Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 44

Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 44
● heimili&hönnun „Við liggjum oft í faðmlögum og gerum ekki neitt,“ segja Steinunn og Brynjar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Steinunn og Brynjar segjast vera í hálfgerðu millibilsástandi þar sem þau eru að gera upp ný- keypta íbúð í Kópavogi. „Fram- kvæmdirnar ganga vel en það er mikið eftir. Þetta er ekta íbúð fyrir ungt fólk og við ætlum að gera hana flotta. Síðast bjugg- um við í hundrað ára gömlu húsi í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem hlutirnir voru gamaldags,“ út- skýra Steinunn og Brynjar og bæta við að sú nýja verði með öðru sniði. „Við erum óhrædd við að gera hlutina eftir okkar höfði og finnst gaman að blanda svolítið saman, til dæmis grófu og nýju.“ Skötuhjúin kunna vel við sig í Kópavogi þar sem þau hafa út- sýni af svölunum yfir hafið og Perluna auk þess sem stutt er í Nauthólsvíkina. „Við erum dug- leg að fara í göngutúra og göng- um oft Esjuna og reynum að taka hana á góðum tíma,“ segir Brynjar og bætir við að þau séu bæði keppnisfólk. „Lífið er keppni og við reynum alltaf að vinna, annars væri bara leiðin- legt.“ Þau eru dugleg að bjóða fólki heim en segjast ekkert dugleg að elda fyrir gestina. Það sé helst þegar vel viðri að þau grilli en yfirleitt bjóði þau vinum heim í spjall og hvítvínsglas og stundum sé gripið í spil. „Við erum bæði rosalega mikil kúrudýr og ef við getum þá liggjum við bara í faðm- lögum einhvers staðar,“ segir Steinunn. „Við erum mikið í að gera ekki neitt, sem er mjög mikil- vægt í öllum samböndum. Stein- unn er sérstaklega mikið fyrir að vera lengi í baði,“ segir Brynjar hlæjandi. Spurð um hvernig heimilislíf- ið gangi fyrir sig segja þau gald- urinn felast í því að vera ósam- mála. „Við erum frekar ósammála en á móti kemur að við vinnum vel saman. Við endum til dæmis alltaf með betri útkomu en við lögðum upp með, eftir að hafa rætt málin, og erum bara ánægð með að vera ekki sammála um allt.“ - rat Keppnisfólk í Kópavogi ● Steinunn Garðarsdóttir og Brynjar Ingólfsson eru að gera upp íbúð við Kársnesbraut í Kópavogi auk þess að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Hæðin. Þau búa því í tveimur ófull- gerðum íbúðum. Steinunn og Brynjar unnu fyrir koníaks- stofuna í síðasta þætti af Hæðinni. Nýja íbúðin á Kársnesbrautinni er stæl- leg og flott fyrir ungt par. 5. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.