Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 30
30 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR J óhann Meunier ber franskt eftirnafn en því fylgir óhjá- kvæmilega hin franska fágun sem erfitt er að læra sé hún ekki meðfædd. Í verslun hans, Liborius á Laugavegi, eru nokkrir hlutir sem minna strax á Frakkland. Á antíkskenki er koparstytta af Eiffelturninum og bunkar af Minnisbók Sigurðar Páls- sonar. Sigurður skrifaði hana sem end- urminningar frá Parísarborg sjöunda áratugarins sem skáldið hefur einnig ætíð verið tengdur. Þeir Jói eru góðir vinir. Hvor af sinni kynslóð Íslands- Frakka en minna óneitanlega hvor á annan. Báðir með spjátrungslegt og kurteist yfirbragð sem er sjaldgæft hjá Íslendingum. „Ég er fæddur og uppalinn í Suður-Frakklandi, þar sem faðir minn er franskur, og þar á ég enn fjölskyldu sem ég hitti að minnsta kosti tvisvar á ári. Faðir minn er frá litlu þorpi sem liggur mitt á milli Aix- en-Provence og Marseille. Ef fólk kannast við fjallið Saint-Victoire sem Cézanne málaði þá býr fjölskyldan mín í næsta bæ sem heitir Le Plan D’Aups við fjallið Saint-Baume. Þetta er svona hefðbundið franskt þorp þar sem villisvín eru veidd í skógunum og þar er eitt bakarí fyrir fimm hundruð manns. Stórkostlegur staður.“ Þegar hann er spurður hvort hann sé meiri Frakki en Íslendingur segir hann það nokkurn veginn jafnt. „Þetta er dálítið ruglingslegt í endurminningunni en mér finnst ég hafa eytt jafnmiklum tíma á báðum stöðum. Þó var öll skóla- ganga mín heima á Íslandi og nánustu vinir mínir eru íslenskir.“ Herskólaþjálfun í tísku hjá Colette Eftir menntaskólanámið ákvað Jói að snúa sér að leiklistinni og sótti um í leiklistarskóla í París. „Það gekk ekki í fyrstu tilraun. Þá var ég fátækur flott- ræfill sem eyddi síðustu krónunum mínum í dýra skó og föt en átti ekki fyrir mat. Einn dag var ég hálfpartinn „pikkaður upp“ af götunni fyrir tilvilj- un. Það gengur að mér einhver maður sem segist vera frá Colette, en ég hafði þá aldrei heyrt um verslunina. Hann spurði mig hvort ég gæti þjónað í veislu um kvöldið fyrir sirka fimmtán þúsund kall. Þetta hljómaði ansi „dúb- íus“ en ég þurfti á peningunum að halda þannig að nokkrum tímum síðar var ég kominn á heimilisfangið sem hann rétti mér. Það reyndist vera sjálft Óperuhúsið í París og veislan var hald- in af hátískuhönnuðinum Yves St. Laurent ásamt Colette og var sú stór- fenglegasta sem ég hef nokkurn tíma séð, fyrr eða síðar. Ég stóð mig ágæt- lega í þjónshlutverkinu enda vanur alls kyns vinnu heima á Íslandi og næsta dag buðu þeir mér fulla vinnu sem sölumaður í versluninni. Eftir tvo mán- uði við að selja smávörur á jarðhæð- inni þar réðu þau mig svo, af einhverj- um furðulegum ástæðum, til þess að verða aðstoðarmaður Söru, dóttur Col- ette, en hún er listrænn stjórnandi búð- arinnar. Við tók herskólaþjálfun í tísku- hönnun næstu átján mánuðina. Ég varð hálfgerður þræll þessarar konu. Hún átti sér lítið sem ekkert félagslíf og vann allan sólarhringinn. Colette er svo ótrúlegur staður og hefur svo mikil áhrif á svo marga hluti; grafíska hönn- un, útstillingar, vöruhönnun og tísku. En á þessum tíma var ég sennilega svo hrokafullur að ég ákvað að hætta. Mig langaði frekar til þess að fara út í list- nám en að lifa sem vinnuþræll og end- aði sem sagt í leiklistinni eins og ég hafði áður ætlað mér. En samhliða því vann ég svo sem blaðafulltrúi ýmissa hönnuða, þar á meðal Gaspard Yur- kevich og Eley Kishimoto, sem Íslend- ingar þekkja úr versluninni KronKron. Þetta var allt mjög skemmtilegt fólk og góður tími, ég öðlaðist reynslu við að setja upp tískusýningar, bóka fatnað í tímarit og meira að segja málaði á skó fyrir einn hönnuð.“ En hvað með ímyndina um að tískuliðið sé allt snar- geggjað? „Ég persónulega sé þetta fólk aðeins sem fólk sem vinnur hörðum höndum. Ég fann aldrei fyrir enda- lausu kampavíns- eða fíkniefnaflæði, allt næturbrölt fór fram hjá mér. Það er ekki tími til þess þegar það þarf að vinna allan sólarhringinn til ná árangri.“ Að gleyma sér ekki í hversdagsleikanum Ákvörðun um að snúa svo aftur til Íslands var tekin þegar móðir Jóa, Dóra Kondrup, lést af illvígu krabba- meini. „Ég var hjá henni alveg þar til hún lést. Þá tók við erfitt sorgarferli. Á þeim tíma átti ég spjall við vin minn Jón Sæmund Auðarson um mögulega aðkomu mína að Liborius að einhverju leyti. Jón stofnaði Liborius ásamt Hrafnhildi og Báru Hólmgeirsdætrum og var þá eigandi búðarinnar sem á þessum tíma var til húsa á Mýrargötunni. Þetta þró- aðist allt saman upphaflega frá þeim tímapunkti og eins og ég segi gjarn- an, allar leiðir mínar lágu til Libori- us. Þegar mér hafði svo loks tekist að byggja upp einhverja jákvæðni í lífi mínu aftur eftir móðurmissinn þá leist mér frábærlega á að taka við búðinni og ég er viss um að ef mamma sæi búðina yrði hún mjög stolt af henni.“ Jói segir báða for- eldra sína hafa haft tilhneig- ingu til lista og skáldskapar. „Mamma þótti alltaf mjög sérvitringsleg í útliti. Sneri til dæmis öllum peysum öfugt sem hún gekk í og þar fram eftir götunum. Hún var einstak- lega glæsileg og þokkafull kona. Ljóðræn og listræn. Pabbi minn er fyrrverandi kommún- isti og skrifar enn í kommúnistablað. Hann er svona ekta blóðheitur franskur sósíalisti og ævintýragjarn en fyrirmyndarmaður. Ég hugsa að það sem ég hef erft frá þeim báðum sé áhuginn á því sem á frönsku kall- ast „raffiné“, eða fágun. Lífið er mjög stutt. Maður hefur ekki efni á að gleyma sér í hversdagsleikanum og láta lífið fram hjá sér fara heldur er svo skemmtilegt að taka eftir smá- atriðunum.“ Spennandi samstarf við Epal „Nú er nákvæmlega ár síðan við keypt- um þessa búð og höfum verið að stefna að því að breyta henni hægt og rólega,“ útskýrir Jói með breiðu brosi. „Fyrst á dagskrá var að leita að hentugu hús- næði og við vorum svo heppnir að finna þennan frábæra stað hér í hjarta tísku- nýlendu borgarinnar, við hliðina á Tril- ogiu og Kisunni. Ég var mjög ánægður með þau merki sem fyrri eigendur voru með og höfðu lagt inn pantanir fyrir, en þar má nefna Ann Demeule- meester, Christian Dior og Number Að taka eftir smáatriðunum Jóhann Meunier er oft kallaður Jói franski enda rekur hann föðurætt sína til Frakklands. Í spjalli við Önnu Margréti Björnsson ræðir hann um uppvöxt sinn í tveimur löndum, skrautlegan tískuheim Parísarborgar og hugsjónina sem nefnist Liborius. ▲ COLETTE Í PARÍS Verslunin Colette á Faubourg St. Honoré er heims- þekkt fyrir að vera eins konar musteri tískuspekúlanta um heim allan, en hún kaupir aðeins inn lítið magn af sérvalinni vöru og hvert það merki sem hlýtur þann heiður að vera valið til sölu í Colette getur búist við því að skjótast ört upp á stjörnuhimininn. ■ JUN OKAMOTO „Dæmi um hönnun sem ég elska. Hann er lítt þekktur, lærði í Japan og gerir til dæmis svona hluti eins og að nota eldhúsvisku- stykki sem pils. Hönnunin liggur öll í smáatriðunum og svona frjálsleiki og kímni höfða mikið til mín fyrir komandi vor og sumar. Dýrasta flíkin hans hér er á rúm fjörutíu þúsund sem ég kalla gott miðað við að þetta fæst á þremur stöðum í heiminum. ● BIOMEGA-REIÐHJÓLIN Þessi hjól eru stolt Danmerkur. Mark Newson hannaði fyrsta hjólið þeirra sem er til sýnis í MOMA í New York. Hugmyndin var að búa til klassísk reiðhjól sem eru eins stílhrein og tæknileg og mögulegt er. Til dæmis eru engar keðjur á þeim þannig að föt flækjast ekki í þeim og maður situr á þeim teinréttur ★ ANN DEMEULEMEESTER Hönnun hennar passer norrænu fólki einkar vel og hún á sér ótal aðdáend- ur. Ég hef nýverið tekið til sölu skartgripi hennar, þar á meðal forláta hálsmen sem er silfurkeðja með gleríláti sem er fyllt svörtum tíu karata demöntum. Nine. Margir voru himinilifandi að slík tískubúð hefði loks verið opnuð á Íslandi. Hins vegar sáum við fljótlega að magnið af dýrum vörum fór hrein- lega fyrir brjóstið á sumum. Við urðum því að gera búðina aðgengilegri og okkur vantaði yngri hönnuði, óþekkt nöfn og lægra verð. Vissulega er ákveð- inn fastakúnnahópur sem verslar í áþekkum búðum, til dæmis Kisunni, Þremur hæðum, KronKron og Trilogiu en margir bjuggust við því að hrein- lega hrökklast aftur á bak út úr Libori- us ef þeir hefðu ekki efni á klæðum fyrir tugi þúsunda. En Liborius á auð- vitað alls ekki að vera lokaður heimur fyrir fólk sem á gull- og platínukort, né fyrir sérvitra tískuspekúlanta.“ Jói sér um öll innkaup í verslunina sjálfur en þar er, auk fatnaðar fyrir dömur og herra, að finna ilmvötn, skartgripi, bækur, tónlist og meira að segja reið- hjól. „Það er mjög mikið af sjálfum mér í þessari búð. Hér er til dæmis að finna vörur eftir vini mína og kunn- ingja, til að mynda bók Sigurðar Páls- sonar, fylgihlutir eftir Þórunni Sveins- dóttur búningahönnuð, en hún er hvíta nornin í lífi mínu, skartgripirnir hér eru eftir japanskan vin minn og þar fram eftir götunum. Ég er í sífelldri leit að frumleika, fantasíu og gæðum. Liborius á að vera og er byrjaður að vera skemmtilegur staður sem fylgir straumum að ákveðnu leyti, en svarar ekki endilega eftirspurn á vinsælum flíkum. Verslunin er meira að kynna eitthvað sem er andsvar við það. Það mun engin tískubylgja myndast í kring- um merkin sem við seljum, heldur frekar að fólk verður ástfangið af merkjunum og vill ganga í fötunum. Ein af þeim spennandi breytingum sem Liborius er að taka er samstarf við hönnunarverslunina Epal sem er Íslendingum að góðu kunn. „Það er virkilega ánægjulegt að fara út í þetta samstarf og hér verður sem sagt bráð- lega einnig að finna íslenska hönnun, smávörur og jafnvel húsgögn ásamt tískuvörunum frá mér. Eigendur Epals voru mjög hrifnir af hugmyndinni og þetta smellpassaði inn í okkar „kons- ept“. Liborius mun því taka stakka- skiptum á þriggja mánaða fresti og ég get ekki upplýst meira um hvernig það lýsir sér, það er enn leyndarmál en þetta verður umfram allt frumlegt og skemmtilegt.“ Óhætt er að segja að einhverra áhrifa frá Colette gæti í versluninni. „Jú, auðvitað hafði reynsla mín hjá Colette mikil áhrif á mig og með samstarfinu við Epal eykst sá vinkill alverulega.“ Ég hugsa að það sem ég hafi erft frá foreldrum mínum sé áhuginn á því sem á frönsku kall- ast „ raffiné“ eða fágun JÓHANN MEUNIER Í LIBORIUS „Þetta er ekki lokaður heimur fyrir fólk með gull- og platínukort.” FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ★ ■ ▲ ●
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.