Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 4
4 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 5 2 8 GENGIÐ 04.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,3984 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,21 74,57 148,44 149,16 116,70 117,36 15,644 15,736 14,599 14,685 12,453 12,525 0,7251 0,7293 121,45 122,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VERSLUN „Við höfum fundið það klárlega síðustu dagana að það er verulegur viðsnúningur,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri Ingvars Helgasonar, um sölufall á nýjum bílum á síðustu dögum. Sala á nýjum bílum hrundi eftir páska. Ástæðan er gengisfall krón- unnar, hækkun verðs á nýjum bílum í kjölfarið og óvissa um framhald- ið. Þannig var aðeins skráður 151 bíll í vikunni eftir páska samanbor- ið við 281 bíl vikuna á undan og 275 bíla vikuna þar á undan. Og í vik- unni sem er að líða höfðu aðeins verið skráðir 105 bílar á hádegi á föstudag. Þrátt fyrir þetta bak- slag hefur sala nýrra bíla aukist um fjórtán pró- sent það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. „Það er engin launung að fólk er miklu minna að skoða nýja bíla,“ segir Loftur Ágústsson, sem kveður stöðuna einkennast af því að menn spili dag frá degi og bíði átekta. Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar og formaður Bílgreinasam- bandsins, tekur undir að afar rólegt hafi verið á markaðnum frá því í síðustu viku. „Þegar krónan veikist svona skarpt finnur bílgreinin mjög hratt fyrir samdrætti í sölu því mjög stór hluti af bílverði er erlend- ur kostnaður. Og þegar umræðan er í hámarki og dýfan er sem dýpst heldur fólk náttúrulega að sér höndum. Síðan fer það að laga sig að aðstæðum og kemur út á mark- aðinn aftur,“ segir hann. Að sögn Lofts hefur verð á nýjum bílum hjá Ingvari Helgasyni hækk- að um allt að fimmtán prósent að undanförnu. „Við höfum reynt að halda aftur af okkur í hækkunum eins og við frekast getum en getum ekki lifað með þessar sveiflur til lengdar,“ segir hann. Egill segir að hjá Brimborg hafi hækkunin numið á bilinu níu til tólf prósent, mest eftir páska. „En við höfum ekki sett nema um þriðjung af lækkun krónunnar út í verðið því menn eru að vona að þetta gangi til baka.“ Fyrstu þrjá mánuði ársins seld- ust um fjögur þúsund nýir bílar. Reiknað hefur verið með að salan yrði allt að fimmtán þúsund nýir bílar á árinu öllu. Loftur telur að jafni gengi krónunnar sig ekki muni sala á nýjum bílum verða allt að þriðjungi minni. „Þá verður þetta tæpast nema um tíu þúsund bíla markaður á árinu,“ segir hann. gar@frettabladid.is Sala nýrra bíla fraus við hrun krónunnar Þrefalt færri bílar voru nýskráðir í vikunni sem er að líða en fyrstu þrjár vik- urnar í mars. Verðhækkanir og óvissa í kjölfar falls krónunnar eru aðalástæð- urnar. Menn sjá fyrir allt að þriðjungs samdrátt í sölunni miðað við áætlanir. LOFTUR ÁGÚSTSSON BJÖRGUN Félagar úr Slysavarnafé- laginu Landsbjörg sóttu í gær tvo erlenda ferðamenn sem voru í sjálfheldu í Þverfellshorni í hlíðum Esjunnar. Um klukkan tvö í gær barst Neyðarlínunni símtal frá mönn- unum og voru björgunarsveitir þá sendar á vettvang. Hjálmar Örn Guðmarsson, í svæðisstjórn björgunarsveitanna, segir að mennirnir hafi verið þokkalega búnir en ekki treyst sér niður vegna mikillar hálku. Alls voru 24 björgunarsveitarmenn kallaðir út. Fór hluti þeirra upp til mannanna og liðsinnti þeim niður úr sjálfheldunni og að bílum sem óku þeim niður á bílastæði. Voru mennirnir kaldir en ekkert amaði að þeim að öðru leyti. Aðgerðum lauk um klukkan hálf fimm. - ovd Björgunarsveitir kallaðar til: Bjargað úr sjálf- heldu í Esjunni VIÐ RÆTUR ESJUNNAR Göngumennirnir höfðu samband við Neyðarlínuna og óskuðu aðstoðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar nú meint kynferð- isbrot rúmlega fimmtugs karlmanns gegn tveimur dætrum sínum. Maðurinn var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku vegna rannsóknarinnar. Hann er grunaður um að hafa misnotað tvær dætur sínar, jafnvel um nokkurt skeið. Þær eru átta og þrettán ára. Rannsókn kynferðisbrotadeild- ar snýst meðal annars um það hvort fleiri börn kunni að koma við sögu í málinu. - jss Karlmaður í gæsluvarðhaldi: Meint misnotk- un á dætrum SVEITARSTJÓRNIR Kópavogsbær ætlar að taka að láni jafnvirði 4,1 milljarðs króna í erlendri mynt. Bæjarráð hefur heimilað Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra að ganga frá lántökunni í erlendri mynt sem svari til allt að 35 milljónum evra. „Lán þetta er ætlað til endurfjár- mögnunar á óhagstæðum lánum bæði í íslenskum krónum og erlendri mynt,“ segir í bókun bæjarráðs um lántökuna. - gar Kópavogur endurfjármagnar: Erlent lán fyrir fjóra milljarða KÝPUR, AP Múr sem lokað hafði fyrir umferð um Ledrastræti í miðborg kýpversku höfuðborgar- innar Nikósíu var rifinn í fyrra- dag, en hann hafði allt frá innrás tyrkneska hersins á eyna fyrir 34 árum verið tákn fyrir skiptingu hennar milli Kýpur-Tyrkja og Kýpur-Grikkja. Eftir fögnuðinn yfir þessum áfanga kom í gær bakslag vegna deilu sem kom upp er kýpur- tyrkneskir lögreglumenn fóru inn hinn nýopnaða hluta Ledrastrætis á hlutlausa svæðinu. Kýpur-gríski forsetinn Dimitris Christofias hraðaði sér heim af ráðstefnu í Lundúnum vegna málsins. Opnun Ledrastrætis vekur vonir um að nú kunni að hilla undir endursameiningu eyjarinnar. - aa Nikósía á Kýpur: Miðborgargata opin eftir 34 ár OPNUN Ledrastrætis fyrir og eftir opnun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Vikur ÞRÓUNIN 2008 Gengisvísitalan hefur hækkað um 28 prósent frá því um áramót og krónan fallið sem því nemur. Eins og sjá má fylgdi fall í bílasölu snarpri lækk- un krónunnar um miðjan mars. * MV. HÁDEGI FÖSTUDAGINN 4. APRÍL HEIMILDIR: UMFERÐARSTOFA OG SEÐLABANKI ÍSLANDS 60 80 100 120 140 160 40 1 42 9 42 0 40 5 27 9 29 9 31 5 25 8 27 6 25 5 2 81 15 1 10 5* Gengisvísitala SALA NÝRRA BÍLA OG GENGI KRÓNUNNAR 2008 Vísitala gengisskráningar Seldir bílar á viku Nýr sveitarstjóri Guðmundur Jóhannsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit og tekur við 1. júní af Bjarna Kristjánssyni. Guðmundur var þjónustustjóri Símans á Norðurlandi á árunum 1998-2006. Guðmundur er kvæntur Evu Ingólfs- dóttur og eiga þau fjögur börn. EYJAFJARÐARSVEIT STJÓRNMÁL Fari svo að Ísland nái kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þarf að endurskipu- leggja íslensku utanríkisþjónust- una. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að yrði Ísland kjörið til setu í ráðinu þyrfti hugsanlega að fjölga starfs- mönnum utanríkisþjónustunnar. Starfsfólki yrði mögulega fjölgað í ráðuneytinu í Reykjavík sem og í sendiráðum okkar í þeim ríkjum sem hafa neitunarvald í öryggis- ráðinu. Þá þyrfti að styrkja fasta- nefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Kosið verður til öryggisráðsins í október og hefst kjörtímabilið 1. janúar 2009. Innan utanríkisráðu- neytisins og á vettvangi ríkis- stjórnarinnar hefur framboð Íslands verið kynnt fyrir flestum aðildarríkjum Sameinuðu þjóð- anna. Hafa bæði formlegar leiðir og persónuleg tengsl verið nýtt. Ingibjörg Sólrún segir ómögu- legt að segja til um möguleikana á að Ísland nái kjöri, atkvæða- greiðslan sé leynileg, fastafull- trúar ríkja hjá Sameinuðu þjóð- unum greiði atkvæði og ekki sé hægt að taka öllum vilyrðum fyrir atkvæðum sem gefnum. „En þetta er vitanlega möguleiki núna, sem það var ekki fyrir ári,“ segir Ingi- björg Sólrún. - bþs Seta í öryggisráði SÞ kallar á endurskipulagningu íslensku utanríkisþjónustunnar: Gæti þurft að fjölga starfsfólki INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR utan- ríkisráðherra. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 5° 9° 8° 10° 11° 11° 11° 11° 8° 12° 20° 19° 13° 10° 21° 14° 29° 13° 1 4 -5 Í DAG 5-13 m/s austast annars hægvirði MÁNUDAGUR Fremur hæg SV-læg eða breytileg átt. -3 -3 -2 -2 0 2 3 2 2 -2 1 1 4 6 9 10 2 2 6 5 3 -3 -3 22 3 2 3 5 HLÝNAR EITT- HVAÐ EFTIR HELGI Sé litið inn í næstu vinnuviku má greina að heldur muni hlýna. Við erum þó fyrst og fremst að tala um mánudag til mið- vikudags og þá er um við að tala um að hitinn hlaupi á bilinu 2-8 stig. Hins vegar frystir á ný á fi mmtudag einkum nyrðra. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.