Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 32

Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 32
[ ] Fyrirtækin Ísafold og Sigfús G Sigfússon stofnuðu saman bílaleigu sem býður hópum og fyrirtækjum í jeppaferðir á nýjum Land Rover-jeppum. „Í hópferðum geta allt að sextíu og þrír farið með á níu glænýjum Land Rover-jeppum. Það er eng- inn smá floti,“ segir Jón Baldur Þorbjörnsson sem sér um að leiða hópana í þessum jeppaferðum. Það er því stór hópur sem getur lagt í jeppaferð og komast sjö manns í hvern jeppa. Bílarnir fara saman í einni lest og eru talstöðvar í hverjum bíl. Jepparnir eru útbún- ir til að geta tekist á við erfiðar aðstæður og hver jeppi er með leiðsögutæki, kapal, skóflu og kastara. „Í öllum ferðum fer fyrir hópn- um starfsmaður sem leiðir bílalest- ina og stjórnar hópnum í gegnum talstöð. Það er mikið öryggisatriði og veitir öryggistilfinningu,“ segir Jón Baldur. Þessar jeppaferðir eru að hans sögn tilvaldar fyrir hópa úr fyrirtækjum og einnig henta þær vel fyrir óvissuferðir. Jón Baldur- bendir á að margar ferðir séu í boði fyrir hópa og í raun geti hópar komið með hugmynd að ferðum sjálfir. „Við sérsníðum hugmyndina fyrir hópinn og þá er bara eftir að leggja í hann. Einnig er boðið upp á ferð sem nefnist „Frábært fund- arhlé“ og er farin part úr degi. Í lengri ferðum er gjarnan gist í skálum eða á Hótel Rangá og Hótel Heklu. Það má því segja að það sé allur gangur á því hvert er farið. Fólki þykir gaman að upplifa nýjar slóðir og fá að keyra sjálft.“ Á heimasíðunni www.isafoldtra- vel.is fá finna allar upplýsingar um ferðirnar. mikael@frettabladid.is Fólk tekur þátt í ævintýrinu Jón Baldur Þorbjörnsson leiðir hópana sem eiga þess kost að geta stýrt þessum jeppum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bílaþrif eru skemmtileg svona á vordögum. Ryksugið mottur og sæti vel og bónið innréttinguna með þar til gerðum efnum. Rennið svo í gegnum bílaþvottastöð eða hamist með þvottakústinn. Aukin ökuréttindi Næsta námskeið byrjar 22. ágúst Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Meirapróf- Nýlegir kennslubílar Næsta námskeið hefst 9.ap íl Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR SÍMI 440 1200 WWW.N1.IS Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. N1 – Meira í leiðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.