Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 12

Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 12
12 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 565 5.302 +0,89% Velta: 5.278 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,46 +0,81% ... Bakkavör 44,30 +0,00% ... Eimskipafélagið 24,70 +4,44% ... Exista 11,90 +3,03% ... FL Group 6,78 +1,35% ... Glitnir 17,85 +0,28% ... Ice- landair 24,50 -0,41% ... Kaupþing 849,00 +1,19% ... Landsbankinn 30,20 -0,49% ... Marel 91,40 +0,33% ... SPRON 5,00 +6,61% ... Straumur-Burðarás 12,45 +1,88% ... Teymi 4,32 +0,00% ... Össur 92,00 +0,00% MESTA HÆKKUN SPRON 6,61% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 4,44% EXISTA 3,03% MESTA LÆKKUN FLAGA 1,25% LANDSBANKINN 0,49% ICELANDAIR 0,41% Andrés önd og Eros í Seðlabanka Þekkt er að í Seðlabankanum tekur fólk störf sín mjög alvarlega, enda eru bankanum falin mikilvæg verkefni. Þar á bæ, eins og annars staðar, getur fólk tekið sumum hlutum létt. Það sést meðal annars í nafngiftum á netþjónum í bankanum. Allir vefþjónar Seðlabankans hafa um nokkurt skeið borið nöfn per- sóna úr grísku goðafræðinni. Til að mynda ber póstþjónn Seðlabankans hið lostuga heiti Eros. Þar er einnig að finna Seif og Aþenu. Þó mun þar hvergi að finna Dýonísos, svallguð þeirra Forn- Grikkja. Svipuð nafngiftahefð var fyrir hendi hjá Lánasýslu ríkisins, sem nú er í Seðlabankan- um. Þar eru þjónarnir raunar nefndir eftir Andrési önd og félögum. Danskir hækkar vexti Hér hafa bank- arnir elt hækk- andi stýrivexti og hækkað vexti af fasteignalánum. Frændur vorir í Danmörku bera nú við aukinn tilkostnað í fjármögnun starfsemi banka þar og boða vaxtahækk- anir, bæði á út- og innlánum. Berlingske Tidende greina frá því að stærstu bankar Danmerkur, Danske Bank og Nordea, boði vaxtahækkanir upp á allt að hálfu prósentustigi. Breyttir vextir taka almennt gildi 30. þessa mánaðar hjá Danse Bank, en 5. maí hjá Nordea. Peningaskápurinn ... „Í ljósi aðstæðna á fjármálamark- aði og óvissu í efnahagsmálum töldum við ráðlegt að setja þessar áætlanir á ís í bili. Við verðum jafnframt tilbúnir að endurmeta stöðuna síðar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. „Þetta hefði orðið of mikil skuldbinding við núverandi aðstæður,“ segir hann. Félagið greindi frá því í gær að dótturfélögin Icelandair Cargo og Icelease hefðu fallið frá kaupum og leigu til tólf ára á fjórum A330- 200 fraktvélum frá Avion Airc- raft Trading. Ákvörðunin er tekin í samráði við Avion Aircraft, líkt og segir í tilkynningu. Tilkynnt var um samninginn í fyrravor og áttu vélarnar að koma til afhendingar á árabilinu 2010 og 2011. Stefnt var að gríðarlegum vexti í fraktflugi Icelandair Cargo og stórauknum tekjum félagsins erlendis. Afkoma frakthlutans var undir væntingum í fyrra. Hefði orðið af viðskiptunum má ætla að miklar ábyrgðir og skuldbindingar hefðu lent á herð- um Icelandair. Hver flugvél kost- ar um 130 milljónir Bandaríkja- dala og má ætla að heildarkostnaðurinn hefði orðið á bilinu 400-500 milljónir dala, jafn- virði hátt í 37 milljarða íslenskra króna. - jab BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Forstjóri Icelandair segir að hætt hafi verið við kaup og leigu á flugvélum vegna of mikilla skuldbindinga við núverandi aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hætta við flugvélakaup í bili MARKAÐSPUNKTAR Vegna minni umsvifa á fasteignamark- aði en Íbúðalánasjóður hafði gert ráð fyrir hefur sjóðurinn lækkað áætlun sína um endurfjármögnun lána um fjórtán til sextán milljarða króna. Gert er ráð fyrir að heildarútlán lækki um átta til tíu milljarða, verði 49 til 55 milljarðar króna. Greiningardeild Kaupþings telur að lækkunarferli stýrivaxta Seðlabankans hefjist í september, en spáir stýrivöxt- um óbreyttum í fimmtán prósentum á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans næsta fimmtudag. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði samsvarar því að verðbólga verði að jafnaði sex prósent á ári næstu sjö árin. „Þetta jafngildir því að verðlag á Íslandi hækki um helming til ársins 2015,“ bendir greiningardeild Landsbankans á. Stjórn Icelandic Group ætlar að leggja það til á hluthafafundi félagsins eftir hálfan mánuð að hún fái heimild til að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands. Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að stjórn félagsins telji það ekki hafa náð að nýta sér þá kosti að vera skráð félag. Við- skipti með bréfin hafi verið fá, verðmyndun óskilvirk og dreifing hlutafjár lítil og undir viðmiðum Kauphall- arinnar. Afkoma Icelandic Group hefur verið undir væntingum síðustu misseri og gengi hluta- bréfa í félaginu fallið um tæp 65 prósent frá áramótum. Unnið hefur verið að endur- skipulagningu og hag- ræðingu í rekstri félagsins um nokkurt skeið, svo sem með útgáfa skuldabréfs með breytirétti, að því er segir í tilkynning- unni. Enn fremur segir að í ljósi þess að skráning í kauphöll geti verið íþyngjandi geti það skekkt stöðu félagsins gagnvart óskráðum samkeppnisaðilum. Því komi afskráning hluthöfum til góða. - jab FINNBOGI BALDVINSSON, Icelandic Group íhugar afskráningu Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air. MacBook Air er komin til landsins. Komdu og sjáðu með eigin augum í Apple-versluninni á Laugavegi 182. MacBook Air 1,6 GHz 13,3” hágljáa skjár Intel Core 2 Duo 80 GB 2 GB 1280 x 800 dílar Þráðlaust netkort (802.11n) Bluetooth / iSight 0,4–1,94 cm þunn / 1,36 kg 5 klst. rafhlöðuending 219.990 MacBook Air 1,8 GHz 13,3” hágljáa skjár Intel Core 2 Duo 80 GB 2 GB 1280 x 800 dílar Þráðlaust netkort (802.11n) Bluetooth / iSight 0,4–1,94 cm þunn / 1,36 kg 5 klst. rafhlöðuending 249.990 Fí to n / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.