Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 13

Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 13
LAUGARDAGUR 5. apríl 2008 13 Verðbólga nær 18 ára hámarki í sumar gangi eftir ný spá grein- ingardeildar Landsbankans. Að því gefnu að veiking krónunnar gangi að hluta til baka er í spánni gert ráð fyrir að verðbólga fari hæst í ríflega 10 prósent í sumar. „Haldist krónan áfram veik má reikna með að verðbólgan fari í 13 prósent,“ segir þar jafnframt. „Við gerum ráð fyrir að verð- bólga frá upphafi til loka þessa árs verði 8,4 prósent,“ segir í spá bankans og gert er ráð fyrir að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist um mitt ár 2009. „En í kjöl- farið fer verðbólga þó tímabundið hækkandi á ný.“ Gert er ráð fyrir að vegna aukinnar verðbólgu verði samið um nokkra viðbótarhækkun launa við endurskoðun kjarasamn- inga í febrúar á næsta ári. Snarpt fall krónunnar er sagt ráða mestu um vaxandi verð- bólgu, en fréttir bendi til að geng- islækkunin skili sér hratt í verð á innfluttum vörum. Á móti kemur að hægt hefur á fasteignamarkaði og telur greiningardeildin að á næstu mánuðum muni fasteigna- verð draga úr hækkun verðbólgu- vísitölunnar í stað þess að ýta undir hana líkt og raunin hafi verið síðustu misseri. Í fráviksspá bankans er ráð fyrir því gert að stjórnvöld grípi ekki tímanlega til viðeigandi aðgerða og krónan verði veik áfram. „Slík gengisþróun þýðir mun meiri verð- bólgu, eða 13 prósent þegar mest lætur í sumar.“ - óká Spá verðbólgunni í átján ára hámark Haldist krónan veik áfram gæti hér verðbólga farið í 13 prósent, segir greiningardeild Landsbanka Íslands. VIÐ MJÓLKURINNKAUPIN Verðbólga á eftir að aukast fram á sumar áður en hún hjaðnar á ný, segir í spá greiningar- deildar Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERÐBÓLGA INNAN ÁRS: Spá greiningardeildar Landsbankans 2007 2008* 2009* Vísitala neysluverðs 5,8% 8,4% 3,1% - án húsnæðis 2,3% 10,6% 4,0% *spá. Heimild: Greiningardeild Landsbanka Íslands, Verðbólguspá 2008-2010, apríl 2008. Atvinnuleysi mældist 5,1 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta er 0,3 prósentu- stiga aukning á milli mánaða og hefur viðlíka tala ekki sést síðan fellibylurinn Katarína olli miklu tjóni vestanhafs í september fyrir tveimur og hálfu ári. Atvinnulausum fjölgaði um áttatíu þúsund, sem er þrjátíu þúsund fleiri en fjármálaspekúl- antar höfðu reiknað með. Þetta er jafnframt þriðji mánuðurinn í röð sem störfum fækkar þar í landi og skiptist á ýmsa geira. Reiknað er með að störfum eigi enn eftir að fækka á árinu og atvinnuleysi verði 5,5 prósent í árslok. - jab Atvinnulausum fjölgar vestra SEÐLABANKINN Greining Glitnis spáir hækkun stýrivaxta næst, en lækkunar- ferli frá þriðja ársfjórðungi ársins þegar vísbendingar séu fram komnar um meira jafnvægi hagkerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gengi krónunnar verður nálægt núverandi gildi fram að júlí sam- kvæmt nýrri spá Glitnis. Greining bankans gerir engu að síður ráð fyrir töluverðum sveiflum á gengi hennar innan ársfjórðungsins. Einnig er spáð 50 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans á vaxta- ákvörðunarfundi í næstu viku, en þeir verða þá 15,5 prósent. „Aðstæður á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum, lítil áhættulyst innlendra sem erlendra fjárfesta, skert aðgengi að lánsfé og þreng- ingar á innlendum gjaldeyrisskipta- markaði hafa stuðlað að veikingu krónunnar að undanförnu og reikn- um við með að þessir þættir verði ráðandi í þróun gengis krónunnar enn um sinn,“ segir Glitnir, en gerir ráð fyrir að krónan styrkist á sumarmánuðum og að gengisvísi- talan verði nærri 135 stigum í árs- lok. „Bandaríkjadalur í 67 krónum og evran verði komin í 104,5 krón- ur. Þá spáum við að gengisvísitalan verði í kringum 126 í lok árs 2009, dollarinn í tæpum 63 krónum og evran í 97,5 krónum.“ - óká Krónan svipuð og vextir hækka Asíska samstæðan Hutchison Whampoa hagnaðist um 30,6 millj- arða Hong Kong-dala (292 millj- arða króna), í fyrra. 50 prósentum meira ein árið áður. Tekjur jukust um fimmtán pró- sent milli ára, samkvæmt útreikn- ingum Bloomberg. Mestu munar þar um sölu á farsímarekstri félagsins á Indlandi til fjar- skipta risans Vodafone en þá runnu 35 milljarðar dala í vasa félagsins. Hefði ekki komið til hennar má reikna með tapi vegna rekstrar þriðju kynslóðar farsímakerfis Hutchison. Taprekstur hlutans nam um 18 milljörðum dala. Að sögn Bloomberg er spáð hagnaði á seinni hluta þessa árs. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn í fjögur ár sem far- símahlutinn er í plús. - jab Hutchison bíð- ur eftir hagnaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.