíllinn væri og ég svaraði því til að þetta væri Skoda-Benz. „Einmitt,“ sagði hann grafalvarlegur og fattaði ekki húmorinn, en skráði eig- endaskiptin þannig. Ég er því eini maðurinn sem átt hefur Skoda-Benz á Íslandi.“ - þlg Árni Johnsen lenti í ýmsum ævintýrum á fyrsta bílnum, sem hann eignaðist árið 1967. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FYRSTI BÍLLINN Fékk Skoda-Benz fyrir svartfuglsegg F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR SÍMI 440 1200 WWW.N1.IS Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. N1 – Meira í leiðinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.