Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 10
10 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Tveir karlmenn á fimm- tugsaldri hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til fang- elsisvistar fyrir húsbrot, líkams- árás og brot á vopnalögum. Þeir brutust inn í bílskúr með sleggju, réðust á mann sem var þar fyrir og beittu að auki rafstuðbyssu á hann. Árásin átti sér stað í Garðin- um í september 2006. Samkvæmt ákæru komu árásarmennirnir að heimili manns sem þeir töldu geyma tvö mótorhjól sem hafði verið stolið. Ruddust þeir inn á heimili hans en þar voru einung- is fyrir kona hans og tvær dætur. Árásarmennirnir fundu svo manninn í bílskúr við húsið. Þeir réðust á hann og beitti annar árásarmannanna rafstuðbyssu á hann. Maðurinn hlaut nokkra áverka. Í dómnum segir að ekkert í málinu hafi komið fram sem sýni að maðurinn hafi átt aðild að þjófnaði á mótorhjólunum. Enn fremur segir í dómnum að árásarmennirnir tveir hafi geng- ið fram af miklu offorsi og hafi ekki skeytt neitt um það að ung börn húsráðenda yrðu vitni að ófyrirleitinni aðför. Var annar mannanna dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðs- bundna, en hinn í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi. - jss Tveir karlmenn á fimmtugsaldri dæmdir fyrir húsbrot og líkamsárás: Beittu rafstuðbyssu á mann HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Árásar- mennirnir voru dæmdir í fangelsi, annar alveg á skilorði, en hinn að hluta. LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjór- inn varar, að gefnu tilefni, við enn einni útgáfu af tölvubréfum í anda Nígeríubréfa. Þarna er um að ræða svindl sem heitir FreeLotto þar sem reynt er að hafa fé af fólki, að því er segir í upplýsingum frá embættinu. Ríkislögreglustjórinn varar fólk eindregið við að svara slíkum bréfum, eða smella á vefslóðir í þessum póstum. Eyða skal þeim óopnuðum. Í þessu tilfelli er um að ræða svindl sem er mjög virkt um þessar mundir og fjöldi fólks hefur tapað fé á þessum viðskipt- um. FreeLotto komið til lögreglu: Varað við enn einu svindlinu BÚKAREST, FRÉTTABLAÐIÐ Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti óánægju íslenskra stjórnvalda með flug rússneskra orrustuþota um íslenskt flugumferðarstjórnar- svæði á fundi Atlantshafsbanda- lags-Rússlands ráðsins í Búkarest í gær. Forsetinn Vladimír Pútín og utan- ríkisráðherrann Sergey Lavrov sátu fundinn fyrir hönd Rússlands. Rætt var um samskipti Atlants- hafsbandalagsins [Nató] og Rúss- lands á breiðum grunni. Í ávarpi sínu fór Geir almennum orðum um samskiptin við Rússa og sagði ríkin góða granna á norðurslóðum. Vék hann svo að fluginu og sagði áhyggjuefni að Rússar sendu flug- vélar inn á íslenskt flugstjórnar- svæði án þess að tilkynna um það. „Við getum ekki sagt að þetta sé stórkostlegt vandamál, þeir eru ekki að brjóta lög, en þetta er skrít- ið og engin skýring hefur fengist á þessu,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rússarnir brugðust ekki við orðum Geirs, sem segir sjálfsagt að koma athugasemdum á framfæri þegar aðgangur fáist að Rússlands- forseta. Þriggja daga sögulegum leiðtoga- fundi Nató í Búkarest lauk í gær. Fundurinn ákvað að veita Albaníu og Króatíu aðild að bandalaginu og samþykkti að fyrrverandi Sovétlýð- veldin Georgía og Úkraína fengju aðild einhvern tíma í framtíðinni. Þá liggur fyrir að Makedóníumenn fái aðild, að því gefnu að sátt náist milli þeirra og Grikkja í nafnadeilu ríkjanna. Grikkir neita að sam- þykkja að fyrrverandi Júgóslavíu- lýðveldið heiti Makedónía enda Makedónía hin forna að stærstum hluta í Grikklandi. Sérstaklega var fjallað um mál- efni Afganistan á Búkarestfundin- um. Ásamt forystumönnum Nató- ríkjanna 26 sóttu fulltrúar um þrjátíu annarra ríkja fundinn, auk framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Sam- mælst var um að kvika hvergi í aðgerðunum í Afganistan og til- greindu nokkrar þjóðir áætlanir um aukin framlög til bæði öryggis- og uppbyggingarstarfs. Meðal annars ætla Frakkar að senda 700 manna herlið til austurhluta landsins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir upp- lýsti að íslensk stjórnvöld ynnu að áætlun til þriggja ára um þátttöku í endurreisnar- og uppbyggingar- starfi í landinu. bjorn@frettabladid.is Lýsti óánægju með Rússaflug Forsætisráðherra lýsti óánægju með flug rússneskra orrustuþota um íslenska flugumferðarstjórnarsvæð- ið á fundi með Rússlandsforseta í Búkarest. HALDIÐ TIL FUNDAR Geir H. Haarde forsætisráðherra sat þriggja daga leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Búkarest, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkis- ráðherra. NORDICPHOTOS/AFP VLADÍMÍR PÚTÍN Forseti Rússlands. NORDICPHOTOS/AFP INDVERSKUR OFURHUGI Indverskur her- maður sýnir ofurhugalistir á mótorhjóli á sýningu í Srinagar, héraðshöfuðborg Jammu og Kasmír. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Við getum ekki sagt að þetta sé stórkostlegt vandamál, þeir eru ekki að brjóta lög, en þetta er skrítið og engin skýring hefur fengist á þessu. GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.