Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 46

Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 46
● heimili&hönnun Skipulagsmál í Reykjavík hafa verið ofarlega á baugi og sitt sýnist hverjum. Mikið hefur verið fjallað um veggjakrot og niðurrif illa hirtra húsa sem og nýbyggingar sem falla að sumra mati misvel að fyrra umhverfi. Þó má ekki gleymast að borgin státar líka af fallegum húsum og kennileitum sem gleðja augað. Ljósmyndari Fréttablaðsins fór á stúfana og myndaði fallega uppgerð hús sem mörg voru reist í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Þessi mannvirki eru óneitanlega mikil prýði og setja einstakan svip á höfuðborgina. Þau hafa öll sína sögu að geyma sem forvitnilegt er að skyggnast inn í. - ve Fagra Reykjavík Næpan við Skálholtsstíg 7 dregur nafn sitt af turni hússins sem minnir á garðávöxt sem var algengur í Reykjavík í byrjun tuttugustu aldar. Landshöfðinginn Magnús Stephensen lét reisa húsið árið 1903. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skólastræti 5 var reist af Einari Jónssyni snikkara. Það er tvílyft með klassískum miðjukvisti og hefur verið fallega haldið við. Lágreist hús í dönskum stíl við Þingholtsstræti 13. Húsið, byggt árið 1876, er friðað. Þingholtsstræti 11 var byggt árið 1870 í nýklassískum stíl. Helgi Helgason, snikkari, útgerðarmaður og tónskáld, á heiðurinn að húsinu. Í dag er þar tann- læknastofa. Stjórnarráðið séð í gegnum verk myndlistarkonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur. Það er lágreist en um leið er yfir því reisn. Þær eru ófáar konurnar sem hafa gengið hnarreistar niður Bankastrætið. Skólastræti 1 var byggt árið 1915 en húsinu hefur talsvert verið breytt síðan þá. Horft frá Bankastræti, inn Ingólfsstræti. Þarna standa falleg hús í hnapp, hvert með sínu sniði. 5. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.