Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 62

Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 62
34 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR H vernig kom það til að þið fenguð hlutverk í Kommúnunni? Aron: Nína Dögg frænka mín er að leika í þessu og hún sagði mér að það væri prufa fyrir stráka í leikritið. Ég fór með nokkur atriði úr leikritinu sem ég var búinn að læra og komst í gegn. Urður: Pabbi sá þetta bara í blaðinu en hann er leikari og ég ákvað að fara í prufuna með vinkonu minni. Rafn: Það voru mjög margir krakkar í prufunum, yfir hundrað, en samt voru ekki mjög margir strákar. Örugglega ekki nema tíu strákar og allt hitt stelpur. Urður: Stundum er eins og strákar, að minnsta kosti í mínum bekk, vilji ekki koma fram nema til að fíflast. Rafn: Ég fór í prufuna eiginlega af sömu ástæðu og Aron, en móðurbróðir minn, Atli Rafn, sem er að leika í þessu leik- riti, lét mig vita að það væru prufur. Sóllilja: Ég var komin í næstsíðasta úrtak þegar ég komst að því að ég var að fara til Afríku með pabba og fjöl- skyldunni minni í frí og myndi því lík- lega ekki geta verið með. Ég var því rosalega vonsvikin og var hálfgrát- andi af valkvíða, hvort ég ætti að fara til Afríku eða leika í Kommúnunni. En svo fór ég auðvitað til Afríku, enda ekki á hverjum degi sem maður kemst þangað. Pabbi kom mér svo á óvart einn morguninn og sagði mér að ég gæti samt fengið að leika í Komúnunni þannig að ég byrjaði að æfa aðeins seinna en hinir en var rosalega ánægð að þurfa ekki að velja á milli. Aron greyið, sem leikur á móti mér, þurfti hins vegar að bíða eftir mér. Nú eru ykkar nánustu aðstandendur í leiklist eða tónlist – Baltasar Kor- mák ur er pabbi Sóllilju, Sigurjón Brink tónlistarmaður er pabbi Arons, Stefán Jónsson leikstjóri er fósturpabbi Rafns og Bergur Þór Ingólfsson leikari er pabbi Urðar – fenguð þið einhverja leiðsögn frá listamönnunum? Urður: Pabbi kenndi mér að tala hátt. Maður talar auðvitað allt öðruvísi á stóru sviði en til dæmis hér. Aron: Hann pabbi kenndi mér bara að vera ég sjálfur – það myndi skila best- um árangri. Rafn: Já, ég fékk aðallega kennslu í að tala hátt og skýrt. Manni finnst hálfasnalegt í byrjun að öskra. Svo er eitt sem ég get ekki sagt í þessu leik- riti: Geir Hallgrímsson. Það kemur alltaf eitthvað skringilega út. Sóllilja: Ég hef alltaf fengið góða leið- sögn hjá pabba og þá aðallega með það að tala hátt og skýrt. Annars er hann bara duglegur að segja mér að ég sé frábær og það hjálpar. Hvert er hlutverk ykkar í leikritinu? Aron: Við Rafn skiptumst á að leika sama hlutverkið, alveg eins og Urður og Sóllilja, en mamma og pabbi stráks- ins eru hippar sem búa í kommúnu. Pabbi okkar er frá Baskalandi, reykir hass og svona. Rafn: Já, við erum tíu ára og reykjum og drekkum. Og reykjum í sýningunni. Við kyngjum að vísu ekki, púum bara. Aron: Pála sýningarstjóri kenndi okkur að púa. Það er mjög vont bragð af sígarettunni og eftir allar sýningar lyktum við Rafn af bjúgum sem eru borðuð í leikritinu og reykingum. Urður: Ég get ekki lengur borðað pylsur heima, við erum orðin svo þreytt á bjúgunum, þurfum að borða þau í hverri einustu sýningu. Við Sól- lilja leikum litla smáborgarastelpu og mamma okkar og pabbi voru að skilja. Við erum því þunglyndar og eigum frekar erfitt. En svo er gaman í lokin. Hvað vissuð þið um hippa áður en þið fóruð að leika í sýningunni? Sóllilja: Ég held ég hafi eiginlega ekki vitað neitt um hippa. Eða jú – ég vissi að þeir klæðast mjög ljótum fötum. Og ég var líka búin að horfa á Veðramót og vissi að hippar gera byltingar. Urður: Ég vissi að hippar væru mjög fáránlegir og alltaf með blóm í hárinu. Ég hef kynnst tónlistinni úr Hárinu í skólanum og ég hef heyrt að þeir hugsi mikið um kynlíf. Eins og kemur fram í leikritinu. Rafn: Líka alltaf með fönkí gleraugu. Aron: Ég vissi að þeir væru oft með peace-merki á sér og með sítt hár. Í síðum buxum og oft með klút í hárinu. Rafn: Hippar voru uppreisnarseggir. Höfðuð þið eitthvað leikið áður? Sóllilja: Ég hef leikið í Frostrósa- myndbandi og stuttmyndum og alls konar statistahlutverk í kvikmyndum, alveg frá því að ég var lítil. Ég lék til dæmis barnið í Djöflaeyjunni – þá var ég bara fjögurra mánaða. Aron: Ég hef leikið í kvikmyndinni Blóðböndum. Og leikritinu Sitji guðs englar. Svo hef ég leikið í auglýsingum og þáttum með Stelpunum. Þegar ég lék í Blóðböndum var það líka Nína frænka mín sem benti mér á að fara í prufur þar og aðstoðarleikstjórinn í myndinni var líka að vinna við auglýs- ingar svo að hún benti á mig sem leik- ara í auglýsingum. Urður: Ég hef bara leikið eitt hlutverk í Stelpunum og leikið í einni auglýs- ingu og svo hef ég talað inn á myndir – Narníu, Happy Feet og Bamba 2. Rafn: Já, ég hef líka lesið inn á Bamba 2. Ég hef leikið í Kalla á þakinu og svo í auglýsingu sem mig langar helst ekki að sjá aftur. Urður: Hann á við jólaauglýsingu Húsasmiðjunnar. Hann hleypur um og bendir á hluti. Rafn: Ég hef líka lesið inn á fullt af teiknimyndum – talaði meðal annars fyrir Nemo. Hvað er gaman við að leika og er skilningur meðal bekkjarfélaga ykkar? Aron: Mér finnst skemmtilegast við að leika að þykjast vera einhver annar. Bekkjarfélögum finnst þetta bara fínt, held ég. Nei, nei, þau eru alls ekkert öfundsjúk, ja nema kannski stundum þegar ég fæ að sleppa skólanum. Upp- hitunin fyrir sýningar er líka mjög skemmtileg. Urður: Já, við förum alltaf í fótbolta til að hita upp, í svona hálftíma, það er mjög gaman. Ég hef alltaf fylgst með pabba leika frá því að ég var lítil og fundist það mjög spennandi og mér finnst rosalega gaman að leika á sviði og vita að aðrir eru að skemmta sér. Vinkonur mínar styðja mig mikið í þessu og sýna leiknum mikinn áhuga. Rafn: Mér finnst skemmtilegast að vera á sjálfu sviðinu. Ég hef alltaf farið mikið í leikhús frá því ég var lít- ill. Það er mikið af leikurum í fjöl- skyldunni og mig hefur sjálfan alltaf langað til að verða leikari. Sóllilja: Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að leika og þá sérstaklega að vera í kringum svona skemmtilegt fólk. Stemningin getur verið svo góð þegar fólk kemur saman til að vinna í kvikmyndum. Í sumar var ég til dæmis með pabba úti í Flatey þegar hann var að taka upp Brúðgumann og þá kynnt- ist ég Ólafi Darra, Ilmi og fleirum sem eru skemmtilegasta fólk í heimi. Alltaf hlæjandi og segjandi brandara. Svo er auðvitað líka gaman þegar áhorfendur eru ánægðir. En hvað er búið að vera erfiðast? Og hefur ekkert neyðarlegt komið fyrir á sýningu? Sóllilja: Mér fannst svolítið erfitt að koma seinna inn í leikritið en hinir og allir búnir að kynnast mjög vel. En ég var fljót að kynnast þeim og Urður var auðvitað alltaf svo hress og heilsaði mér með hávaða hæ-i þegar ég kom. Rafn: Æfingarnar. Ég sofnaði meira að segja á einni æfingunni. Urður: Við klipum í tærnar á honum og hann kipptist varla við. Mér finnst erf- iðast að ég hef ekki getað verið jafn mikið með vinum mínum. Aron: Æfingarnar voru erfiðar, þær voru svo langar og þreytandi oft. Ég held að það versta sem ég hafi lent í á sýningu er að fá óstöðvandi hóstakast sem ég þurfti að reyna að halda niðri. Við erum nefnilega uppi á sviði allan tímann. Urður: Það gerist yfirleitt eitthvað lítið en einu sinni var Árni Pétur að fara niður stigann á sviðið í frumsýn- ingu og búningurinn hans festist í handriðinu og við rétt náðum að losa hann. Rafn: Ólafur Darri er svo auðvitað bara alltaf sídettandi á öllum sýning- um og veltandi einhverju um. Og Gael Garcia festi hárkolluna sína einu sinni í ljósakrónu á sviðinu og hún datt af. Aron: Nína þurfti líka einu sinni að æla á miðri sýningu því hún var svo sjó- veik eftir að hafa verið að leika í mynd- inni Brim fyrr um daginn. Sóllilja: Einu sinni gat Aron ekki kveikt á kveikjaranum og þá kveikti ég á honum og einu sinni datt glóð ofan í teppið og við vorum dauðhrædd um að það myndi kvikna í. Þetta er yfirleitt mest Aroni að kenna, hann er óláta- belgur. Höfðuð þið séð einhverjar myndir með Gael Garcia áður en þið hittuð hann? Sóllilja: Ég veit í hvaða myndum hann hefur leikið og stefni á að sjá þær en ég hef því miður ekki séð neina enn. Aron: Ég vissi að hann lék í Babel en ég hef ekki séð hana alveg alla. Rafn: Ættingjar mínir hafa sagt mér að Motorcycle Diaries sé mjög góð og mig langar að sjá hana en ég hef ekki séð neina. Urður: Ég hef ekki séð neina mynd. En Gael Garcia er ekki þannig gerð af frægum leikara sem vill bara vera í limmósínum, hann vill ekki vera fyrir- ferðarmikill. Aron: Hann lætur ekki eins og Holly- wood-stjarna. Urður: Honum er til að mynda illa við myndatökur af sér. Ekkert skemmtilegra en að leika Í leikritinu Kommúnunni skipta fjórir hressir krakkar á aldrinum 12-13 ára með sér hlutverkum barna í sýningunni og halda brátt utan, meðal annars til Mexíkó, með sýningunni. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti þau Sóllilju Baltasarsdóttur, Urði Bergsdóttur, Aron Brink og Rafn Kumar Bonifacius sem sögðu henni allt um það hve gaman það væri að leika. NÓG AÐ GERA Ungu leikararnir eiga fjölmörg áhugamál utan leiksins. Sóllilja Baltasarsdóttir er öll í hestunum og spilar á píanó, Aron Brink æfir fótbolta með Þrótti, Rafn Kumar er sexfaldur Íslandsmeistari í tennis og Urður Bergsdóttir syngur í kór og æfir frjálsar íþróttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ég vissi að hippar væru mjög fárán- legir og allt- af með blóm í hárinu. Ég hef kynnst tónlistinni úr Hárinu í skólanum og ég hef heyrt að þeir hugsi mikið um kynlíf. Eins og kemur fram í leik- ritinu. Rafn Kumar Bonifacius, 13 ára Urður Bergsdóttir, 13 ára Aron Brink, 13 ára Sóllilja Baltasarsdóttir, 12 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.