Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 2

Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 2
2 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Ákæruvaldið í Færeyjum mun krefjast tíu ára fangelsisvistar að lágmarki yfir Íslendingi sem setið hefur þar í fangelsi og einangrun svo mánuð- um skiptir vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumál- inu. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu, við Fréttablaðið. Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í gær, en hann féllst á að sitja áfram í gæslu og einangrun þar til að réttarhöldum loknum. Hann þurfti því ekki að mæta fyrir dómara, sem ella hefði orðið. Það er hins vegar á valdi saksóknara í málinu hvort honum verður haldið í einangrun til 11. apríl. Þá á að ganga dómur í málinu ef tímasetningar standast. Á mánudag hefjast réttarhöld í málinu. Þá verður kviðdómur kallaður saman og vitnaleiðslur hefjast. Einn mannanna fjögurra sem sitja í fangelsi á Litla- Hrauni vegna Pólstjörnumálsins mun bera vitni í máli Íslendingsins. Hann fer út í lögreglufylgd eftir helgina til að mæta fyrir dóminn. Hinn 11. apríl er svo að vænta niðurstöðu kvið- dóms um sekt eða sakelysi Íslendingsins. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að áfrýja, að sögn saksókn- ara. Verði maðurinn fundinn sekur ákveða dómari og kviðdómur refsingu hans. Þeirri ákvörðun er hægt að áfrýja til æðri dómstóls. - jss Íslendingurinn áfram í einangrun í Færeyjum vegna Pólstjörnumáls: Ákæruvaldið mun krefjast tíu ára fangelsis að lágmarki MÓTMÆLI Engra breytinga er að vænta í bráð eftir fund Kristjáns L. Möller samgönguráðherra og fulltrúa atvinnubílstjóra sem fram fór í gær. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, sagði að niðurstaðan af fundinum hefði verið lítil. „Ástand- ið hefur ekkert breyst. Það var í sjálfu sér fínt að hitta ráðherra, en við viljum að menn vinni sína vinnu. Það er kergja í okkur.“ „Að mínu mati var fundurinn ágætur,“ segir Kristján L. Möller. „Við höfum fengið tillögur frá Samtökum atvinnulífsins og ASÍ um undanþáguákvæði sem við hyggjumst fylgja eftir og ætlum að fara með til eftirlitsstofnunar EFTA.“ Kristján segist hafa boðið bílstjórunum að fara yfir tillögurn- ar og láta þau í ráðuneytinu vita ef þeir hefðu eitthvað meira fram að færa. - kp Kergja meðal bílstjóra: Engra breyt- inga að vænta Á FUNDI Sturla Jónsson og félagar fund- uðu með samgönguráðherra í gær. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott í helgarmatinn Ungnautafillet í rauðvíns- og piparmarineringu Þú sparar 1.700kr. 1.998kr.kg. FÆREYJAR Maðurinn situr inni fyrir meinta hlutdeild í einu stærsta fíkniefnasmyglmáli sögunnar. SVEITASTJÓRNARMÁL Stjórnendur Reykjavík Engergy Invest (REI), útrásararms Orkuveitu Reykja- víkur (OR), munu um helgina funda með embættismönnum og stjórnendum fyrirtækja í Jemen og Eþíópíu um samstarf að orku- verkefnum. Undirbúningi að uppsetningu jarðvarmavirkjun- ar í Djíbútí verður einnig fram- haldið. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa að undanförnu deilt um hverjar áherslur Orkuveitunnar eigi að vera varðandi verkefni á erlendri grundu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Því hafnar Kjart- an Magnússon, stjórnarformað- ur Orkuveitunnar og REI. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ekki sé full sátt innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins um útrásarverkefni REI, og um þau hafi verið deilt að undanförnu. Þrætueplið virð- ist þó ekki vera verkefni í Djíbútí, enda hafa þau verið lengi í bígerð. Öðru máli gegni um ný verkefni í Jemen og Eþíópíu. Kjartan Magnússon segir hins vegar að full samstaða sé innan borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna um málið. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær sagði Gísli Marteinn Baldursson að hann hefði ekki áhuga á því að Orku- veitan nýtti skattfé til áhættu- verkefna erlendis. Hann hefði jafnframt aldrei legið á þeirri skoðun sinni. Kjartan segir að ekki hafi komið til neinna nýrra fjárskuldbindinga af hálfu fyrir- tækisins. Því séu viðræðurnar og hugsanlegt framhald á samstarfi ekki þrætuepli innan borgar- stjórnarflokksins. Kjartan segir að verkefnið sé að ræða við heimamenn í Jemen og Eþíópíu um mögulega aðkomu fyrirtækisins að orkuverkefn- um. „Þetta hefur verið til skoð- unar hjá fyrirtækinu í nokkurn tíma en er mun skemmra á veg komið en verkefnin í Djíbútí. Við munum undirrita viljayfirlýs- ingu um samstarf í Eþíópíu en óvíst er hvort til þess komi í Jemen. Við munum þó ræða við þarlend stjórnvöld og fyrirtæki um þeirra áhuga, sem er mikill að því er ég best veit.“ Spurður hvort vonast sé til að viðræðurn- ar leiði til svipaðrar niðurstöðu og í Djíbútí, þar sem líklegt er að fyrirtækið standi að uppsetningu 50 til 100 megavatta jarðvarma- virkjunar sem tryggi orkusölu- samning við djíbútísk stjórnvöld til tuttugu ára, segir Kjartan að það muni viðræðurnar leiða í ljós. „Ef þetta lítur vel út er freistandi að hefja verkefni í þessum tveimur ríkjum. Svo leið- ir tíminn í ljós hvað það yrði og hvernig það yrði fjármagnað, en sérstaka fjármögnun þyrfti í slík verkefni.“ svavar@frettabladid.is REI kannar verkefni í Jemen og Eþíópíu Stjórnendur REI munu um helgina funda með embættismönnum og forsvars- mönnum fyrirtækja í Jemen og Eþíópíu um aðkomu að orkuverkefnum. Skiptar skoðanir eru innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna um útrásarverkefni. FRÁ UNDIRRITUN Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, undirritar samning um jarð- hitanýtingu í Djíbútí við Mahmoud Ali Youssouf, utanríkisráðherra landsins, í janúar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur. MYND/FORSETAEMBÆTTIÐ Kjartan, geta Sjálfstæðismenn ekki reynt að fá útrás öðruvísi? Við ættum kannski að REIna það. Kjartan Magnússon er stjórnarformaður Orkuveitunnar og REI. Sjálfstæðismenn hafa að undanförnu eytt miklu púðri í að ræða um hlutverk OR á erlendri grund og eru ekki alltaf á eitt sáttir um það. SIMBABVE, AP Menn í herbúðum Roberts Mugabe, forseta Simb abves, sögðu í gær að þeir hefðu fallist á að efnt yrði til úrslita umferðar forsetakosning- anna sem fram fóru fyrir viku. Þetta var fyrsta opinbera viðurkenning stjórnarliðsins á því að hinn 84 ára gamli Mugabe hefði ekki unnið kosningarnar. Hundruð vopnaðra uppgjafaher- manna úr sjálfstæðisstríðinu gengu fylktu liði um götur Harare í gær. Enn er opinberra úrslita beðið. - aa Spenna í Simbabve: Samþykkja úrslitaumferð Mokhumarveiði Humarvertíðin er hafin og lofar byrj- unin mjög góðu. Fyrstu bátarnir héldu út strax eftir páska og hefur aflinn verið afbragðsgóður suðaustanlands, nánar tiltekið í Hornafjarðardýpi. Enn sem komið er hafa aðeins fjórir bátar hafið veiðar, allir frá Þorlákshöfn. SJÁVARÚTVEGUR Kastaðist út úr bílnum Ökumaður bíls með átta farþega innanborðs missti stjórn í hálku og valt út af veginum við bæinn Hóla í Öxnadal í gærmorgun. Farþegi kast- aðist út úr bílnum en er ekki talinn alvarlega slasaður. LÖGREGLUFRÉTTIR SÖFNUN „Við erum að hjálpa Hannesi að mæta þessum kostnaði og það sér nú ekki fyrir endann á því,“ segir Friðbjörn Orri Ketilsson, forsvarsmaður hóps sem stendur fyrir fjársöfnun fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor. Friðbjörn Orri segir söfnun- ina ganga vel en vill ekki gefa upp hve mikið hefur safnast. Markmiðið er að safna að minnsta kosti þeim rúmu þremur milljónum króna sem Hannes var dæmdur í Hæstarétti til að greiða Auði, ekkju Halldórs Laxness. „Svo þarf auðvitað að mæta frekari kostnaði í Bretlandi. En við erum ánægðir og þakklátir öllum þeim sem hafa lagt fé til söfnunarinnar.“ - ovd Söfnun fyrir Hannes: Neitar að gefa upp hve mikið hefur safnast FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON LÖGREGLUMÁL Fíkniefni og fjár- munir fundust við húsleit lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu í Breiðholti í fyrrakvöld. Talið er að um sé að ræða 70 grömm af marijúana. Einnig var lagt hald á rúmlega 600 þúsund krónur í peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karlmaður og kona á þrítugsaldri voru hand- tekin vegna rannsóknar málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. Fjögur önnur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í fyrradag og fyrrinótt. Tveir karl- menn, annar á fimmtugsaldri en hinn undir tvítugu, voru hand- teknir í miðborginni síðdegis. Á mönnunum, sem voru báðir í annarlegu ástandi, fundust ætluð fíkniefni. Í fyrrakvöld var tæp- lega þrítugur karlmaður stöðv- aður í Breiðholti en hann var með marijúana í fórum sínum. Nokkru síðar, eða um miðnætti, var karlmaður á líkum aldri stöðvaður í miðborginni en við leit á honum fundust einnig ætluð fíkniefni. Snemma í gærmorgun var rúmlega fertugur karl færð- ur á lögreglustöð. Hann var líka tekinn í miðborginni og var með hass í fórum sínum. - jss Annríki hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna fíkniefnamála: Tók marijúana og 600 þúsund LANDBÚNAÐARMÁL Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra greindi frá því á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær að kjarnfóðurtollar verði felldir niður á öllum fóðurblöndum frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðis- ins frá og með 1. maí. Óbreytt gjald verður innheimt af fóður- blöndum frá öðrum löndum. Tollurinn er 3,90 krónur á hvert kíló af blönduðu fóðri. Breytingin verður tímabundin og ræðst framhaldið af því hvernig samningar um gagnkvæmar tollaívilnanir á landbúnaðarvörum þróast á milli Íslands og Evrópu- sambandsins. - shá Hagur bænda vænkast: Kjarnfóðurtoll- ar felldir niður HASS OG MARIJÚANA Nokkurt magn af hassi og marijúana var tekið víðsvegar um borgina, auk fjármuna. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.